Duterte segist hafa brotið gegn vinnukonu sem táningur Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2018 14:55 Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja. EPA/FRANCIS R. MALASIG Hinn umdeildi forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, hefur enn á ný ollið usla heima fyrir og í þetta sinn þegar hann sagðist hafa „snert“ vinnukonu sem starfaði á heimili hans þegar hann var táningur. Samkvæmt AFP fréttaveitunni sagðist Duterte hafa farið inn í herbergi konunnar þar sem hún svaf og snert á henni kynfærin.Þetta sagði forsetinn í nótt þar sem hann var að rifja upp játningu hans við prest á árum áður. Hann sagðist hafa farið aftur inn í herbergi konunnar seinna og reynt að snerta hana aftur. Í sömu ræðu gagnrýndi Duterte kaþólsku kirkjuna vegna kynferðisbrota presta. Hann hefur áður haldið því fram að prestur hafi káfað á honum. Kirkjan hefur reglulega gagnrýnt Duterte fyrir „stríð“ hans gegn fíkniefnum en minnst fimm þúsund manns hafa dáið vegna þess, samkvæmt opinberu tölum.Ummæli forsetans hafa verið harðlega gagnrýnd en forsetaembættið segir að einungis hafi verið um hlægilega skrýtlu að ræða og sagan hafi bæði verið tilbúin og að Duterte hafi kryddað hana verulega. Stjórnarandstæðingar í Filippseyjum segja að Duterte ætti að segja af sér. Hann hafi í raun viðurkennt að hafa reynt að nauðga konu. Þingmaðurinn France Castro, lýsti Duterte sem sjúkum, samkvæmt Philippine Star. Forsvarsmenn kvennaflokksins Gabriela gáfu frá sér yfirlýsingu þar sem Duterte er kallaður vitfirringur.Duterte hefur margsinnis valdið reiði með ummælum sínum og hegðun varðandi konur. Hann hefur til dæmis sagt hermönnum að skjóta konur í píkuna, til að gera þær gagnslausar. Hann hefur einnig sagt að hann hefði viljað nauðga sendiboða frá Ástralíu en hún var myrt í óeirðum í fangelsi í Filippseyjum árið 2016. Þá var hann gagnrýndur fyrr á árinu fyrir að kyssa konu á munninn á fjöldafundi. Asía Ástralía Filippseyjar Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Hinn umdeildi forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, hefur enn á ný ollið usla heima fyrir og í þetta sinn þegar hann sagðist hafa „snert“ vinnukonu sem starfaði á heimili hans þegar hann var táningur. Samkvæmt AFP fréttaveitunni sagðist Duterte hafa farið inn í herbergi konunnar þar sem hún svaf og snert á henni kynfærin.Þetta sagði forsetinn í nótt þar sem hann var að rifja upp játningu hans við prest á árum áður. Hann sagðist hafa farið aftur inn í herbergi konunnar seinna og reynt að snerta hana aftur. Í sömu ræðu gagnrýndi Duterte kaþólsku kirkjuna vegna kynferðisbrota presta. Hann hefur áður haldið því fram að prestur hafi káfað á honum. Kirkjan hefur reglulega gagnrýnt Duterte fyrir „stríð“ hans gegn fíkniefnum en minnst fimm þúsund manns hafa dáið vegna þess, samkvæmt opinberu tölum.Ummæli forsetans hafa verið harðlega gagnrýnd en forsetaembættið segir að einungis hafi verið um hlægilega skrýtlu að ræða og sagan hafi bæði verið tilbúin og að Duterte hafi kryddað hana verulega. Stjórnarandstæðingar í Filippseyjum segja að Duterte ætti að segja af sér. Hann hafi í raun viðurkennt að hafa reynt að nauðga konu. Þingmaðurinn France Castro, lýsti Duterte sem sjúkum, samkvæmt Philippine Star. Forsvarsmenn kvennaflokksins Gabriela gáfu frá sér yfirlýsingu þar sem Duterte er kallaður vitfirringur.Duterte hefur margsinnis valdið reiði með ummælum sínum og hegðun varðandi konur. Hann hefur til dæmis sagt hermönnum að skjóta konur í píkuna, til að gera þær gagnslausar. Hann hefur einnig sagt að hann hefði viljað nauðga sendiboða frá Ástralíu en hún var myrt í óeirðum í fangelsi í Filippseyjum árið 2016. Þá var hann gagnrýndur fyrr á árinu fyrir að kyssa konu á munninn á fjöldafundi.
Asía Ástralía Filippseyjar Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira