Lýsa yfir miklum áhyggjum vegna fækkunar sjúkraflutningamanna Atli Ísleifsson skrifar 9. janúar 2019 22:10 Nýlega var greint frá því að Heilbrigðisstofnun Suðurlands glími við mikinn rekstrarvanda og að halli ársins 2018 stefndi í 200 milljónir króna. vísir/vilhelm Landsamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) hefur lýst yfir miklum áhyggjum vegna fyrirhugaðrar fækkunar sjúkraflutningamanna á svæði Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Þetta kemur fram í ályktun sem LSS sendi frá sér í morgun. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í lok síðasta árs að til stæði að fækka sjúkraflutningamönnum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands úr 27 í 23. Í ályktun LSS segir að afleiðingar af fyrirhugaðri fækkun sjúkraflutningamanna séu óþekktar en að ljóst sé að viðbragð muni skerðast. Þá sé líklegt að útkallstími lengist. „Frekari afleiðingar er aukið álag á þá starfsmenn sem sinna þjónustunni og í allri umræðu um kulnun og streitu ganga svona aðgerðir þvert á það markmið að skapa heilbrigt vinnuumhverfi. Hvetur LSS yfirstjórn HSU til að endurskoða þessa ákvörðun og óskar jafnframt eftir aðkomu heilbrigðisráðuneytis til að setja viðmiðunarreglur um staðsetningu starfsstöðva og lágmarksviðmið fyrir staðarvakt sjúkraflutninga,“ segir í ályktuninni.Rekstarvandi Nýlega var greint frá því að Heilbrigðisstofnun Suðurlands glími við mikinn rekstrarvanda og að halli ársins 2018 stefndi í 200 milljónir króna. Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, sagði breytingarnar á rekstrinum nauðsynlegar í ljósi rekstrarhalla stofnunarinnar. Fækkunin ætti þó ekki að hafa áhrif á viðbragðstíma á svæðinu. Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Slökkvilið Tengdar fréttir Fækka sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi þrátt fyrir fleiri alvarleg slys Fækka á sjúkraflutningarmönnum á Suðurlandi um fjóra frá 1. febrúar þrátt fyrir mikla fjölgun alvarlegra slysa á svæðinu. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands segir þetta nauðsynlegar breytingar í ljósi reksrarhalla stofnunarinnar. Þetta eigi ekki að hafa áhrif á viðbragðstíma á svæðinu. 30. desember 2018 19:00 Hefur áhyggjur af fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi Formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir ekki rétt hjá forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands að fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé gerð í samráði við Landssambandið. 31. desember 2018 13:06 Setja á bakvakt í stað næturviðveru sjúkraflutningamanna í Rangárþingi Sjúkraflutningum á Suðurlandi fjölgaði um rúm 5% á síðasta ári. 2. janúar 2019 20:30 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Draga úr fyrirhuguðum þéttingaráformum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Sjá meira
Landsamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) hefur lýst yfir miklum áhyggjum vegna fyrirhugaðrar fækkunar sjúkraflutningamanna á svæði Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Þetta kemur fram í ályktun sem LSS sendi frá sér í morgun. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í lok síðasta árs að til stæði að fækka sjúkraflutningamönnum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands úr 27 í 23. Í ályktun LSS segir að afleiðingar af fyrirhugaðri fækkun sjúkraflutningamanna séu óþekktar en að ljóst sé að viðbragð muni skerðast. Þá sé líklegt að útkallstími lengist. „Frekari afleiðingar er aukið álag á þá starfsmenn sem sinna þjónustunni og í allri umræðu um kulnun og streitu ganga svona aðgerðir þvert á það markmið að skapa heilbrigt vinnuumhverfi. Hvetur LSS yfirstjórn HSU til að endurskoða þessa ákvörðun og óskar jafnframt eftir aðkomu heilbrigðisráðuneytis til að setja viðmiðunarreglur um staðsetningu starfsstöðva og lágmarksviðmið fyrir staðarvakt sjúkraflutninga,“ segir í ályktuninni.Rekstarvandi Nýlega var greint frá því að Heilbrigðisstofnun Suðurlands glími við mikinn rekstrarvanda og að halli ársins 2018 stefndi í 200 milljónir króna. Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, sagði breytingarnar á rekstrinum nauðsynlegar í ljósi rekstrarhalla stofnunarinnar. Fækkunin ætti þó ekki að hafa áhrif á viðbragðstíma á svæðinu.
Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Slökkvilið Tengdar fréttir Fækka sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi þrátt fyrir fleiri alvarleg slys Fækka á sjúkraflutningarmönnum á Suðurlandi um fjóra frá 1. febrúar þrátt fyrir mikla fjölgun alvarlegra slysa á svæðinu. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands segir þetta nauðsynlegar breytingar í ljósi reksrarhalla stofnunarinnar. Þetta eigi ekki að hafa áhrif á viðbragðstíma á svæðinu. 30. desember 2018 19:00 Hefur áhyggjur af fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi Formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir ekki rétt hjá forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands að fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé gerð í samráði við Landssambandið. 31. desember 2018 13:06 Setja á bakvakt í stað næturviðveru sjúkraflutningamanna í Rangárþingi Sjúkraflutningum á Suðurlandi fjölgaði um rúm 5% á síðasta ári. 2. janúar 2019 20:30 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Draga úr fyrirhuguðum þéttingaráformum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Sjá meira
Fækka sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi þrátt fyrir fleiri alvarleg slys Fækka á sjúkraflutningarmönnum á Suðurlandi um fjóra frá 1. febrúar þrátt fyrir mikla fjölgun alvarlegra slysa á svæðinu. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands segir þetta nauðsynlegar breytingar í ljósi reksrarhalla stofnunarinnar. Þetta eigi ekki að hafa áhrif á viðbragðstíma á svæðinu. 30. desember 2018 19:00
Hefur áhyggjur af fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi Formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir ekki rétt hjá forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands að fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé gerð í samráði við Landssambandið. 31. desember 2018 13:06
Setja á bakvakt í stað næturviðveru sjúkraflutningamanna í Rangárþingi Sjúkraflutningum á Suðurlandi fjölgaði um rúm 5% á síðasta ári. 2. janúar 2019 20:30