Lífið

Jón Gnarr rifjaði upp gamla takta í símaati í FM95BLÖ

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jón Gnarr fór á kostum á FM957.
Jón Gnarr fór á kostum á FM957. Vísir/Stefán
Leikarinn og grínistinn Jón Gnarr var gestur hjá þeim FM95BLÖ bræðrum á FM957 á föstudaginn og hringdi hann í þrígang út og gerði símaat.

Jón hefur í gegnum árin hringt spaugileg símtöl í útvarpsþættinum Tvíhöfði og er hann því í góðri æfingu.

Í fyrsta símaatinu hringdi Jón í bakarí út í bæ og fíflaðist í þeim. Þá hringdi hann sem kona og bað um nautakjöt en viðurkenndi hrekkinn eftir aðeins nokkra sekúndur. Týpískur hrekkur sem Jón gerði svo oft á sínum tíma.

Hér að neðan má heyra fyrsta símaatið.

Í öðru símaatinu hringdi Jón í Jarðböðin við Mývatn og sagðist hann hafa gleymt sundbuxunum sínum.

Hér að neðan má heyra það símaat en hann fór einnig í leikinn giftast, sofa, drepa sem einnig má heyra í þessari klippu.

Að lokum hringdi Jón í Hreyfil Bæjarleiðir og endaði símaötin með stæl eins og heyra má.

Hér að neðan má síðan hlusta á þáttinn í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.