Guðmundur: Erum að velja sterkasta liðið og það hefur ekkert með aldur að gera Anton Ingi Leifsson skrifar 8. janúar 2019 19:30 Guðmundur ræðir við Stöð 2 í dag. vísir/skjáskot Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, segir að það hafi verið reiðarslag að fá þær fréttir að Guðjón Valur Sigurðsson geti ekki leitt Ísland á HM en segir að það sé lán í óláni að þessi meiðsli hafi komið upp í vinstra horninu. Guðmundur valdi í dag sautján manna hóp sem fer út á HM en fyrsti leikurinn á mótinu er gegn Króötum á föstudaginn. „Það er búið að ganga á ýmsu síðasta sólahring. Það eru gríðarlegar breytingar búnar að eiga sér stað á stuttum tíma,“ sagði Guðmundur í samtali við Vísi og Stöð 2 eftir fundinn. „Við töldum að Guðjón Valur væri í lagi og hann var búinn að fara í læknisskoðun í gær. Það sást ekkert alvarleg og hann hringdi í mig í gær að hann væri á fullu áfram og væri góður.“ „Svo bara varð það ekki reyndin, því miður. Þetta tók sig upp á æfingu áðan og það er ekkert annað hægt að gera en að hann taki sína pásu og fái meðhöndlun. Það sama getum við sagt um Aron Rafn Eðvarðsson,“ en Aron er að glíma við meiðsli í nára sem geta haldið honum í lengri tíma fari hann á HM og meiðslin gera sig upp á ný. Janus Daði Smárason og Rúnar Kárason eru ekki í sautján manna hópnum en Guðmundur segir að hann hafi ekki verið að velja bara yngri leikmenn, heldur einfaldlega besta liðið í dag. „Nei, ég myndi ekki segja það. Við erum að velja sterkasta liðið og það hefur ekkert með aldur að gera. Rúnar hefur átt við erfiðleika að etja með kálfann í langan tíma og lítið spilað með sínu félagsliði.“ „Við vorum að vonast til þess að hann myndi komast betur í gang en sáum það ekki gerast og tókum því þessa ákvörðun,“ en hvaða þýðingu hefur það að missa eins reynslumiklan mann og Guðjón Val út er svo stutt er í mótið? „Það verður að koma í ljós. Það er mikil blóðtaka og þetta var mikið áfall fyrir hópinn að upplifa þetta en ef það er einhver staða sem við erum vel mannaðir þá er það vinstra hornið. Það er bót í máli en auðvitað er hann leiðtogi liðsins og gífurlega mikilvægur. Einn besti hornamaður heims.“ Guðmundur segir að markmið liðsins hafi ekki breyst, það er að segja að stefnan sé enn klárlega að fara upp úr irðlinum. „Ég held að öll liðin sem taka þátt í mótinu vilji komast upp úr riðlinum. Það er eðlilegt markmið en það er hins vegar erfitt að segja hver staðan á liðinu er núna. Við þurfum að vinna okkur út úr þessu og taka einn leik í einu. Svo sjáum við hvar við stöndum gegn þessum frábæru liðum í fyrstu tveimur leikjunum og taka næsta skref eftir það.“ „Nei, ég hef engar áhyggjur af því. Ég er aðallega að hugsa um að undirbúa liðið sem best. Við trúum á sjálfa okkur og hvernig við höfum verið að undirbúa okkur. Undirbúningurinn hefur verið erfiður en vð trúum á okkur sjálfa og ætlum að stríða þessum liðum.“ Ísland keppti á æfingamóti í Noregi um helgina og vann þar sigur gegn Brasilíu og Hollandi en tapaði gegn heimamönnum. Guðmundur var ágætlega sáttur við afrakstur helgarinnar. „Mér finnst við hafa náð ágætum stöðugleika varnarlega. Við glímdum við nokkur vandamál á köflum í öllum leikjunum en vitum hvað það var og auðvelt að laga það. Ég er sáttur með varnarleikinn en hraðaupphlaupin voru misgóð. Við þurfum að bæta þau.“ „Sóknarleikurinn var mjög ólíkur frá leik til leiks. Það voru svo mismunandi varnir sem við mættum sem var góð æfing fyrir okkur. Það voru góðir kaflar þar en annað sem við erum að vinna með fram á síðustu æfingu. Ég var ekkert óánægður með frammistöðuna í Noregi. Við spiluðum á köflum vel.“ Viðtali við Guðmund má sjá í heild sinni hér að ofan í fréttinni. