Samsung sér fram á hagnaðarhrun Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. janúar 2019 10:28 Galaxy-snjallsímarnir eru meðal flaggskipa Samsung. Hvers kyns flögur og kubbar í snjallsíma hafa malað fyrirtækinu gull á undanförnum árum. Getty/SOPA Dvínandi eftirspurn og hörð samkeppni eru sagðar ástæður þess að tæknirisinn Samsung taldi sig tilneyddan til að senda frá sér afkomuviðvörun í gær. Í fyrsta sinn í tvö ár sér fyrirtækið fram á það að ársfjórðungshagnaður dragist saman. Samsung áætlar að hagnaður síðasta fjórðungs ársins 2018 sé næstum 30 prósentum minni en á sama tímabili árið áður. Suður-Kóreski raftækjaframleiðandinn skilaði um 10,8 þúsund milljarða wona hagnaði, sem nemur um 1200 milljörðum króna, á umræddum ársfjórðungi. Er það töluvert undir væntingum greinenda, sem spáð höfðu hagnaði hjá Samsung upp á um 13,5 þúsund milljarða wona. Í yfirlýsingu fyrirtækisins segir að búast megi við því að yfirstandandi ársfjórðungur verði einnig lakari en sama tímabil í fyrra. Dregið hafi úr eftirspurn eftir íhlutum í síma, eins og minnisflögum, sem hafa malað fyrirtækinu gull á undanförnum árum og orðið til þess að Samsung hefur skilað gríðarlegum hagnaði síðustu misseri. Þá bæti hörð samkeppni ekki úr skák, þá ekki síst frá kínverskum fjarskiptarisum. Að sama skapi hafi eftirspurn eftir Samsung-vörum í Kína, fjölmennasta ríki heims, dregist saman. Kveður þar við sama tón og í afkomuviðvörun sem einn helsti keppinautur Samsung, Apple, sendi frá sér á dögunum. Samsung segir af þesssum sökum að gera megi ráð fyrir því að tekjur félagsins á yfirstandandi ársfjórðungi gætu dregist saman um allt að 11 prósent. Samsung er með um 20 prósent farsímamarkaðarins í heiminum en Huawei, kínverska fjarskiptafyrirtækið, er farið að anda duglega ofan í hálsmálið á þeim suður-kóresku. Samsung Tengdar fréttir Ekkert heyrnartólatengi á nýjasta síma Samsung Aðdáendur Apple ráða sér vart af kæti. 11. desember 2018 10:04 Stálu tækni frá Samsung Tækninni sem Samsung þróaði og nýtir í væntanlegan síma sinn til þess að hægt sé að brjóta hann sundur og saman hefur verið stolið og hún seld til tveggja kínverskra fyrirtækja. 1. desember 2018 09:30 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
Dvínandi eftirspurn og hörð samkeppni eru sagðar ástæður þess að tæknirisinn Samsung taldi sig tilneyddan til að senda frá sér afkomuviðvörun í gær. Í fyrsta sinn í tvö ár sér fyrirtækið fram á það að ársfjórðungshagnaður dragist saman. Samsung áætlar að hagnaður síðasta fjórðungs ársins 2018 sé næstum 30 prósentum minni en á sama tímabili árið áður. Suður-Kóreski raftækjaframleiðandinn skilaði um 10,8 þúsund milljarða wona hagnaði, sem nemur um 1200 milljörðum króna, á umræddum ársfjórðungi. Er það töluvert undir væntingum greinenda, sem spáð höfðu hagnaði hjá Samsung upp á um 13,5 þúsund milljarða wona. Í yfirlýsingu fyrirtækisins segir að búast megi við því að yfirstandandi ársfjórðungur verði einnig lakari en sama tímabil í fyrra. Dregið hafi úr eftirspurn eftir íhlutum í síma, eins og minnisflögum, sem hafa malað fyrirtækinu gull á undanförnum árum og orðið til þess að Samsung hefur skilað gríðarlegum hagnaði síðustu misseri. Þá bæti hörð samkeppni ekki úr skák, þá ekki síst frá kínverskum fjarskiptarisum. Að sama skapi hafi eftirspurn eftir Samsung-vörum í Kína, fjölmennasta ríki heims, dregist saman. Kveður þar við sama tón og í afkomuviðvörun sem einn helsti keppinautur Samsung, Apple, sendi frá sér á dögunum. Samsung segir af þesssum sökum að gera megi ráð fyrir því að tekjur félagsins á yfirstandandi ársfjórðungi gætu dregist saman um allt að 11 prósent. Samsung er með um 20 prósent farsímamarkaðarins í heiminum en Huawei, kínverska fjarskiptafyrirtækið, er farið að anda duglega ofan í hálsmálið á þeim suður-kóresku.
Samsung Tengdar fréttir Ekkert heyrnartólatengi á nýjasta síma Samsung Aðdáendur Apple ráða sér vart af kæti. 11. desember 2018 10:04 Stálu tækni frá Samsung Tækninni sem Samsung þróaði og nýtir í væntanlegan síma sinn til þess að hægt sé að brjóta hann sundur og saman hefur verið stolið og hún seld til tveggja kínverskra fyrirtækja. 1. desember 2018 09:30 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
Ekkert heyrnartólatengi á nýjasta síma Samsung Aðdáendur Apple ráða sér vart af kæti. 11. desember 2018 10:04
Stálu tækni frá Samsung Tækninni sem Samsung þróaði og nýtir í væntanlegan síma sinn til þess að hægt sé að brjóta hann sundur og saman hefur verið stolið og hún seld til tveggja kínverskra fyrirtækja. 1. desember 2018 09:30