Facebook klárar árið með enn einu hneykslinu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. desember 2018 07:45 Netflix og Spotify fengu að lesa persónuleg skilaboð. Nordicphotos/Getty Nordicphotos/Getty Árið 2018 er án nokkurs vafa það versta í sögu samfélagsmiðlarisans Facebook. Að minnsta kosti ef horft er til hneykslismála. Cambridge Analytica-hneykslið er stærsta og þekktasta málið en að auki uppgötvuðust gallar sem stefndu öryggi persónulegra upplýsinga ítrekað í hættu. Þá er ótalin ráðning á andstæðingarannsóknabatteríi Repúblikana sem setti af stað falsfréttaherferð fyrir hönd miðilsins. The New York Times hefur nú greint frá enn einu málinu. Í ítarlegri og langri umfjöllun þriggja blaðamanna var greint frá því að Facebook hefði veitt stórum tæknifyrirtækjum, til að mynda Microsoft, Amazon og Spotify, mun víðtækari heimildir til að skoða gögn Facebook-notenda en miðillinn hafði áður sagt frá. Viðtöl við 60 fyrrverandi starfsmenn og viðskiptafélaga leiddu í ljós að Facebook hefði hugsanlega brotið gegn samþykkt við viðskiptaráð alríkisstjórnarinnar frá árinu 2011 um að ekki mætti deila upplýsingum notenda án skýrs samþykkis. Apple fékk að skoða dagatöl og vini notenda, meira að segja þeirra sem höfðu sérstaklega valið að deila þeim upplýsingum ekki. Amazon fékk nöfn og upplýsingar um netföng og símanúmer. Microsoft fékk sams konar upplýsingar. Apple segist aldrei hafa skoðað upplýsingarnar, Amazon sagði sína notkun vera alfarið viðeigandi og Microsoft kvaðst hafa eytt upplýsingunum. Öllu verra er hins vegar að Facebook leyfði Spotify, Netflix og Royal Bank of Canada hreinlega að lesa persónuleg skilaboð notenda, send í gegn um Messenger. Netflix sagðist þó aldrei hafa beðið um heimildina né lesið skilaboð. Sams konar svar fékkst frá Spotify. Ekki er þó hægt að útiloka að starfsmenn fyrirtækjanna hafi nýtt sér heimildina á einhvern hátt án leyfis stjórnenda. Birtist í Fréttablaðinu Facebook Tengdar fréttir Facebook gaf tæknirisum víðtækari aðgang en stjórnendur viðurkenndu Stjórnendur Facebook töldu að ekki þyrfti leyfi notenda fyrir að deila upplýsingunum með fyrirtækjunum því þeir litu á þau sem framlengingu á samfélagsmiðlinum sjálfum. 19. desember 2018 12:09 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Árið 2018 er án nokkurs vafa það versta í sögu samfélagsmiðlarisans Facebook. Að minnsta kosti ef horft er til hneykslismála. Cambridge Analytica-hneykslið er stærsta og þekktasta málið en að auki uppgötvuðust gallar sem stefndu öryggi persónulegra upplýsinga ítrekað í hættu. Þá er ótalin ráðning á andstæðingarannsóknabatteríi Repúblikana sem setti af stað falsfréttaherferð fyrir hönd miðilsins. The New York Times hefur nú greint frá enn einu málinu. Í ítarlegri og langri umfjöllun þriggja blaðamanna var greint frá því að Facebook hefði veitt stórum tæknifyrirtækjum, til að mynda Microsoft, Amazon og Spotify, mun víðtækari heimildir til að skoða gögn Facebook-notenda en miðillinn hafði áður sagt frá. Viðtöl við 60 fyrrverandi starfsmenn og viðskiptafélaga leiddu í ljós að Facebook hefði hugsanlega brotið gegn samþykkt við viðskiptaráð alríkisstjórnarinnar frá árinu 2011 um að ekki mætti deila upplýsingum notenda án skýrs samþykkis. Apple fékk að skoða dagatöl og vini notenda, meira að segja þeirra sem höfðu sérstaklega valið að deila þeim upplýsingum ekki. Amazon fékk nöfn og upplýsingar um netföng og símanúmer. Microsoft fékk sams konar upplýsingar. Apple segist aldrei hafa skoðað upplýsingarnar, Amazon sagði sína notkun vera alfarið viðeigandi og Microsoft kvaðst hafa eytt upplýsingunum. Öllu verra er hins vegar að Facebook leyfði Spotify, Netflix og Royal Bank of Canada hreinlega að lesa persónuleg skilaboð notenda, send í gegn um Messenger. Netflix sagðist þó aldrei hafa beðið um heimildina né lesið skilaboð. Sams konar svar fékkst frá Spotify. Ekki er þó hægt að útiloka að starfsmenn fyrirtækjanna hafi nýtt sér heimildina á einhvern hátt án leyfis stjórnenda.
Birtist í Fréttablaðinu Facebook Tengdar fréttir Facebook gaf tæknirisum víðtækari aðgang en stjórnendur viðurkenndu Stjórnendur Facebook töldu að ekki þyrfti leyfi notenda fyrir að deila upplýsingunum með fyrirtækjunum því þeir litu á þau sem framlengingu á samfélagsmiðlinum sjálfum. 19. desember 2018 12:09 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Facebook gaf tæknirisum víðtækari aðgang en stjórnendur viðurkenndu Stjórnendur Facebook töldu að ekki þyrfti leyfi notenda fyrir að deila upplýsingunum með fyrirtækjunum því þeir litu á þau sem framlengingu á samfélagsmiðlinum sjálfum. 19. desember 2018 12:09