Andleg líðan hælisleitenda í Reykjanesbæ slæm Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. desember 2018 20:00 Hælisleitendur sem búa á Ásbrú í Reykjanesbæ kvarta undan mikilli einangrun en samgöngumöguleikar þeirra eru afar takmarkaðir. Andleg líðan íbúa sé mjög slæm. Einn hafi reynt að svipta sig lífi á dögunum. Um níutíu hælisleitendur, einhleypir karlmenn, dvelja í húsnæði á vegum Útlendingastofnunar á Ásbrú í Reykjanesbæ. Hælisleitendur sem fréttastofa ræddi við segja úrræðið allt of afskekkt og að litlir möguleikar séu fyrir íbúa að komast þaðan til að mynda til að sinna erindum í Reykjavík. Þeir upplifi sig gríðarlega einangraða og að lítið sem ekkert sé við að vera á daginn. Þeir segja ástandið sérstaklega erfitt fyrir suma þeirra sem komi úr erfiðustu aðstæðunum. Einn þeirra, íranskur hælisleitandi, hafi reynt að svipta sig lífi í byrjun mánaðar með því að taka of stóran skammt af lyfjum. Útlendingastofnun staðfestir að hælisleitandi hafi verið fluttur þaðan á sjúkrahús í Reykjavík í byrjun mánaðar. Maðurinn dvelur nú enn á Ásbrú þar sem hann bíður eftir því að mál hans verði tekið til efnismeðferðar hjá stofnuninni. „Ástandið er hræðilegt. Sum okkar hafa ekki séð fjölskyldur okkar í tvö til þrjú ár. Hann á einnig börn,“ segir Ali Fardoni, hælisleitandi sem einnig kemur frá Íran. Hann segir að fjarlægðin og einangrunin bæti ekki úr. Margir glími við mikið þunglyndi. „Ástandið er erfitt. Læknir sagði mér að ef men dvelja innandyra í tuttugu og fjórar klukkustundir munu þeir leggjast í þunglyndi, þótt þeir séu annars heilbrigðir.“ Hælisleitendur fá strætókort sem gengur innan Reykjanesbæjar en þurfi að borga um þrjú þúsund og fimm hundruð krónur ef þeir ætla til Reykjavíkur og til baka. Þeir fái hins vegar aðeins tíu þúsund krónur á viku til að eyða í mat og aðrar nauðsynjar og því sé ekki í boði að eyða slíkri upphæð í far í bæinn. Útlendingastofnun aðstoði þá aðeins með að komast í bæinn þurfi þeir að sinna erindum vegna málsmeðferðarinnar. „Við höfum þegar sagt þeim að við þjáumst að þunglyndi en þeir segjast skilja það en ekkert gerist svo,“ segir Ali Fardoni. Heilbrigðismál Hælisleitendur Reykjanesbær Tengdar fréttir Vilja frekar deyja en að snúa aftur á götuna á Grikklandi Prestur innflytjenda segir það gerast í auknum mæli að flóttamenn, sem hafi fengið dvalarleyfi í Grikklandi, leiti til Íslands þar sem aðstæður þar séu óviðunandi. 29. desember 2018 21:15 Komast ekki í jólamat því strætó gengur ekki Jaðarsett fólk sem býr utan miðbæjarins hafa lent í vandræðum með að komast í jólamat Hjálpræðishersins á aðfangadagskvöld vegna skertra almenningssamgangna. 24. desember 2018 08:15 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira
Hælisleitendur sem búa á Ásbrú í Reykjanesbæ kvarta undan mikilli einangrun en samgöngumöguleikar þeirra eru afar takmarkaðir. Andleg líðan íbúa sé mjög slæm. Einn hafi reynt að svipta sig lífi á dögunum. Um níutíu hælisleitendur, einhleypir karlmenn, dvelja í húsnæði á vegum Útlendingastofnunar á Ásbrú í Reykjanesbæ. Hælisleitendur sem fréttastofa ræddi við segja úrræðið allt of afskekkt og að litlir möguleikar séu fyrir íbúa að komast þaðan til að mynda til að sinna erindum í Reykjavík. Þeir upplifi sig gríðarlega einangraða og að lítið sem ekkert sé við að vera á daginn. Þeir segja ástandið sérstaklega erfitt fyrir suma þeirra sem komi úr erfiðustu aðstæðunum. Einn þeirra, íranskur hælisleitandi, hafi reynt að svipta sig lífi í byrjun mánaðar með því að taka of stóran skammt af lyfjum. Útlendingastofnun staðfestir að hælisleitandi hafi verið fluttur þaðan á sjúkrahús í Reykjavík í byrjun mánaðar. Maðurinn dvelur nú enn á Ásbrú þar sem hann bíður eftir því að mál hans verði tekið til efnismeðferðar hjá stofnuninni. „Ástandið er hræðilegt. Sum okkar hafa ekki séð fjölskyldur okkar í tvö til þrjú ár. Hann á einnig börn,“ segir Ali Fardoni, hælisleitandi sem einnig kemur frá Íran. Hann segir að fjarlægðin og einangrunin bæti ekki úr. Margir glími við mikið þunglyndi. „Ástandið er erfitt. Læknir sagði mér að ef men dvelja innandyra í tuttugu og fjórar klukkustundir munu þeir leggjast í þunglyndi, þótt þeir séu annars heilbrigðir.“ Hælisleitendur fá strætókort sem gengur innan Reykjanesbæjar en þurfi að borga um þrjú þúsund og fimm hundruð krónur ef þeir ætla til Reykjavíkur og til baka. Þeir fái hins vegar aðeins tíu þúsund krónur á viku til að eyða í mat og aðrar nauðsynjar og því sé ekki í boði að eyða slíkri upphæð í far í bæinn. Útlendingastofnun aðstoði þá aðeins með að komast í bæinn þurfi þeir að sinna erindum vegna málsmeðferðarinnar. „Við höfum þegar sagt þeim að við þjáumst að þunglyndi en þeir segjast skilja það en ekkert gerist svo,“ segir Ali Fardoni.
Heilbrigðismál Hælisleitendur Reykjanesbær Tengdar fréttir Vilja frekar deyja en að snúa aftur á götuna á Grikklandi Prestur innflytjenda segir það gerast í auknum mæli að flóttamenn, sem hafi fengið dvalarleyfi í Grikklandi, leiti til Íslands þar sem aðstæður þar séu óviðunandi. 29. desember 2018 21:15 Komast ekki í jólamat því strætó gengur ekki Jaðarsett fólk sem býr utan miðbæjarins hafa lent í vandræðum með að komast í jólamat Hjálpræðishersins á aðfangadagskvöld vegna skertra almenningssamgangna. 24. desember 2018 08:15 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira
Vilja frekar deyja en að snúa aftur á götuna á Grikklandi Prestur innflytjenda segir það gerast í auknum mæli að flóttamenn, sem hafi fengið dvalarleyfi í Grikklandi, leiti til Íslands þar sem aðstæður þar séu óviðunandi. 29. desember 2018 21:15
Komast ekki í jólamat því strætó gengur ekki Jaðarsett fólk sem býr utan miðbæjarins hafa lent í vandræðum með að komast í jólamat Hjálpræðishersins á aðfangadagskvöld vegna skertra almenningssamgangna. 24. desember 2018 08:15