Ferhyrndur hrútur með risahorn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. desember 2018 21:30 Ferhyrnt fé er í miklu uppáhaldi hjá frístundabónda á Hvolsvelli en slíkt fé er frekar sjaldgæft. Af fé bóndans fer hrúturinn Vafurlogi fremstur í flokki en hann er með mjög stór og stæðileg horn sem vekja mikla athygli þeirra sem sjá hann. Í fréttunum í gær sögðum við frá hundinum Spora og Kjartani Benediktssyni á Hvolsvelli. Nú er komið að því að segja frá Kjartani og ferhyrnda fénu hans en hann er með nokkrar slíkar kindur í hesthúsahverfinu á Hvolsvelli, auk þess að vera með hænur. Hrúturinn Vafurlogi er mórauður og líklega með fallegustu ferhyrndu hrútum landsins enda teygja hornin sig í allar áttir. Kindurnar hjá Kjartani elska það þegar hann kemur og gefur þeim brauð, barnabörnin Ylfa og Ýmir Jens Ívarsbörn aðstoða afa við bústörfin. „Ég hef nú átt marga fallega hyrnda og þetta fé virðist verða eldra en margt af þessu ræktaða fé. Það koma alveg drekalömb undan þessu fé.“En þú hefur gaman af hyrndu fé, Kjartan?„Þetta er náttúrulega bara til gamans gert því þetta er náttúrulega hverfandi atvinnugrein. En þetta er svona eins og bara gæludýr hjá mér."En er ekkert erfitt fyrir Vafurloga að hafa svona stór horn, t.d. þegar hann er að éta úr garðanum?„Nei, það virðist ekkert há honum. Það er aftur ef hann kemur fram, þá þarf að saga þau og svona snyrta þau. Svo hann lendi ekki í vandræðum með að éta af jörðinni.“ Vafurlogi er ekki nema veturgamall og því líklegt að hornin eigi eftir að stækka enn frekar á næstu árum.Vafurlogi vígalegur.Mynd/magnús hlynur hreiðarsson Dýr Rangárþing eystra Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Ferhyrnt fé er í miklu uppáhaldi hjá frístundabónda á Hvolsvelli en slíkt fé er frekar sjaldgæft. Af fé bóndans fer hrúturinn Vafurlogi fremstur í flokki en hann er með mjög stór og stæðileg horn sem vekja mikla athygli þeirra sem sjá hann. Í fréttunum í gær sögðum við frá hundinum Spora og Kjartani Benediktssyni á Hvolsvelli. Nú er komið að því að segja frá Kjartani og ferhyrnda fénu hans en hann er með nokkrar slíkar kindur í hesthúsahverfinu á Hvolsvelli, auk þess að vera með hænur. Hrúturinn Vafurlogi er mórauður og líklega með fallegustu ferhyrndu hrútum landsins enda teygja hornin sig í allar áttir. Kindurnar hjá Kjartani elska það þegar hann kemur og gefur þeim brauð, barnabörnin Ylfa og Ýmir Jens Ívarsbörn aðstoða afa við bústörfin. „Ég hef nú átt marga fallega hyrnda og þetta fé virðist verða eldra en margt af þessu ræktaða fé. Það koma alveg drekalömb undan þessu fé.“En þú hefur gaman af hyrndu fé, Kjartan?„Þetta er náttúrulega bara til gamans gert því þetta er náttúrulega hverfandi atvinnugrein. En þetta er svona eins og bara gæludýr hjá mér."En er ekkert erfitt fyrir Vafurloga að hafa svona stór horn, t.d. þegar hann er að éta úr garðanum?„Nei, það virðist ekkert há honum. Það er aftur ef hann kemur fram, þá þarf að saga þau og svona snyrta þau. Svo hann lendi ekki í vandræðum með að éta af jörðinni.“ Vafurlogi er ekki nema veturgamall og því líklegt að hornin eigi eftir að stækka enn frekar á næstu árum.Vafurlogi vígalegur.Mynd/magnús hlynur hreiðarsson
Dýr Rangárþing eystra Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira