Hefur enga þýðingu að birta fyrirvara um Facebook á Facebook Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. janúar 2019 08:45 Dæmi um færsluna sem um ræðir. Mynd/Samsett Fjölmargir Íslendingar hafa birt yfirlýsingu á Facebook-síðum sínum undanfarinn sólarhring þess efnis að Facebook hafi ekki leyfi til þess að nota myndir, skilaboð og annað hugverk sem þeir hafi sett inn á Facebook og birt opinberlega. Slík einhliða yfirlýsing hefur ekkert lagalegt gildi að því er fram kemur í umfjöllun erlendra miðla um samhljóða færslur sem skjóta reglulega upp kollinum. Færslurnar eru fjölmargar og flestar samhljóða. Í færslunum er varað við yfirvofandi breytingum hjá Facebook sem geri það að verkum að frá og með morgundeginum muni allt sem notendur Facebook hafa skrifað eða hlaðið upp á vef samfélagsmiðilsins verða gert opinbert. Þá er því haldið fram að ef notendur birti ekki álíka yfirlýsingu og um ræðir geri Facebook ráð fyrir því að viðkomandi heimili notkun á myndum, skilaboðum og færslum, hver og einn notandi þurfi því að birta slíka yfirlýsingu sé hann mótfallinn því að Facebook noti myndir og skilaboð notandans.Illa þýtt úr ensku Ef rýnt er í texta færslnanna má glögglega sjá að þær eru frekar klaufalega þýddar úr ensku. Sem dæmi um það hefjast þær flestar á orðunum „Betra að vera öruggur en hryggur“ sem gera má ráð fyrir að sé þýðing á enska orðatiltækinu „better safe than sorry.“Færslurnar eru flestar samhljóða færslu sem fjallað var um áSnopes.comen vefurinn sérhæfir sig í því að kanna sannleiksgildi fullyrðinga sem fá byr undir báða vængi á internetinu. Eru færslurnar raktar aftur til ársins 2012 og í umfjöllun vefsins kemur fram að ekkert bendi til þess að Facebook hafi í hyggju að gera allt það sem notendur samfélagsmiðilsins hafi sett inn á Facebook opinbert.Zuckerberg og aðrir stjórnendur Facebook hafa lofað bót og betrun í meðhöndlun persónuupplýsinga notenda. Enn virðist langt í land þar.Vísir/EPANotendur þurfa að gefa leyfi á notkun Facebook á hugverki við skráningu Í umfjöllun Snopes er einnig fjallað um þann hluta færslunnar sem felur í sér að notendur afturkalli leyfi Facebook til þess að nota umrætt efni. Í umfjölluninni kemur fram að slík einhliða yfirlýsing hafi ekkert lagalegt gildi því notendur Facebook hafi, við skráningu, gefið Facebook leyfi, til þess að nota það hugverk sem notendur hlaða upp á Facebook og birta opinberlega, jafn vel þótt að viðkomandi notandi eigi höfundarréttinn að efninu sem um ræðir, líkt og kom fram í umfjöllun Guardian um samhljóða færslur árið 2016. Þannig er það því skilyrði fyrir notkun á Facebook að notendur veiti Facebook slíkt leyfi. Samþykki notendur ekki skilmála Facebook við skráningu er ekki hægt að skrá sig á Facebook. Snopes og Guardian benda bæði á að ekki sé hægt að afturkalla það samþykki með einhliða yfirlýsingu á borð við þær sem íslenskir notendur Facebook hafa birt að undanförnu. Hins vegar sé hægt að afturkalla leyfið með því að eyða viðkomandi hugverki, svo lengi sem það sé ekki í birtingu einhvers staðar annars staðar á Facebook. Þá bendir fyrirtækið sjálft á að notendur geti stýrt því hvernig efni sem þeir setja á samfélagsmiðilinn sé deilt með öðrum og að óumdeilt sé að notendur sjálfir eigi það efni sem þeir setji inn á vefinn. Í umfjöllun Snopes er einnig bent á nokkrar leiðir hafi notendur Facebook áhyggjur af því að fyrirtækið sé að nota efni þeirra hafa þeir nokkra aðra kosti í stöðunni.