Merkustu fornleifafundir ársins 2018 Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2019 11:00 Fornleifaárið 2018 var viðburðaríkt! Líkt og fyrri ár var talsvert um merka fornleifafundi á nýliðnu ári – fundi sem setja hlutina í nýtt samhengi og kollvarpa ef til vill fyrri hugmyndum um hvernig við höfum litið á mannkynssöguna til þessa. Graphic News, Archaeology og fleiri miðlar hafa tekið saman nokkra af merkustu fornleifafundum ársins 2018. Listinn að neðan er að sjálfsögðu á engan hátt tæmandi en þar má sjá nokkra af merkustu fornleifafundum nýliðins árs.Eldstæðið í Svörtu eyðimörkinni í Jórdaníu.Kaupmannahafnarháskóli.Jórdanía: Fornaldarpítubakstur Leifar af um 14 þúsund ára gömlu brenndu brauði fundust í eldstæði í Svörtu eyðimörkinni í norðausturhluta Jórdaníu á nýliðnu ári. Fornleifafræðingar á vegum Kaupmannahafnaarháskóla fundu leifarnar sem benda til að fólk Natufian-menningarinnar sem þar var uppi hafi bakað brauð, um fjögur þúsund árum fyrir sem kallað hefur verið upphaf landbúnaðar. Brauðið er sagt líkjast pítubrauði og búið til úr mjöli unnið úr villtu korni og hnýði papýrusreyrs.Elsta teikning heims?Suður-Afríka: Elsta teikningin Teiknaðar rendur, sem taldar eru 73 þúsund ára gamlar, fundust á steini í Blombos-hellunum í Suður-Afríku á nýliðnu ári. Rendurnar voru teiknaðar með rauðu okkri og er elsta teikning eftir mannfólk sem vitað er um. Teikningarnar eru um 30 þúsund árum eldri en sú sem áður var talin elst.Steingerði hesturinn í Pompeii.EPAÍtalía: Hestur sem átti að bjarga íbúum Pompeii undan gosinu Steingerðar leifar af hræi hests sem enn er með aktygi fundust í rústum húss utan veggja ítölsku borgarinnar Pompeii á árinu. Pompeii fór í eyði árið 79 eftir Krist eftir að eldgos í fjallinu Vesúvíus lagði borgina í rúst. Hesturinn var með hnakk og söðul og tilbúinn til brottfarar en mögulega átti að nota hann til þess að bjarga íbúum Pompeii sem voru á flótta undan gosinu. Gullhúðaða silfurgríman sem fannst í Egyptalandi.Egyptaland: Leyndarmál múmía afhjúpuð Verkstæði fyrir líksmurningar og grafir frá tímabilinu milli 664 til 404 fyrir Krist fundust nærri Saqqara greftrunarsvæðinu. Svæðið er suður af egypsku höfuðborginni Kaíró. Fundurinn er talinn veita ómetanlegar upplýsingar um líksmurningarferli fyrri tíma. Gullhúðuð silfurgríma fannst ásamt hundruð öðrum munum á staðnum. Gríman er einungis önnur slíkrar tegundar sem fundist hefur.Ódysseifskviða fjallar um heimferð hins gríska Ódysseifs frá Tróju að Trójustríðinu loknu til heimabyggðar sinnar á eynni Íþöku.Grikkland: Elsta ritaða brotið úr Ódysseifskviðu Leirtafla sem fannst nærri rústum Seifshofs í Ólympíu í Grikklandi kann að innihalda elsta ritaða eintak af broti úr Ódysseifskviðu Hómers. Á töflunni er að finna þrettán erindi kviðunnar sem Hómer samdi seint á áttundu öld fyrir Krist. Talið er að leirtaflan sé frá þriðju öld eftir Krist.Skipið er talið um 2.400 ára gamalt.Búlgaría: Elsta óskemmda skipsflak heims Rúmlega 2.400 ára gamalt grískt verslunarskip fannst á botni Svartahafs, undan strönd Búlgaríu, á árinu. Flak skipsins, sem er um 23 metra langt, er nær óskemmt eftir að hafa hvílt í nær súrefnislausu vatni um aldir.Sviss: Dularfull bronshönd Bronshönd með gylltri ermalíningu, talin 3.500 ára gömul, fannst við uppgröft nærri Bielvatni í Sviss. Talið er að um elstu eftirlíkingu úr málmi af hluta mannslíkama sé að ræða sem fundist hafi í Evrópu. Fundurinn þykir mjög óvenjulegur og kann að hafa verið hluti af veldissprota eða heilli styttu.Bronshöndin.Archaeological Service of the Canton of Bern Fornminjar Fréttir ársins 2018 Grikkland Tengdar fréttir Merkustu fornleifafundir nýliðins árs Mikið var um merka fornleifafundi á árinu sem senn er á enda sem sýnir, svo ekki verði um villst, fram á að sífellt sé verið að endurskrifa mannkynssöguna. 20. desember 2017 12:53 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Sjá meira
