Vona að Samtök atvinnulífsins sýni á spilin á næsta fundi hjá sáttasemjara Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. janúar 2019 20:00 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Baldur Bráðavandi blasir við láglaunafólki að sögn formanns Eflingar og formaður Verkalýðsfélags Akraness segir stjórnvöld þurfa að stemma stigu við „blóðugum vígvelli“ leigumarkaðarins. Framkvæmdastjóri samtaka atvinnulífsins vill stuðla að kerfisbreytingu á íslenskum vinnumarkaði. Samninganefndir SA, Eflingar, VR og Verkalýðsfélags Akraness komu saman til fundar hjá ríkissáttsemjara í morgun og næsti fundur hefur verið boðaður á sama tíma að viku liðinni. Samningaðilar kynntu kröfugerðir sínar í dag en Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, vildi lítið gefa upp um það hvaða svigrúm atvinnurekendur telji sig hafa til launahækkana. „Við sjáum ákveðna möguleika til kerfisbreytinga á íslenskum vinnumarkaði, að við færum íslenskan vinnumarkað nær þessum norræna vinnumarkaði. Það er að segja að við hækkum dagvinnulaunin reynum að draga úr þessum yfirvinnukúltúr sem er landlægur á Íslandi,“ segir Halldór. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.Vísir/BaldurSólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að verkalýðsfélögin muni ekki slá af kröfum sínum. „Það var engin eiginleg niðurstaða nema sú að á næsta fundi sem að verður eftir viku, muni Samtök atvinnulífsins, ef ég skil rétt, loksins sýna okkur fram á hvað þau telja til skiptanna,“ segir Sólveig Anna. „Við lítum svo á að það sé bara mikill bráðavandi sem að steðji að verka- og láglaunafólki.“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að aðkoma stjórnvalda þurfi einnig að vera umtalsverð, jafnvel þótt samningar náist við SA. „Við erum þar að horfa til til dæmis fólks sem er á hinum blóðuga vígvelli leigumarkaðar þar sem að leiguverð hefur hækkað um tæp 100% frá árinu 2011, langt umfram launahækkanir. Við þurfum að finna einhvern flöt á því. Við þurfum að finna einhvern flöt á þeim okurvöxtum sem eru í gildi á íslenskum vinnumarkaði, við þurfum líka að finna flöt á því að afnema hér verðtryggingu sem að þekkist hvergi á byggðu bóli." Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari vill ekki spá í spilin um það hvort samningar séu í sjónmáli. „Á meðan að fólk er að tala saman þá er ég ánægð,“ segir Bryndís. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.Vísir/Baldur Kjaramál Tengdar fréttir Býst við því versta en vonar það besta Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness funduðu með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun. Tímaramminn er orðinn naumur að sögn formanns Verkalýðsfélags Akraness sem segist vona það besta en búa sig undir það versta. 9. janúar 2019 14:25 Næsti fundur hjá ríkissáttasemjara eftir viku Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness funduðu með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun. Tímaramminn er orðinn naumur að sögn formanns Verkalýðsfélags Akraness sem segist vona það besta en búa sig undir það versta. Boðað hefur verið til næsta fundar hjá ríkissáttasemjara á miðvikudaginn í næstu viku. 9. janúar 2019 14:03 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Bráðavandi blasir við láglaunafólki að sögn formanns Eflingar og formaður Verkalýðsfélags Akraness segir stjórnvöld þurfa að stemma stigu við „blóðugum vígvelli“ leigumarkaðarins. Framkvæmdastjóri samtaka atvinnulífsins vill stuðla að kerfisbreytingu á íslenskum vinnumarkaði. Samninganefndir SA, Eflingar, VR og Verkalýðsfélags Akraness komu saman til fundar hjá ríkissáttsemjara í morgun og næsti fundur hefur verið boðaður á sama tíma að viku liðinni. Samningaðilar kynntu kröfugerðir sínar í dag en Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, vildi lítið gefa upp um það hvaða svigrúm atvinnurekendur telji sig hafa til launahækkana. „Við sjáum ákveðna möguleika til kerfisbreytinga á íslenskum vinnumarkaði, að við færum íslenskan vinnumarkað nær þessum norræna vinnumarkaði. Það er að segja að við hækkum dagvinnulaunin reynum að draga úr þessum yfirvinnukúltúr sem er landlægur á Íslandi,“ segir Halldór. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.Vísir/BaldurSólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að verkalýðsfélögin muni ekki slá af kröfum sínum. „Það var engin eiginleg niðurstaða nema sú að á næsta fundi sem að verður eftir viku, muni Samtök atvinnulífsins, ef ég skil rétt, loksins sýna okkur fram á hvað þau telja til skiptanna,“ segir Sólveig Anna. „Við lítum svo á að það sé bara mikill bráðavandi sem að steðji að verka- og láglaunafólki.“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að aðkoma stjórnvalda þurfi einnig að vera umtalsverð, jafnvel þótt samningar náist við SA. „Við erum þar að horfa til til dæmis fólks sem er á hinum blóðuga vígvelli leigumarkaðar þar sem að leiguverð hefur hækkað um tæp 100% frá árinu 2011, langt umfram launahækkanir. Við þurfum að finna einhvern flöt á því. Við þurfum að finna einhvern flöt á þeim okurvöxtum sem eru í gildi á íslenskum vinnumarkaði, við þurfum líka að finna flöt á því að afnema hér verðtryggingu sem að þekkist hvergi á byggðu bóli." Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari vill ekki spá í spilin um það hvort samningar séu í sjónmáli. „Á meðan að fólk er að tala saman þá er ég ánægð,“ segir Bryndís. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.Vísir/Baldur
Kjaramál Tengdar fréttir Býst við því versta en vonar það besta Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness funduðu með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun. Tímaramminn er orðinn naumur að sögn formanns Verkalýðsfélags Akraness sem segist vona það besta en búa sig undir það versta. 9. janúar 2019 14:25 Næsti fundur hjá ríkissáttasemjara eftir viku Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness funduðu með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun. Tímaramminn er orðinn naumur að sögn formanns Verkalýðsfélags Akraness sem segist vona það besta en búa sig undir það versta. Boðað hefur verið til næsta fundar hjá ríkissáttasemjara á miðvikudaginn í næstu viku. 9. janúar 2019 14:03 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Býst við því versta en vonar það besta Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness funduðu með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun. Tímaramminn er orðinn naumur að sögn formanns Verkalýðsfélags Akraness sem segist vona það besta en búa sig undir það versta. 9. janúar 2019 14:25
Næsti fundur hjá ríkissáttasemjara eftir viku Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness funduðu með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun. Tímaramminn er orðinn naumur að sögn formanns Verkalýðsfélags Akraness sem segist vona það besta en búa sig undir það versta. Boðað hefur verið til næsta fundar hjá ríkissáttasemjara á miðvikudaginn í næstu viku. 9. janúar 2019 14:03