Í fyrsta lagi er hægt að sleppa því að vera með Facebook-síðu, í öðru lagi að semja beint við Facebook um að breyta heimild fyrirtækisins til þess að nota efnið, í þriðja lagi er hægt þrýsta á fyrirtækið að breyta stefnu sinni og í fjórða og síðasta lagi er hægt að eyða Facebook-reikningnum.Facebook hefur verið í brennidepli undanfarið ár eða svo vegna fjölmargra mála þar sem komið hefur í ljós að fyrirtækið hafi deilt upplýsingum umnotendur samfélagsmiðilsins með stórfyrirtækjum sem og öðrum fyrirbærum.UmfjöllunSnopes, Guardian, Telegraph og CBS News um Facebook-færslurnar og hér að neðan má sjá dæmi um færslu sem birt hefur verið undanfarinn sólarhring.Dæmi um færslu„Betra að vera öruggur en hryggur. Lögfræðingur ráðleggur okkur að birta þetta. Gott nóg fyrir mig. Brot gegn einkalífinu getur verið refsað með lögum. ATH: Facebook er nú opinber stofnun. Allir meðlimir verða að birta slíka athugasemd. Ef þú sendir ekki yfirlýsingu að minnsta kosti einu sinni er gert ráð fyrir því að þú leyfir notkun mynda og upplýsinga í uppfærslu á próflinn þinn. Ég lýsi því hér með að ég gefi ekki leyfi.Afritað og sendu aftur.Skipun á morgun !!! Allt sem þú hefur einhvern tíma skrifað verður opinberlega frá á morgun. Jafnvel eytt skilaboð eða myndir eru ekki leyfðar.Einföld afrit og líma kostar ekkert, betra en öruggur.Channel 13 News talaði um að breyta persónuverndarstefnu Facebook.Ég gef ekki Facebook eða einhverjum sem tengist Facebook leyfi til að nota myndirnar mínar, upplýsingar, skilaboð eða innlegg, bæði í fortíðinni og í framtíðinni. Með þessari yfirlýsingu gef ég Facebook skilaboð. Það er stranglega bannað að birta, afrita, dreifa eða á annan hátt grípa til aðgerða gegn mér miðað við þetta snið og / eða innihald hennar. Innihald þessa sniðs er trúnaðarmál og trúnaðarmál. Brot gegn einkalífinu getur verið refsað með lögum (UCC 1-308-1 308-103 og Rom Statute).ATH: Facebook er nú opinber stofnun. Allir meðlimir verða að birta slíka athugasemd.Ef þú vilt geturðu afritað og límt þessa útgáfu.Ef þú sendir ekki yfirlýsingu að minnsta kosti einu sinni, mun það tæknilega leyfa notkun á myndunum þínum sem og upplýsingum í uppfærslu prófíslkrárinnar.Ekki deila. Afritað og líma úr eigin síðu“ Facebook Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Rússar reyna að fela spor sín betur í kosningunum vestanhafs Útsendarar Rússa eru sagðir leggja minni áherslu á tilbúning að þessu sinni en reyna þess í stað að magna upp áróður innlendra öfgahreyfinga á netinu. 6. nóvember 2018 08:06 Facebook enn og aftur á hælunum Forsvarsmenn Facebook segjast ekki hafa reynt að afvegaleiða almenning í tengslum við áróðursherferð Rússa á samfélagsmiðli fyrirtækisins í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2016. 15. nóvember 2018 15:30 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Titringur á Alþingi Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Fleiri fréttir Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Sjá meira
