Kúabændur byggja og byggja Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. janúar 2019 13:47 Afurðir hafa aukist síðustu árin þrátt fyrir fækkun kúabænda. Vísir/Magnús Hlynur Framkvæmdagleði ríkir hjá kúabændum landsins um þessar mundir því víða má sjá byggingakrana á sveitabæjum þar sem verið er að byggja ný fjós, ekki síst á Suðurlandi. Bændur eru einnig að byggja við eldri fjós. Á sama tíma fækkar kúabændum í landinu en afurðir aukast því kýrnar eru að mjólka miklu meira en þær gerðu til að mynda fyrir tuttugu árum síðan. Í dag eru tæplega sex hundruð kúabú í landinu. Margrét Gísladóttir framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda er ánægð með hvað kúabændur eru duglegir að byggja. „Já, það hefur verið töluverð framkvæmdagleði í kúabændum sem er mjög vel. Við sjáum það að það er mikill metnaður að uppfylla nýjar aðbúnaðarreglugerðir, við sáum það núna í byrjun árs að í fyrsta sinn eru lausagöngufjós, það er að segja fjós þar sem kýrnar ganga frjálsar um. Þau eru orðin fleiri heldur en hin hefðbundnu básafjós,“ segir Margrét. „Við erum að sjá að Íslendingar eiga heimsmet í mjólk sem kemur frá mjaltaþjónum svokölluðum, róbotum sem sjá um að mjólka og kýrnar fara sjálfar þegar þær vilja vera mjólkaðar svo þær geta ráðið því sjálfar.“ Fjós hafa stækkað mikið á síðustu árum, þau stærstu eru með yfir tvö hundruð kýr. Margrét segir slík fjós þó ekki flokkast sem verksmiðjufjós. „Það er ekki nema þrjú til fjögur fjós á Íslandi sem eru svona stór. Þá erum við að tala um að það eru 200 til 240 mjólkandi kýr. Þau eru ekki stærri en það og þau eru í rauninni langstærst. Meðal bústærðin er um 47 kýr í dag á Íslandi,“ segir Margrét Gísladóttir framkvæmdarstjóri Landssambands kúabænda. Landbúnaður Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Erlent Fleiri fréttir Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Sjá meira
Framkvæmdagleði ríkir hjá kúabændum landsins um þessar mundir því víða má sjá byggingakrana á sveitabæjum þar sem verið er að byggja ný fjós, ekki síst á Suðurlandi. Bændur eru einnig að byggja við eldri fjós. Á sama tíma fækkar kúabændum í landinu en afurðir aukast því kýrnar eru að mjólka miklu meira en þær gerðu til að mynda fyrir tuttugu árum síðan. Í dag eru tæplega sex hundruð kúabú í landinu. Margrét Gísladóttir framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda er ánægð með hvað kúabændur eru duglegir að byggja. „Já, það hefur verið töluverð framkvæmdagleði í kúabændum sem er mjög vel. Við sjáum það að það er mikill metnaður að uppfylla nýjar aðbúnaðarreglugerðir, við sáum það núna í byrjun árs að í fyrsta sinn eru lausagöngufjós, það er að segja fjós þar sem kýrnar ganga frjálsar um. Þau eru orðin fleiri heldur en hin hefðbundnu básafjós,“ segir Margrét. „Við erum að sjá að Íslendingar eiga heimsmet í mjólk sem kemur frá mjaltaþjónum svokölluðum, róbotum sem sjá um að mjólka og kýrnar fara sjálfar þegar þær vilja vera mjólkaðar svo þær geta ráðið því sjálfar.“ Fjós hafa stækkað mikið á síðustu árum, þau stærstu eru með yfir tvö hundruð kýr. Margrét segir slík fjós þó ekki flokkast sem verksmiðjufjós. „Það er ekki nema þrjú til fjögur fjós á Íslandi sem eru svona stór. Þá erum við að tala um að það eru 200 til 240 mjólkandi kýr. Þau eru ekki stærri en það og þau eru í rauninni langstærst. Meðal bústærðin er um 47 kýr í dag á Íslandi,“ segir Margrét Gísladóttir framkvæmdarstjóri Landssambands kúabænda.
Landbúnaður Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Erlent Fleiri fréttir Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Sjá meira