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Bakslag hjá Guðjóni Val á æfingu í dag og HM úr sögunni: „Mikil blóðtaka fyrir okkur“ Íslenska handboltalandsliðið er á leiðinni á sitt fyrsta stórmót án Guðjón Vals Sigurðssonar síðan að liðið fór á HM í Kumamoto árið 1997. Guðjón Valur átti að fara á HM en það kom í ljós í dag að hann er ekki leikfær. 8. janúar 2019 15:20 Þrír sem voru ekki í 20 manna hópnum fara allir á HM eftir allt saman Þegar þeir héldu upp á jólin fyrir aðeins rúmum tveimur vikum þá voru Ágúst Elí Björgvinsson, Bjarki Már Elísson og Teitur Örn Einarsson ekkert á leiðinni á HM í Þýskalandi. Það hefur aftur á móti margt breyst á mjög stuttum tíma. 8. janúar 2019 15:38 Svona var HM-hópur Íslands kynntur Strákarnir okkar halda áleiðis til Þýskalands á morgun til þess að spila á HM. Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag hverjir verða með í för. 8. janúar 2019 15:30 Selfyssingar fullir af stolti: Eiga fimm menn í HM-hópnum Selfoss hefur skilað mörgum öflugum handboltamönnum upp í íslenska landsliðið á síðustu misserum. 8. janúar 2019 16:05 Guðmundur fer með 17 á HM: Guðjón Valur ekki með og Haukur verður sautjándi maður Guðmundur Guðmundsson kom mikið á óvart með vali sínu á HM-hópnum en stærstu fréttirnar eru að Guðjón Valur Sigurðsson er meiddur og missir af fyrsta stórmótinu síðan á síðustu öld. 8. janúar 2019 15:15 Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, segir að það hafi verið reiðarslag að fá þær fréttir að Guðjón Valur Sigurðsson geti ekki leitt Ísland á HM en segir að það sé lán í óláni að þessi meiðsli hafi komið upp í vinstra horninu. Guðmundur valdi í dag sautján manna hóp sem fer út á HM en fyrsti leikurinn á mótinu er gegn Króötum á föstudaginn. „Það er búið að ganga á ýmsu síðasta sólahring. Það eru gríðarlegar breytingar búnar að eiga sér stað á stuttum tíma,“ sagði Guðmundur í samtali við Vísi og Stöð 2 eftir fundinn. „Við töldum að Guðjón Valur væri í lagi og hann var búinn að fara í læknisskoðun í gær. Það sást ekkert alvarleg og hann hringdi í mig í gær að hann væri á fullu áfram og væri góður.“ „Svo bara varð það ekki reyndin, því miður. Þetta tók sig upp á æfingu áðan og það er ekkert annað hægt að gera en að hann taki sína pásu og fái meðhöndlun. Það sama getum við sagt um Aron Rafn Eðvarðsson,“ en Aron er að glíma við meiðsli í nára sem geta haldið honum í lengri tíma fari hann á HM og meiðslin gera sig upp á ný. Janus Daði Smárason og Rúnar Kárason eru ekki í sautján manna hópnum en Guðmundur segir að hann hafi ekki verið að velja bara yngri leikmenn, heldur einfaldlega besta liðið í dag. „Nei, ég myndi ekki segja það. Við erum að velja sterkasta liðið og það hefur ekkert með aldur að gera. Rúnar hefur átt við erfiðleika að etja með kálfann í langan tíma og lítið spilað með sínu félagsliði.“ „Við vorum að vonast til þess að hann myndi komast betur í gang en sáum það ekki gerast og tókum því þessa ákvörðun,“ en hvaða þýðingu hefur það að missa eins reynslumiklan mann og Guðjón Val út er svo stutt er í mótið? „Það verður að koma í ljós. Það er mikil blóðtaka og þetta var mikið áfall fyrir hópinn að upplifa þetta en ef það er einhver staða sem við erum vel mannaðir þá er það vinstra hornið. Það er bót í máli en auðvitað er hann leiðtogi liðsins og gífurlega mikilvægur. Einn besti hornamaður heims.“ Guðmundur segir að markmið liðsins hafi ekki breyst, það er að segja að stefnan sé enn klárlega að fara upp úr irðlinum. „Ég held að öll liðin sem taka þátt í mótinu vilji komast upp úr riðlinum. Það er eðlilegt markmið en það er hins vegar erfitt að segja hver staðan á liðinu er núna. Við þurfum að vinna okkur út úr þessu og taka einn leik í einu. Svo sjáum við hvar við stöndum gegn þessum frábæru liðum í fyrstu tveimur leikjunum og taka næsta skref eftir það.