Fjölmargir Íslendingar hafa birt yfirlýsingu á Facebook-síðum sínum undanfarinn sólarhring þess efnis að Facebook hafi ekki leyfi til þess að nota myndir, skilaboð og annað hugverk sem þeir hafi sett inn á Facebook og birt opinberlega. Slík einhliða yfirlýsing hefur ekkert lagalegt gildi að því er fram kemur í umfjöllun erlendra miðla um samhljóða færslur sem skjóta reglulega upp kollinum. Færslurnar eru fjölmargar og flestar samhljóða. Í færslunum er varað við yfirvofandi breytingum hjá Facebook sem geri það að verkum að frá og með morgundeginum muni allt sem notendur Facebook hafa skrifað eða hlaðið upp á vef samfélagsmiðilsins verða gert opinbert. Þá er því haldið fram að ef notendur birti ekki álíka yfirlýsingu og um ræðir geri Facebook ráð fyrir því að viðkomandi heimili notkun á myndum, skilaboðum og færslum, hver og einn notandi þurfi því að birta slíka yfirlýsingu sé hann mótfallinn því að Facebook noti myndir og skilaboð notandans.Illa þýtt úr ensku Ef rýnt er í texta færslnanna má glögglega sjá að þær eru frekar klaufalega þýddar úr ensku. Sem dæmi um það hefjast þær flestar á orðunum „Betra að vera öruggur en hryggur“ sem gera má ráð fyrir að sé þýðing á enska orðatiltækinu „better safe than sorry.“Færslurnar eru flestar samhljóða færslu sem fjallað var um áSnopes.comen vefurinn sérhæfir sig í því að kanna sannleiksgildi fullyrðinga sem fá byr undir báða vængi á internetinu. Eru færslurnar raktar aftur til ársins 2012 og í umfjöllun vefsins kemur fram að ekkert bendi til þess að Facebook hafi í hyggju að gera allt það sem notendur samfélagsmiðilsins hafi sett inn á Facebook opinbert.Zuckerberg og aðrir stjórnendur Facebook hafa lofað bót og betrun í meðhöndlun persónuupplýsinga notenda. Enn virðist langt í land þar.Vísir/EPANotendur þurfa að gefa leyfi á notkun Facebook á hugverki við skráningu Í umfjöllun Snopes er einnig fjallað um þann hluta færslunnar sem felur í sér að notendur afturkalli leyfi Facebook til þess að nota umrætt efni. Í umfjölluninni kemur fram að slík einhliða yfirlýsing hafi ekkert lagalegt gildi því notendur Facebook hafi, við skráningu, gefið Facebook leyfi, til þess að nota það hugverk sem notendur hlaða upp á Facebook og birta opinberlega, jafn vel þótt að viðkomandi notandi eigi höfundarréttinn að efninu sem um ræðir, líkt og kom fram í umfjöllun Guardian um samhljóða færslur árið 2016. Þannig er það því skilyrði fyrir notkun á Facebook að notendur veiti Facebook slíkt leyfi. Samþykki notendur ekki skilmála Facebook við skráningu er ekki hægt að skrá sig á Facebook. Snopes og Guardian benda bæði á að ekki sé hægt að afturkalla það samþykki með einhliða yfirlýsingu á borð við þær sem íslenskir notendur Facebook hafa birt að undanförnu. Hins vegar sé hægt að afturkalla leyfið með því að eyða viðkomandi hugverki, svo lengi sem það sé ekki í birtingu einhvers staðar annars staðar á Facebook. Þá bendir fyrirtækið sjálft á að notendur geti stýrt því hvernig efni sem þeir setja á samfélagsmiðilinn sé deilt með öðrum og að óumdeilt sé að notendur sjálfir eigi það efni sem þeir setji inn á vefinn. Í umfjöllun Snopes er einnig bent á nokkrar leiðir hafi notendur Facebook áhyggjur af því að fyrirtækið sé að nota efni þeirra hafa þeir nokkra aðra kosti í stöðunni.