Á undanförnum árum hefur jafnt og þétt fækkað í hópi silfurstrákanna og stór hluti leikmannahópsins frá því 2008 er meira að segja ekki aðeins hættur í landsliðinu heldur eru einnig margir hættir að spila handbolta.
Fjórtán leikmenn fengu silfurpeninginn um hálsinn og nú er svo komið að aðeins einn þeirra mun spila á heimsmeistaramótinu sem hefst á föstudaginn.
Eini silfurstrákurinn sem er eftir í íslenska landsliðinu er markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson sem var einmitt á sínu fyrsta stórmóti þegar Ísland fór alla leið í úrslitaleikinn í Peking fyrir rúmum áratug.
Silfurstrákunum fækkaði um þrjá frá því á undanförnum tveimur stórmótum en þá voru auk Björgvins Páls þeir Arnór Atlason, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Guðjón Valur Sigurðsson einnig með íslenska liðinu.
Guðjón Valur Sigurðsson átti að fara á HM í ár en meiddist á loksprettinum og datt út úr hópnum eftir síðustu æfinguna eða aðeins rétt áður en Guðmundur tilkynnti lokahópinn sinn.
Björgvin Páll Gústavsson stendur nú einn eftir en hann er á leiðinni á sitt tólfta stórmót í röð.
Guðjón Valur Sigurðsson náði því að spila á 21. stórmóti í röð en á árunum 1998 til 2018 þá fór íslenska landsliðið ekki á stórmót án þess að hafa Guðjón Val með í för.
Hér fyrir neðan má sjá hversu margir silfurstrákar hafa verið á stórmótum Íslands frá 2008 til 2019.

Alexander Petersson
Arnór Atlason
Ásgeir Örn Hallgrímsson
Björgvin Páll Gústavsson
Guðjón Valur Sigurðsson
Hreiðar Levy Guðmundsson
Ingimundur Ingimundarson
Logi Geirsson
Ólafur Stefánsson
Róbert Gunnarsson
Sigfús Sigurðsson
Snorri Steinn Guðjónsson
Sverre Andreas Jakobsson
Sturla Ásgeirsson
(Bjarni Fritzson varamaður)
Silfurstrákar á HM 2019 - 1
Björgvin Páll Gústavsson
Silfurstrákar á EM 2018 - 4
(Urðu í 13. sæti)
Arnór Atlason
Ásgeir Örn Hallgrímsson
Björgvin Páll Gústavsson
Guðjón Valur Sigurðsson
Silfurstrákar á HM 2017 - 4
(Urðu í 14. sæti)
Arnór Atlason
Ásgeir Örn Hallgrímsson
Björgvin Páll Gústavsson
Guðjón Valur Sigurðsson
Silfurstrákar á EM 2016 - 7
(Urðu í 13. sæti)
Alexander Petersson
Arnór Atlason
Ásgeir Örn Hallgrímsson
Björgvin Páll Gústavsson
Guðjón Valur Sigurðsson
Róbert Gunnarsson
Snorri Steinn Guðjónsson
Silfurstrákar á HM 2015 - 8
(Urðu í 11. sæti)
Alexander Petersson
Arnór Atlason
Ásgeir Örn Hallgrímsson
Björgvin Páll Gústavsson
Guðjón Valur Sigurðsson
Róbert Gunnarsson
Snorri Steinn Guðjónsson
Sverre Andreas Jakobsson
Silfurstrákar á EM 2014 - 7
(Urðu í 5. sæti)
Arnór Atlason
Ásgeir Örn Hallgrímsson
Björgvin Páll Gústavsson
Guðjón Valur Sigurðsson
Róbert Gunnarsson
Snorri Steinn Guðjónsson
Sverre Andreas Jakobsson
Silfurstrákar á HM 2013 - 6
(Urðu í 12. sæti)
Ásgeir Örn Hallgrímsson
Björgvin Páll Gústavsson
Guðjón Valur Sigurðsson
Róbert Gunnarsson
Snorri Steinn Guðjónsson
Sverre Andreas Jakobsson

(Urðu í 5. sæti)
Alexander Petersson
Arnór Atlason
Ásgeir Örn Hallgrímsson
Björgvin Páll Gústavsson
Guðjón Valur Sigurðsson
Hreiðar Levy Guðmundsson
Ingimundur Ingimundarson
Ólafur Stefánsson
Róbert Gunnarsson
Snorri Steinn Guðjónsson
Sverre Andreas Jakobsson
Silfurstrákar á EM 2012 - 10
(Urðu í 10. sæti)
Alexander Petersson
Arnór Atlason
Ásgeir Örn Hallgrímsson
Björgvin Páll Gústavsson
Guðjón Valur Sigurðsson
Hreiðar Levy Guðmundsson
Ingimundur Ingimundarson
Ólafur Stefánsson
Róbert Gunnarsson
Sverre Andreas Jakobsson
Silfurstrákar á HM 2011 - 11
(Urðu í 6. sæti)
Alexander Petersson
Arnór Atlason
Ásgeir Örn Hallgrímsson
Björgvin Páll Gústavsson
Guðjón Valur Sigurðsson
Hreiðar Levy Guðmundsson
Ingimundur Ingimundarson
Ólafur Stefánsson
Róbert Gunnarsson
Snorri Steinn Guðjónsson
Sverre Andreas Jakobsson
Silfurstrákar á EM 2010 - 13
(Unnu bronsverðlaun á mótinu)
Alexander Petersson
Arnór Atlason
Ásgeir Örn Hallgrímsson
Björgvin Páll Gústavsson
Guðjón Valur Sigurðsson
Hreiðar Levy Guðmundsson
Ingimundur Ingimundarson
Logi Geirsson
Ólafur Stefánsson
Róbert Gunnarsson
Snorri Steinn Guðjónsson
Sverre Andreas Jakobsson
Sturla Ásgeirsson