“ „Nei, ég hef engar áhyggjur af því. Ég er aðallega að hugsa um að undirbúa liðið sem best. Við trúum á sjálfa okkur og hvernig við höfum verið að undirbúa okkur. Undirbúningurinn hefur verið erfiður en vð trúum á okkur sjálfa og ætlum að stríða þessum liðum.“ Ísland keppti á æfingamóti í Noregi um helgina og vann þar sigur gegn Brasilíu og Hollandi en tapaði gegn heimamönnum. Guðmundur var ágætlega sáttur við afrakstur helgarinnar. „Mér finnst við hafa náð ágætum stöðugleika varnarlega. Við glímdum við nokkur vandamál á köflum í öllum leikjunum en vitum hvað það var og auðvelt að laga það. Ég er sáttur með varnarleikinn en hraðaupphlaupin voru misgóð. Við þurfum að bæta þau.“ „Sóknarleikurinn var mjög ólíkur frá leik til leiks. Það voru svo mismunandi varnir sem við mættum sem var góð æfing fyrir okkur. Það voru góðir kaflar þar en annað sem við erum að vinna með fram á síðustu æfingu. Ég var ekkert óánægður með frammistöðuna í Noregi. Við spiluðum á köflum vel.“ Viðtali við Guðmund má sjá í heild sinni hér að ofan í fréttinni.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Bakslag hjá Guðjóni Val á æfingu í dag og HM úr sögunni: „Mikil blóðtaka fyrir okkur“ Íslenska handboltalandsliðið er á leiðinni á sitt fyrsta stórmót án Guðjón Vals Sigurðssonar síðan að liðið fór á HM í Kumamoto árið 1997. Guðjón Valur átti að fara á HM en það kom í ljós í dag að hann er ekki leikfær. 8. janúar 2019 15:20 Þrír sem voru ekki í 20 manna hópnum fara allir á HM eftir allt saman Þegar þeir héldu upp á jólin fyrir aðeins rúmum tveimur vikum þá voru Ágúst Elí Björgvinsson, Bjarki Már Elísson og Teitur Örn Einarsson ekkert á leiðinni á HM í Þýskalandi. Það hefur aftur á móti margt breyst á mjög stuttum tíma. 8. janúar 2019 15:38 Svona var HM-hópur Íslands kynntur Strákarnir okkar halda áleiðis til Þýskalands á morgun til þess að spila á HM. Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag hverjir verða með í för. 8. janúar 2019 15:30 Selfyssingar fullir af stolti: Eiga fimm menn í HM-hópnum Selfoss hefur skilað mörgum öflugum handboltamönnum upp í íslenska landsliðið á síðustu misserum. 8. janúar 2019 16:05 Guðmundur fer með 17 á HM: Guðjón Valur ekki með og Haukur verður sautjándi maður Guðmundur Guðmundsson kom mikið á óvart með vali sínu á HM-hópnum en stærstu fréttirnar eru að Guðjón Valur Sigurðsson er meiddur og missir af fyrsta stórmótinu síðan á síðustu öld. 8. janúar 2019 15:15 Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira
Bakslag hjá Guðjóni Val á æfingu í dag og HM úr sögunni: „Mikil blóðtaka fyrir okkur“ Íslenska handboltalandsliðið er á leiðinni á sitt fyrsta stórmót án Guðjón Vals Sigurðssonar síðan að liðið fór á HM í Kumamoto árið 1997. Guðjón Valur átti að fara á HM en það kom í ljós í dag að hann er ekki leikfær. 8. janúar 2019 15:20
Þrír sem voru ekki í 20 manna hópnum fara allir á HM eftir allt saman Þegar þeir héldu upp á jólin fyrir aðeins rúmum tveimur vikum þá voru Ágúst Elí Björgvinsson, Bjarki Már Elísson og Teitur Örn Einarsson ekkert á leiðinni á HM í Þýskalandi. Það hefur aftur á móti margt breyst á mjög stuttum tíma. 8. janúar 2019 15:38
Svona var HM-hópur Íslands kynntur Strákarnir okkar halda áleiðis til Þýskalands á morgun til þess að spila á HM. Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag hverjir verða með í för. 8. janúar 2019 15:30
Selfyssingar fullir af stolti: Eiga fimm menn í HM-hópnum Selfoss hefur skilað mörgum öflugum handboltamönnum upp í íslenska landsliðið á síðustu misserum. 8. janúar 2019 16:05
Guðmundur fer með 17 á HM: Guðjón Valur ekki með og Haukur verður sautjándi maður Guðmundur Guðmundsson kom mikið á óvart með vali sínu á HM-hópnum en stærstu fréttirnar eru að Guðjón Valur Sigurðsson er meiddur og missir af fyrsta stórmótinu síðan á síðustu öld. 8. janúar 2019 15:15