Í fyrsta lagi er hægt að sleppa því að vera með Facebook-síðu, í öðru lagi að semja beint við Facebook um að breyta heimild fyrirtækisins til þess að nota efnið, í þriðja lagi er hægt þrýsta á fyrirtækið að breyta stefnu sinni og í fjórða og síðasta lagi er hægt að eyða Facebook-reikningnum.Facebook hefur verið í brennidepli undanfarið ár eða svo vegna fjölmargra mála þar sem komið hefur í ljós að fyrirtækið hafi deilt upplýsingum umnotendur samfélagsmiðilsins með stórfyrirtækjum sem og öðrum fyrirbærum.UmfjöllunSnopes, Guardian, Telegraph og CBS News um Facebook-færslurnar og hér að neðan má sjá dæmi um færslu sem birt hefur verið undanfarinn sólarhring.Dæmi um færslu„Betra að vera öruggur en hryggur. Lögfræðingur ráðleggur okkur að birta þetta. Gott nóg fyrir mig. Brot gegn einkalífinu getur verið refsað með lögum. ATH: Facebook er nú opinber stofnun. Allir meðlimir verða að birta slíka athugasemd. Ef þú sendir ekki yfirlýsingu að minnsta kosti einu sinni er gert ráð fyrir því að þú leyfir notkun mynda og upplýsinga í uppfærslu á próflinn þinn. Ég lýsi því hér með að ég gefi ekki leyfi.Afritað og sendu aftur.Skipun á morgun !!! Allt sem þú hefur einhvern tíma skrifað verður opinberlega frá á morgun. Jafnvel eytt skilaboð eða myndir eru ekki leyfðar.Einföld afrit og líma kostar ekkert, betra en öruggur.Channel 13 News talaði um að breyta persónuverndarstefnu Facebook.Ég gef ekki Facebook eða einhverjum sem tengist Facebook leyfi til að nota myndirnar mínar, upplýsingar, skilaboð eða innlegg, bæði í fortíðinni og í framtíðinni. Með þessari yfirlýsingu gef ég Facebook skilaboð. Það er stranglega bannað að birta, afrita, dreifa eða á annan hátt grípa til aðgerða gegn mér miðað við þetta snið og / eða innihald hennar. Innihald þessa sniðs er trúnaðarmál og trúnaðarmál. Brot gegn einkalífinu getur verið refsað með lögum (UCC 1-308-1 308-103 og Rom Statute).ATH: Facebook er nú opinber stofnun. Allir meðlimir verða að birta slíka athugasemd.Ef þú vilt geturðu afritað og límt þessa útgáfu.Ef þú sendir ekki yfirlýsingu að minnsta kosti einu sinni, mun það tæknilega leyfa notkun á myndunum þínum sem og upplýsingum í uppfærslu prófíslkrárinnar.Ekki deila. Afritað og líma úr eigin síðu“
Facebook Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Rússar reyna að fela spor sín betur í kosningunum vestanhafs Útsendarar Rússa eru sagðir leggja minni áherslu á tilbúning að þessu sinni en reyna þess í stað að magna upp áróður innlendra öfgahreyfinga á netinu. 6. nóvember 2018 08:06 Facebook enn og aftur á hælunum Forsvarsmenn Facebook segjast ekki hafa reynt að afvegaleiða almenning í tengslum við áróðursherferð Rússa á samfélagsmiðli fyrirtækisins í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2016. 15. nóvember 2018 15:30 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Titringur á Alþingi Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Fleiri fréttir Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Sjá meira
Rússar reyna að fela spor sín betur í kosningunum vestanhafs Útsendarar Rússa eru sagðir leggja minni áherslu á tilbúning að þessu sinni en reyna þess í stað að magna upp áróður innlendra öfgahreyfinga á netinu. 6. nóvember 2018 08:06
Facebook enn og aftur á hælunum Forsvarsmenn Facebook segjast ekki hafa reynt að afvegaleiða almenning í tengslum við áróðursherferð Rússa á samfélagsmiðli fyrirtækisins í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2016. 15. nóvember 2018 15:30