Málvísindamenn fengnir til að rannsaka skilaboð frá mannræningjunum Atli Ísleifsson og Birgir Olgeirsson skrifa 9. janúar 2019 23:12 Húsið, þaðan sem Anne-Elisabeth Falkevik Hagen var rænt, er að finna í Fjellhamar í Lørenskógi, austur af Ósló. AP/Ole Berg-Rusten Lögregla í Noregi vonast til að málvísindamenn geti aðstoðað við að koma lögreglu á sporið í leitinni að þeim sem rændu Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. NRK greinir frá því að margra blaðsíðna skilaboð frá ræningjunum séu til rannsóknar. Norskir fjölmiðlar sögðu frá því í morgun að hinni 68 ára Falkevik Hagen, sem gift er einum ríkasta manni Noregs, Tom Hagen, hafi verið rænt þar sem hún var stödd í húsi hjónanna í Fjellhamar í Lørenskógi, austur af Ósló, þann 31. október síðastliðinn, fyrir um tíu vikum. Lögregla hefur átt í samskiptum við mannræningjana og er staðfest að krafa um lausnargjald hafi verið sett fram. Hafa ræningjarnir hótað því að Falkevik Hagen verði ráðinn bani, verði ekki gengið að kröfum þeirra.Talið er að Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hafi verið rænt þann 31. október síðastliðinn.APGreitt í rafmyntinni Monero Krafan hljóðar upp á rúman milljarð íslenskra króna í órekjanlegri rafmynt, Monero. Á blaðamannafundi í morgun lýsti lögregla því yfir að fjölskyldan hafi verið hvött til að láta ekki undan kröfu mannræningjanna. NRK greindi frá því síðdegis að margar blaðsíður með texta hafi fundist inni í húsinu þar sem síðast sást til Falkevik Hagen. „Tungumálasérfræðingar utan lögreglunnar hafa verið kallaðir til til að rannsaka skilaboðin á blaðsíðunum,“ er haft eftir ónefndum heimildarmanni NRK sem starfar innan lögreglunnar.Ráðist á hana í baðherbergi Lögregla segist hafa snúið við hverjum steini í húsinu þar sem talið er að Falkevik Hagen hafi verið rænt. Ekkert bendi til að brotist hafi verið inn í húsið en kenning lögreglu gengur út á að ráðist hafi verið á Falkevik Hagen inni á baðherbergi í húsinu.Tom Hagen hefur auðgast mikið á orkusölu.APAlgjör leynd hefur hvílt yfir rannsókn málsins þangað til í dag og hafa norskir fjölmiðlar setið á málinu í nokkrar vikur vegna rannsóknarhagsmuna.Óhefðbundnar aðferðir Í frétt NRK segir að lögregla hafi beitt „óhefðbundnum aðferðum“ við rannsókn málsins og notast við ómerkta lögreglubíla til að komast til og frá húsinu. Það var Tom Hagen sjálfur sem fann blaðsíðurnar sem séu rannsakaðar, en tæknimenn lögreglu hafa svo fundið fjölda vísbendinga til viðbótar. Á blaðamannafundi í Lillestrøm í morgun sagði lögreglustjórinn Tommy Brøske að ekki lægi fyrir hvar Anne-Elisabeth Falkevik Hagen væri að finna. Hugsanlegt sé að hún hafi verið flutt frá Noregi. Tom Hagen er í 172. sæti á lista fjármálatímaritsins Kapital yfir ríkustu einstaklinga Noregs. Á hann að hafa þénað um milljarð norskra króna á orkusölu síðustu ellefu ár, tæpa fjórtán milljarða íslenskra króna. AP/Tore Meek Rafmyntir Anne-Elisabeth Hagen Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Óttast að eiginkonu eins ríkasta manns Noregs hafi verið rænt Algjör leynd hefur hvílt yfir rannsókn málsins þangað til nú. 9. janúar 2019 09:02 Ráðlögðu fjölskyldunni að verða ekki við kröfu mannræningjanna Þá staðfesti lögregla að hún hefði verið í samskiptum við ræningjana undanfarnar tíu vikur. 