Líkt og fyrri ár var talsvert um merka fornleifafundi á nýliðnu ári – fundi sem setja hlutina í nýtt samhengi og kollvarpa ef til vill fyrri hugmyndum um hvernig við höfum litið á mannkynssöguna til þessa. Graphic News, Archaeology og fleiri miðlar hafa tekið saman nokkra af merkustu fornleifafundum ársins 2018. Listinn að neðan er að sjálfsögðu á engan hátt tæmandi en þar má sjá nokkra af merkustu fornleifafundum nýliðins árs.Eldstæðið í Svörtu eyðimörkinni í Jórdaníu.Kaupmannahafnarháskóli.Jórdanía: Fornaldarpítubakstur Leifar af um 14 þúsund ára gömlu brenndu brauði fundust í eldstæði í Svörtu eyðimörkinni í norðausturhluta Jórdaníu á nýliðnu ári. Fornleifafræðingar á vegum Kaupmannahafnaarháskóla fundu leifarnar sem benda til að fólk Natufian-menningarinnar sem þar var uppi hafi bakað brauð, um fjögur þúsund árum fyrir sem kallað hefur verið upphaf landbúnaðar. Brauðið er sagt líkjast pítubrauði og búið til úr mjöli unnið úr villtu korni og hnýði papýrusreyrs.Elsta teikning heims?Suður-Afríka: Elsta teikningin Teiknaðar rendur, sem taldar eru 73 þúsund ára gamlar, fundust á steini í Blombos-hellunum í Suður-Afríku á nýliðnu ári. Rendurnar voru teiknaðar með rauðu okkri og er elsta teikning eftir mannfólk sem vitað er um. Teikningarnar eru um 30 þúsund árum eldri en sú sem áður var talin elst.Steingerði hesturinn í Pompeii.EPAÍtalía: Hestur sem átti að bjarga íbúum Pompeii undan gosinu Steingerðar leifar af hræi hests sem enn er með aktygi fundust í rústum húss utan veggja ítölsku borgarinnar Pompeii á árinu. Pompeii fór í eyði árið 79 eftir Krist eftir að eldgos í fjallinu Vesúvíus lagði borgina í rúst. Hesturinn var með hnakk og söðul og tilbúinn til brottfarar en mögulega átti að nota hann til þess að bjarga íbúum Pompeii sem voru á flótta undan gosinu. Gullhúðaða silfurgríman sem fannst í Egyptalandi.Egyptaland: Leyndarmál múmía afhjúpuð Verkstæði fyrir líksmurningar og grafir frá tímabilinu milli 664 til 404 fyrir Krist fundust nærri Saqqara greftrunarsvæðinu. Svæðið er suður af egypsku höfuðborginni Kaíró. Fundurinn er talinn veita ómetanlegar upplýsingar um líksmurningarferli fyrri tíma. Gullhúðuð silfurgríma fannst ásamt hundruð öðrum munum á staðnum. Gríman er einungis önnur slíkrar tegundar sem fundist hefur.Ódysseifskviða fjallar um heimferð hins gríska Ódysseifs frá Tróju að Trójustríðinu loknu til heimabyggðar sinnar á eynni Íþöku.Grikkland: Elsta ritaða brotið úr Ódysseifskviðu Leirtafla sem fannst nærri rústum Seifshofs í Ólympíu í Grikklandi kann að innihalda elsta ritaða eintak af broti úr Ódysseifskviðu Hómers. Á töflunni er að finna þrettán erindi kviðunnar sem Hómer samdi seint á áttundu öld fyrir Krist. Talið er að leirtaflan sé frá þriðju öld eftir Krist.Skipið er talið um 2.400 ára gamalt.Búlgaría: Elsta óskemmda skipsflak heims Rúmlega 2.400 ára gamalt grískt verslunarskip fannst á botni Svartahafs, undan strönd Búlgaríu, á árinu. Flak skipsins, sem er um 23 metra langt, er nær óskemmt eftir að hafa hvílt í nær súrefnislausu vatni um aldir.Sviss: Dularfull bronshönd Bronshönd með gylltri ermalíningu, talin 3.500 ára gömul, fannst við uppgröft nærri Bielvatni í Sviss. Talið er að um elstu eftirlíkingu úr málmi af hluta mannslíkama sé að ræða sem fundist hafi í Evrópu. Fundurinn þykir mjög óvenjulegur og kann að hafa verið hluti af veldissprota eða heilli styttu.Bronshöndin.Archaeological Service of the Canton of Bern
Fornminjar Fréttir ársins 2018 Grikkland Tengdar fréttir Merkustu fornleifafundir nýliðins árs Mikið var um merka fornleifafundi á árinu sem senn er á enda sem sýnir, svo ekki verði um villst, fram á að sífellt sé verið að endurskrifa mannkynssöguna. 20. desember 2017 12:53 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Sjá meira
Merkustu fornleifafundir nýliðins árs Mikið var um merka fornleifafundi á árinu sem senn er á enda sem sýnir, svo ekki verði um villst, fram á að sífellt sé verið að endurskrifa mannkynssöguna. 20. desember 2017 12:53