Eldisfyrirtæki klagar prest til kirkjunnar Sigurður Mikael Jónsson skrifar 9. janúar 2019 07:00 Guðmundur Gíslason, forsvarsmaður Fiskeldis Austfjarða, sem kvartaði undan sóknarprestinum til þjóðkirkjunnar vildi ekki tjá sig um málið. Forsvarsmenn Fiskeldis Austfjarða hf. hafa sent þjóðkirkjunni kvörtun vegna framgöngu Gunnlaugs Stefánssonar, sóknarprests og ábúanda í Heydölum. Gunnlaugur hefur haft sig mikið í frammi í baráttunni gegn sjókvíaeldi á Austfjörðum, meðal annars sem formaður Veiðifélags Breiðdæla. En hann á einnig hagsmuna að gæta sem sóknarprestur sem nýtur hlunninda af prestsjörðinni Heydölum. Hagsmuna af veiði á villtum laxi á svæðinu sem hann hefur lýst yfir opinberlega að hann telji sjókvíaeldi stofna í voða.Gunnlaugur Stefánsson sóknarprestur í Heydölum.Prestssetrinu í Heydölum fylgja nefnilega væn hlunnindi sem renna beint í vasa sóknarprests. Bæði af æðardúni og veiði í Breiðdalsá. Samkvæmt fasteignaskrá er hlutur Heydala í Breiðdalsá rúm 16 prósent og metinn á rúmar 4,7 milljónir króna samanborið við 13,4 milljóna matsverð á æðarvarpinu. Guðmundur Gíslason, forsvarsmaður Fiskeldis Austfjarða, vildi ekkert tjá sig um kvörtunina þegar eftir því var leitað. Erindi fyrirtækisins var tekið fyrir á fundi kirkjuráðs þjóðkirkjunnar í síðasta mánuði. Í fundargerð fundarins segir: „Kirkjuráð samþykkti að fela fjármálahópi kirkjuráðs að óska eftir því við ábúandann, sóknarprestinn í Heydölum, að hann komi á næsta fund fjármálahópsins til að ræða um málefni prestssetursjarðarinnar Heydala.“ Málið virðist á viðkvæmu stigi því Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs, vildi heldur ekki tjá sig um kvörtunina á hendur sóknarprestinum fyrir austan. Segir Oddur að málið sé í ákveðnu ferli eins og komi fram í fundargerðinni og meðan það sé í vinnslu verði fjölmiðlum ekki veittur aðgangur að gögnum málsins heldur. Sem dæmi um hitann í eldisdeilunum fyrir austan má nefna að aðalfundur Veiðifélags Breiðdæla, sem Gunnlaugur veitir formennsku, sendi síðastliðið sumar frá sér harðorða bókun þar sem laxeldi í opnum sjókvíum við strendur Íslands var harðlega mótmælt. Meðal ummæla sem þar féllu voru að Íslendingar væru að „láta norska eldisrisa hafa sig að féþúfu“ og eldisiðja Fiskeldis Austfjarða í Berufirði væri „lögleysa, og trúverðugleiki stofnana, sem ábyrgð bera á útgáfu leyfa og eftirliti, er í molum og geta þær því tæpast talist marktækar“. Ekki náðist í Gunnlaug Stefánsson í gær, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Þjóðkirkjan Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Sjá meira
Forsvarsmenn Fiskeldis Austfjarða hf. hafa sent þjóðkirkjunni kvörtun vegna framgöngu Gunnlaugs Stefánssonar, sóknarprests og ábúanda í Heydölum. Gunnlaugur hefur haft sig mikið í frammi í baráttunni gegn sjókvíaeldi á Austfjörðum, meðal annars sem formaður Veiðifélags Breiðdæla. En hann á einnig hagsmuna að gæta sem sóknarprestur sem nýtur hlunninda af prestsjörðinni Heydölum. Hagsmuna af veiði á villtum laxi á svæðinu sem hann hefur lýst yfir opinberlega að hann telji sjókvíaeldi stofna í voða.Gunnlaugur Stefánsson sóknarprestur í Heydölum.Prestssetrinu í Heydölum fylgja nefnilega væn hlunnindi sem renna beint í vasa sóknarprests. Bæði af æðardúni og veiði í Breiðdalsá. Samkvæmt fasteignaskrá er hlutur Heydala í Breiðdalsá rúm 16 prósent og metinn á rúmar 4,7 milljónir króna samanborið við 13,4 milljóna matsverð á æðarvarpinu. Guðmundur Gíslason, forsvarsmaður Fiskeldis Austfjarða, vildi ekkert tjá sig um kvörtunina þegar eftir því var leitað. Erindi fyrirtækisins var tekið fyrir á fundi kirkjuráðs þjóðkirkjunnar í síðasta mánuði. Í fundargerð fundarins segir: „Kirkjuráð samþykkti að fela fjármálahópi kirkjuráðs að óska eftir því við ábúandann, sóknarprestinn í Heydölum, að hann komi á næsta fund fjármálahópsins til að ræða um málefni prestssetursjarðarinnar Heydala.“ Málið virðist á viðkvæmu stigi því Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs, vildi heldur ekki tjá sig um kvörtunina á hendur sóknarprestinum fyrir austan. Segir Oddur að málið sé í ákveðnu ferli eins og komi fram í fundargerðinni og meðan það sé í vinnslu verði fjölmiðlum ekki veittur aðgangur að gögnum málsins heldur. Sem dæmi um hitann í eldisdeilunum fyrir austan má nefna að aðalfundur Veiðifélags Breiðdæla, sem Gunnlaugur veitir formennsku, sendi síðastliðið sumar frá sér harðorða bókun þar sem laxeldi í opnum sjókvíum við strendur Íslands var harðlega mótmælt. Meðal ummæla sem þar féllu voru að Íslendingar væru að „láta norska eldisrisa hafa sig að féþúfu“ og eldisiðja Fiskeldis Austfjarða í Berufirði væri „lögleysa, og trúverðugleiki stofnana, sem ábyrgð bera á útgáfu leyfa og eftirliti, er í molum og geta þær því tæpast talist marktækar“. Ekki náðist í Gunnlaug Stefánsson í gær, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Þjóðkirkjan Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Sjá meira