Vona að Samtök atvinnulífsins sýni á spilin á næsta fundi hjá sáttasemjara Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. janúar 2019 20:00 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Baldur Bráðavandi blasir við láglaunafólki að sögn formanns Eflingar og formaður Verkalýðsfélags Akraness segir stjórnvöld þurfa að stemma stigu við „blóðugum vígvelli“ leigumarkaðarins. Framkvæmdastjóri samtaka atvinnulífsins vill stuðla að kerfisbreytingu á íslenskum vinnumarkaði. Samninganefndir SA, Eflingar, VR og Verkalýðsfélags Akraness komu saman til fundar hjá ríkissáttsemjara í morgun og næsti fundur hefur verið boðaður á sama tíma að viku liðinni. Samningaðilar kynntu kröfugerðir sínar í dag en Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, vildi lítið gefa upp um það hvaða svigrúm atvinnurekendur telji sig hafa til launahækkana. „Við sjáum ákveðna möguleika til kerfisbreytinga á íslenskum vinnumarkaði, að við færum íslenskan vinnumarkað nær þessum norræna vinnumarkaði. Það er að segja að við hækkum dagvinnulaunin reynum að draga úr þessum yfirvinnukúltúr sem er landlægur á Íslandi,“ segir Halldór. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.Vísir/BaldurSólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að verkalýðsfélögin muni ekki slá af kröfum sínum. „Það var engin eiginleg niðurstaða nema sú að á næsta fundi sem að verður eftir viku, muni Samtök atvinnulífsins, ef ég skil rétt, loksins sýna okkur fram á hvað þau telja til skiptanna,“ segir Sólveig Anna. „Við lítum svo á að það sé bara mikill bráðavandi sem að steðji að verka- og láglaunafólki.“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að aðkoma stjórnvalda þurfi einnig að vera umtalsverð, jafnvel þótt samningar náist við SA. „Við erum þar að horfa til til dæmis fólks sem er á hinum blóðuga vígvelli leigumarkaðar þar sem að leiguverð hefur hækkað um tæp 100% frá árinu 2011, langt umfram launahækkanir. Við þurfum að finna einhvern flöt á því. Við þurfum að finna einhvern flöt á þeim okurvöxtum sem eru í gildi á íslenskum vinnumarkaði, við þurfum líka að finna flöt á því að afnema hér verðtryggingu sem að þekkist hvergi á byggðu bóli." Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari vill ekki spá í spilin um það hvort samningar séu í sjónmáli. „Á meðan að fólk er að tala saman þá er ég ánægð,“ segir Bryndís. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.Vísir/Baldur Kjaramál Tengdar fréttir Býst við því versta en vonar það besta Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness funduðu með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun. Tímaramminn er orðinn naumur að sögn formanns Verkalýðsfélags Akraness sem segist vona það besta en búa sig undir það versta. 9. janúar 2019 14:25 Næsti fundur hjá ríkissáttasemjara eftir viku Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness funduðu með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun. Tímaramminn er orðinn naumur að sögn formanns Verkalýðsfélags Akraness sem segist vona það besta en búa sig undir það versta. Boðað hefur verið til næsta fundar hjá ríkissáttasemjara á miðvikudaginn í næstu viku. 9. janúar 2019 14:03 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira
Bráðavandi blasir við láglaunafólki að sögn formanns Eflingar og formaður Verkalýðsfélags Akraness segir stjórnvöld þurfa að stemma stigu við „blóðugum vígvelli“ leigumarkaðarins. Framkvæmdastjóri samtaka atvinnulífsins vill stuðla að kerfisbreytingu á íslenskum vinnumarkaði. Samninganefndir SA, Eflingar, VR og Verkalýðsfélags Akraness komu saman til fundar hjá ríkissáttsemjara í morgun og næsti fundur hefur verið boðaður á sama tíma að viku liðinni. Samningaðilar kynntu kröfugerðir sínar í dag en Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, vildi lítið gefa upp um það hvaða svigrúm atvinnurekendur telji sig hafa til launahækkana. „Við sjáum ákveðna möguleika til kerfisbreytinga á íslenskum vinnumarkaði, að við færum íslenskan vinnumarkað nær þessum norræna vinnumarkaði. Það er að segja að við hækkum dagvinnulaunin reynum að draga úr þessum yfirvinnukúltúr sem er landlægur á Íslandi,“ segir Halldór. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.Vísir/BaldurSólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að verkalýðsfélögin muni ekki slá af kröfum sínum. „Það var engin eiginleg niðurstaða nema sú að á næsta fundi sem að verður eftir viku, muni Samtök atvinnulífsins, ef ég skil rétt, loksins sýna okkur fram á hvað þau telja til skiptanna,“ segir Sólveig Anna. „Við lítum svo á að það sé bara mikill bráðavandi sem að steðji að verka- og láglaunafólki.“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að aðkoma stjórnvalda þurfi einnig að vera umtalsverð, jafnvel þótt samningar náist við SA. „Við erum þar að horfa til til dæmis fólks sem er á hinum blóðuga vígvelli leigumarkaðar þar sem að leiguverð hefur hækkað um tæp 100% frá árinu 2011, langt umfram launahækkanir. Við þurfum að finna einhvern flöt á því. Við þurfum að finna einhvern flöt á þeim okurvöxtum sem eru í gildi á íslenskum vinnumarkaði, við þurfum líka að finna flöt á því að afnema hér verðtryggingu sem að þekkist hvergi á byggðu bóli." Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari vill ekki spá í spilin um það hvort samningar séu í sjónmáli. „Á meðan að fólk er að tala saman þá er ég ánægð,“ segir Bryndís. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.Vísir/Baldur
Kjaramál Tengdar fréttir Býst við því versta en vonar það besta Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness funduðu með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun. Tímaramminn er orðinn naumur að sögn formanns Verkalýðsfélags Akraness sem segist vona það besta en búa sig undir það versta. 9. janúar 2019 14:25 Næsti fundur hjá ríkissáttasemjara eftir viku Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness funduðu með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun. Tímaramminn er orðinn naumur að sögn formanns Verkalýðsfélags Akraness sem segist vona það besta en búa sig undir það versta. Boðað hefur verið til næsta fundar hjá ríkissáttasemjara á miðvikudaginn í næstu viku. 9. janúar 2019 14:03 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira
Býst við því versta en vonar það besta Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness funduðu með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun. Tímaramminn er orðinn naumur að sögn formanns Verkalýðsfélags Akraness sem segist vona það besta en búa sig undir það versta. 9. janúar 2019 14:25
Næsti fundur hjá ríkissáttasemjara eftir viku Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness funduðu með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun. Tímaramminn er orðinn naumur að sögn formanns Verkalýðsfélags Akraness sem segist vona það besta en búa sig undir það versta. Boðað hefur verið til næsta fundar hjá ríkissáttasemjara á miðvikudaginn í næstu viku. 9. janúar 2019 14:03