9. janúar 2019 11:11 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Lögregla í Noregi vonast til að málvísindamenn geti aðstoðað við að koma lögreglu á sporið í leitinni að þeim sem rændu Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. NRK greinir frá því að margra blaðsíðna skilaboð frá ræningjunum séu til rannsóknar. Norskir fjölmiðlar sögðu frá því í morgun að hinni 68 ára Falkevik Hagen, sem gift er einum ríkasta manni Noregs, Tom Hagen, hafi verið rænt þar sem hún var stödd í húsi hjónanna í Fjellhamar í Lørenskógi, austur af Ósló, þann 31. október síðastliðinn, fyrir um tíu vikum. Lögregla hefur átt í samskiptum við mannræningjana og er staðfest að krafa um lausnargjald hafi verið sett fram. Hafa ræningjarnir hótað því að Falkevik Hagen verði ráðinn bani, verði ekki gengið að kröfum þeirra.Talið er að Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hafi verið rænt þann 31. október síðastliðinn.APGreitt í rafmyntinni Monero Krafan hljóðar upp á rúman milljarð íslenskra króna í órekjanlegri rafmynt, Monero. Á blaðamannafundi í morgun lýsti lögregla því yfir að fjölskyldan hafi verið hvött til að láta ekki undan kröfu mannræningjanna. NRK greindi frá því síðdegis að margar blaðsíður með texta hafi fundist inni í húsinu þar sem síðast sást til Falkevik Hagen. „Tungumálasérfræðingar utan lögreglunnar hafa verið kallaðir til til að rannsaka skilaboðin á blaðsíðunum,“ er haft eftir ónefndum heimildarmanni NRK sem starfar innan lögreglunnar.Ráðist á hana í baðherbergi Lögregla segist hafa snúið við hverjum steini í húsinu þar sem talið er að Falkevik Hagen hafi verið rænt. Ekkert bendi til að brotist hafi verið inn í húsið en kenning lögreglu gengur út á að ráðist hafi verið á Falkevik Hagen inni á baðherbergi í húsinu.Tom Hagen hefur auðgast mikið á orkusölu.APAlgjör leynd hefur hvílt yfir rannsókn málsins þangað til í dag og hafa norskir fjölmiðlar setið á málinu í nokkrar vikur vegna rannsóknarhagsmuna.Óhefðbundnar aðferðir Í frétt NRK segir að lögregla hafi beitt „óhefðbundnum aðferðum“ við rannsókn málsins og notast við ómerkta lögreglubíla til að komast til og frá húsinu. Það var Tom Hagen sjálfur sem fann blaðsíðurnar sem séu rannsakaðar, en tæknimenn lögreglu hafa svo fundið fjölda vísbendinga til viðbótar. Á blaðamannafundi í Lillestrøm í morgun sagði lögreglustjórinn Tommy Brøske að ekki lægi fyrir hvar Anne-Elisabeth Falkevik Hagen væri að finna. Hugsanlegt sé að hún hafi verið flutt frá Noregi. Tom Hagen er í 172. sæti á lista fjármálatímaritsins Kapital yfir ríkustu einstaklinga Noregs. Á hann að hafa þénað um milljarð norskra króna á orkusölu síðustu ellefu ár, tæpa fjórtán milljarða íslenskra króna. AP/Tore Meek
Rafmyntir Anne-Elisabeth Hagen Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Óttast að eiginkonu eins ríkasta manns Noregs hafi verið rænt Algjör leynd hefur hvílt yfir rannsókn málsins þangað til nú. 9. janúar 2019 09:02 Ráðlögðu fjölskyldunni að verða ekki við kröfu mannræningjanna Þá staðfesti lögregla að hún hefði verið í samskiptum við ræningjana undanfarnar tíu vikur. 9. janúar 2019 11:11 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Óttast að eiginkonu eins ríkasta manns Noregs hafi verið rænt Algjör leynd hefur hvílt yfir rannsókn málsins þangað til nú. 9. janúar 2019 09:02
Ráðlögðu fjölskyldunni að verða ekki við kröfu mannræningjanna Þá staðfesti lögregla að hún hefði verið í samskiptum við ræningjana undanfarnar tíu vikur. 9. janúar 2019 11:11