Lífið

Manuela Ósk svarar fyrir gagnrýni vegna ósættis við fylgjendur sína

Sylvía Hall skrifar
Manuela er ekki sátt við hversu fáir fylgjendur hennar  „like-a“ myndirnar hennar.
Manuela er ekki sátt við hversu fáir fylgjendur hennar „like-a“ myndirnar hennar. Vísir/Stefán
Samfélagsmiðladrottningin Manuela Ósk vakti athygli á því í gær hversu fá „like“ hún fær á færslur sínar miðað við fylgjendafjölda og skoðanir. Hún segir tölurnar engan veginn stemma. 

Skjáskot
„Ef ég er til í að fylgja þér, þá mun ég „like-a“ myndirnar þínar. Fylgjendur eiga ekki bara að vera fylgjendur, þeir ættu að vera stuðningsmenn,“ skrifaði Manuela í Instagram-sögu sína í gær. Hún gladdist þó yfir því að hafa fengið nærri 1.100 „like“ á eina mynd hjá sér.

Því næst birti hún mynd þar sem hún sýnir tölfræði yfir hversu mörg „like“ hún hafi fengið á aðra mynd samanborið við hversu margir hefðu séð hana. „Þetta er svo shitty,“ skrifaði hún við tölfræðina.

Skjáskot
Þessar færslur Manuelu vöktu mikla athygli og var meðal annars skrifað um þær á vef Nútímans, DV og Fréttablaðsins. Viðbrögð marga voru heldur óvægin og gagnrýndu Manuelu fyrir færslurnar sem og settu út á hana persónulega.

Í dag svaraði hún gagnrýninni þar sem hún sagði „ótrúlegt“ að lesa slík ummæli frá fullorðnum einstaklingum. Hún hafi ekki beðið um að fjölmiðlar fjölluðu um færslur hennar og hún hafi einungis viljað eiga þetta „spjall“ við fylgjendur sína.

Skjáskot
„Hvar er kærleikurinn og virðingin? Mér er sama hvað fólki finnst um mig (virkilega) en að finna sig knúið að eyða tíma úr degi sínum og setjast við tölvu til að lítillækka manneskju sem þú þekkir ekki neitt [finnst mér] ekki smart,“ skrifaði Manuela

Skjáskot





Fleiri fréttir

Sjá meira


×