Ferhyrndur hrútur með risahorn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. desember 2018 21:30 Ferhyrnt fé er í miklu uppáhaldi hjá frístundabónda á Hvolsvelli en slíkt fé er frekar sjaldgæft. Af fé bóndans fer hrúturinn Vafurlogi fremstur í flokki en hann er með mjög stór og stæðileg horn sem vekja mikla athygli þeirra sem sjá hann. Í fréttunum í gær sögðum við frá hundinum Spora og Kjartani Benediktssyni á Hvolsvelli. Nú er komið að því að segja frá Kjartani og ferhyrnda fénu hans en hann er með nokkrar slíkar kindur í hesthúsahverfinu á Hvolsvelli, auk þess að vera með hænur. Hrúturinn Vafurlogi er mórauður og líklega með fallegustu ferhyrndu hrútum landsins enda teygja hornin sig í allar áttir. Kindurnar hjá Kjartani elska það þegar hann kemur og gefur þeim brauð, barnabörnin Ylfa og Ýmir Jens Ívarsbörn aðstoða afa við bústörfin. „Ég hef nú átt marga fallega hyrnda og þetta fé virðist verða eldra en margt af þessu ræktaða fé. Það koma alveg drekalömb undan þessu fé.“En þú hefur gaman af hyrndu fé, Kjartan?„Þetta er náttúrulega bara til gamans gert því þetta er náttúrulega hverfandi atvinnugrein. En þetta er svona eins og bara gæludýr hjá mér."En er ekkert erfitt fyrir Vafurloga að hafa svona stór horn, t.d. þegar hann er að éta úr garðanum?„Nei, það virðist ekkert há honum. Það er aftur ef hann kemur fram, þá þarf að saga þau og svona snyrta þau. Svo hann lendi ekki í vandræðum með að éta af jörðinni.“ Vafurlogi er ekki nema veturgamall og því líklegt að hornin eigi eftir að stækka enn frekar á næstu árum.Vafurlogi vígalegur.Mynd/magnús hlynur hreiðarsson Dýr Rangárþing eystra Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Ferhyrnt fé er í miklu uppáhaldi hjá frístundabónda á Hvolsvelli en slíkt fé er frekar sjaldgæft. Af fé bóndans fer hrúturinn Vafurlogi fremstur í flokki en hann er með mjög stór og stæðileg horn sem vekja mikla athygli þeirra sem sjá hann. Í fréttunum í gær sögðum við frá hundinum Spora og Kjartani Benediktssyni á Hvolsvelli. Nú er komið að því að segja frá Kjartani og ferhyrnda fénu hans en hann er með nokkrar slíkar kindur í hesthúsahverfinu á Hvolsvelli, auk þess að vera með hænur. Hrúturinn Vafurlogi er mórauður og líklega með fallegustu ferhyrndu hrútum landsins enda teygja hornin sig í allar áttir. Kindurnar hjá Kjartani elska það þegar hann kemur og gefur þeim brauð, barnabörnin Ylfa og Ýmir Jens Ívarsbörn aðstoða afa við bústörfin. „Ég hef nú átt marga fallega hyrnda og þetta fé virðist verða eldra en margt af þessu ræktaða fé. Það koma alveg drekalömb undan þessu fé.“En þú hefur gaman af hyrndu fé, Kjartan?„Þetta er náttúrulega bara til gamans gert því þetta er náttúrulega hverfandi atvinnugrein. En þetta er svona eins og bara gæludýr hjá mér."En er ekkert erfitt fyrir Vafurloga að hafa svona stór horn, t.d. þegar hann er að éta úr garðanum?„Nei, það virðist ekkert há honum. Það er aftur ef hann kemur fram, þá þarf að saga þau og svona snyrta þau. Svo hann lendi ekki í vandræðum með að éta af jörðinni.“ Vafurlogi er ekki nema veturgamall og því líklegt að hornin eigi eftir að stækka enn frekar á næstu árum.Vafurlogi vígalegur.Mynd/magnús hlynur hreiðarsson
Dýr Rangárþing eystra Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels