Amanda Nunes senuþjófurinn á UFC 232 – Jones með öruggan sigur Pétur Marinó Jónsson skrifar 30. desember 2018 07:25 Jon Jones klárar Gustafsson í nótt. Vísir/Getty UFC 232 fór fram í nótt í Las Vegas þar sem tveir titilbardagar voru á dagskrá. Eftir umdeilda viku náði Jon Jones að endurheimta titilinn enn einu sinni. Jon Jones og Alexander Gustafsson mættust í aðalbardaga kvöldsins. Barist var upp á léttþungavigtartitilinn en síðasti meistari, Daniel Cormier, lét beltið af hendi á dögunum en hann er þó enn ríkjandi þungavigtarmeistari. Fyrri bardagi Jones og Gustafsson var magnaður en þessi var öllu rólegri. Jones reyndi að taka Gustafsson snemma niður en Svíinn sýndi frábæra felluvörn. Báðir virtust ætla að taka sér sinn tíma til að finna taktinn og var fyrsta lota fremur róleg. Önnur lota var aðeins fjörugri en Jones var betri að stjórna fjarlægðinni núna heldur en í fyrri bardaga þeirra með spörkum og leyfði Gustafsson ekki að koma nálægt sér. Í 3. lotu náði Jones svo góðri fellu og var Gustafsson í vandræðum með að standa upp. Jones komst í yfirburðarstöðu í gólfinu og kláraði bardagann í gólfinu með höggum. Stærsta augnablik kvöldsins átti hins vegar Amanda Nunes. Hún mætti fjaðurvigtarmeistaranum Cris ‘Cyborg’ Justino í sannkölluðum ofurbardaga þar sem bantamvigtarmeistarinn Nunes fór upp í fjaðurvigt til að skora á Cyborg. Nunes náði snemma einu lágsparki og byrjuðu þær strax að skiptast á höggum. Cyborg réðst fram árásargjörn en Nunes svaraði vel fyrir sig. Cyborg át nokkur góð högg frá Nunes og féll niður en komst aftur upp. Nunes hélt áfram að hitta og endaði á að rota Cyborg eftir aðeins 51 sekúndu í 1. lotu. Mögnuð frammistaða hjá Nunes og er hún nú fyrsta konan til að vinna belti í tveimur þyngdarflokkum í UFC. Nunes kemst á spjöld sögunnar og er aðeins þriðji keppandinn í sögu UFC sem er ríkjandi meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma. Aðeins Conor McGregor og Daniel Cormier hafa náð að vera meistarar í tveimur flokkum á sama tíma í UFC. Núna er Nunes með sigra gegn konum eins og Cyborg, Rondu Rousey, Mieshu Tate og Valentinu Shevchenko og hefur sennilega stimplað sig inn sem besta bardagakona allra tíma. Ótrúlegur sigur hjá Nunes. UFC 232 var ansi gott kvöld en öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Tveir magnaðir bardagar falla í skuggann á umdeildu lyfjaprófi Jon Jones UFC 232 fer fram í nótt í Los Angeles og hefur mikið gengið á í vikunni. Lyfjapróf Jon Jones sýndi óvenjulegar niðurstöður og hafa því annars frábærir bardagar kvöldsins dálítið gleymst. 29. desember 2018 18:00 Allt í óreiðu í UFC: Staðsetningu breytt vegna óvenjulegs lyfjaprófs UFC 232 fer fram á laugardaginn 29. desember en það átti upphaflega að fara fram í Las Vegas en hefur verið fært til Los Angeles vegna óvenjulegs lyfjaprófs Jon Jones. 24. desember 2018 11:00 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR Óðinn Þór markahæstur að venju Háspennuleikir á Akureyri og Króknum KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Amad líklega frá út tímabilið Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sætti sig við þriggja mánaða bann eftir nuddið Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sjá meira
UFC 232 fór fram í nótt í Las Vegas þar sem tveir titilbardagar voru á dagskrá. Eftir umdeilda viku náði Jon Jones að endurheimta titilinn enn einu sinni. Jon Jones og Alexander Gustafsson mættust í aðalbardaga kvöldsins. Barist var upp á léttþungavigtartitilinn en síðasti meistari, Daniel Cormier, lét beltið af hendi á dögunum en hann er þó enn ríkjandi þungavigtarmeistari. Fyrri bardagi Jones og Gustafsson var magnaður en þessi var öllu rólegri. Jones reyndi að taka Gustafsson snemma niður en Svíinn sýndi frábæra felluvörn. Báðir virtust ætla að taka sér sinn tíma til að finna taktinn og var fyrsta lota fremur róleg. Önnur lota var aðeins fjörugri en Jones var betri að stjórna fjarlægðinni núna heldur en í fyrri bardaga þeirra með spörkum og leyfði Gustafsson ekki að koma nálægt sér. Í 3. lotu náði Jones svo góðri fellu og var Gustafsson í vandræðum með að standa upp. Jones komst í yfirburðarstöðu í gólfinu og kláraði bardagann í gólfinu með höggum. Stærsta augnablik kvöldsins átti hins vegar Amanda Nunes. Hún mætti fjaðurvigtarmeistaranum Cris ‘Cyborg’ Justino í sannkölluðum ofurbardaga þar sem bantamvigtarmeistarinn Nunes fór upp í fjaðurvigt til að skora á Cyborg. Nunes náði snemma einu lágsparki og byrjuðu þær strax að skiptast á höggum. Cyborg réðst fram árásargjörn en Nunes svaraði vel fyrir sig. Cyborg át nokkur góð högg frá Nunes og féll niður en komst aftur upp. Nunes hélt áfram að hitta og endaði á að rota Cyborg eftir aðeins 51 sekúndu í 1. lotu. Mögnuð frammistaða hjá Nunes og er hún nú fyrsta konan til að vinna belti í tveimur þyngdarflokkum í UFC. Nunes kemst á spjöld sögunnar og er aðeins þriðji keppandinn í sögu UFC sem er ríkjandi meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma. Aðeins Conor McGregor og Daniel Cormier hafa náð að vera meistarar í tveimur flokkum á sama tíma í UFC. Núna er Nunes með sigra gegn konum eins og Cyborg, Rondu Rousey, Mieshu Tate og Valentinu Shevchenko og hefur sennilega stimplað sig inn sem besta bardagakona allra tíma. Ótrúlegur sigur hjá Nunes. UFC 232 var ansi gott kvöld en öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Tveir magnaðir bardagar falla í skuggann á umdeildu lyfjaprófi Jon Jones UFC 232 fer fram í nótt í Los Angeles og hefur mikið gengið á í vikunni. Lyfjapróf Jon Jones sýndi óvenjulegar niðurstöður og hafa því annars frábærir bardagar kvöldsins dálítið gleymst. 29. desember 2018 18:00 Allt í óreiðu í UFC: Staðsetningu breytt vegna óvenjulegs lyfjaprófs UFC 232 fer fram á laugardaginn 29. desember en það átti upphaflega að fara fram í Las Vegas en hefur verið fært til Los Angeles vegna óvenjulegs lyfjaprófs Jon Jones. 24. desember 2018 11:00 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR Óðinn Þór markahæstur að venju Háspennuleikir á Akureyri og Króknum KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Amad líklega frá út tímabilið Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sætti sig við þriggja mánaða bann eftir nuddið Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sjá meira
Tveir magnaðir bardagar falla í skuggann á umdeildu lyfjaprófi Jon Jones UFC 232 fer fram í nótt í Los Angeles og hefur mikið gengið á í vikunni. Lyfjapróf Jon Jones sýndi óvenjulegar niðurstöður og hafa því annars frábærir bardagar kvöldsins dálítið gleymst. 29. desember 2018 18:00
Allt í óreiðu í UFC: Staðsetningu breytt vegna óvenjulegs lyfjaprófs UFC 232 fer fram á laugardaginn 29. desember en það átti upphaflega að fara fram í Las Vegas en hefur verið fært til Los Angeles vegna óvenjulegs lyfjaprófs Jon Jones. 24. desember 2018 11:00