Lögmaður telur framhald líklegt í upptökumáli Miðflokksmanna Garðar Örn Úlfarsson skrifar 20. desember 2018 07:00 Bára í héraðsdómi í vikunni ásamt lögmönnum sínum. vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í gær kröfu fjögurra alþingismanna Miðflokksins um vitnaleiðslur og gagnaöflun vegna hljóðritunar á barnum Klaustri. „Við áttum von á því að þetta yrði niðurstaðan,“ segir Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður Báru Halldórsdóttur. Stjórn Persónuverndar muni funda um málið í dag og spennandi verði að sjá hvernig tekið verði á því þar. „Svo er að bíða og sjá hvort þessir fjórir þingmenn kæri niðurstöðu héraðsdóms til Landsréttar eða fari beint í það að höfða einkamál,“ heldur Auður áfram. Þriðji möguleikinn sé að þeir kæri til lögreglunnar. Enginn fjórmenninganna svaraði Fréttablaðinu í gær og lögmaður þeirra, Reimar Pétursson, ekki heldur. Framhaldið er því er óljóst. „Við metum það heldur líklegra vegna þess að beiðnin til héraðsdóms byggði ekki á því að þetta væri nauðsynlegt til þess að ákveða hvort það ætti að fara í mál heldur að það væri stefnan að fara í mál og til þess að ákveðin gögn færu ekki til spillis væri verið að biðja um þau núna. Uppleggið þeirra hljómaði eins og þeir væru búnir að gera upp hug sinn,“ segir Auður. Ekki varð opinbert hver hefði staðið að upptökunum á Klaustri 21. nóvember fyrr en að Bára Halldórsdóttir steig fram 7. desember. Beiðni fjórmenninganna var sett fram 6. desember. Í úrskurði Lárentsínusar Kristjánssonar dómara kemur fram að lögmaður Báru hafi bent á að eftir að hún hafi stigið fram skorti þingmennina fjóra lögvarða hagsmuni af beiðni sinni. Í úrskurðinum er vikið að þeirri kenningu fjórmenninganna að líklegt sé að fleiri en Bára hafi staðið að því að hljóðrita samtal þeirra á Klaustri. „Slíkar kenningar og vangaveltur verða þó að mati dómsins að byggjast á einhverju öðru en því að hlutaðeigendur telji þetta eða hitt líklegt án þess að það sé rökstutt sérstaklega og með afmörkuðum hætti hvers vegna slíkar grunsemdir séu uppi,“ segir Lárentsínus í úrskurðinum. „Það er að minnsta kosti gott að þetta fór svona. Svo sjáum við hvað gerist næst,“ segir Bára Halldórsdóttir um niðurstöðu héraðsdóms. Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í gær kröfu fjögurra alþingismanna Miðflokksins um vitnaleiðslur og gagnaöflun vegna hljóðritunar á barnum Klaustri. „Við áttum von á því að þetta yrði niðurstaðan,“ segir Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður Báru Halldórsdóttur. Stjórn Persónuverndar muni funda um málið í dag og spennandi verði að sjá hvernig tekið verði á því þar. „Svo er að bíða og sjá hvort þessir fjórir þingmenn kæri niðurstöðu héraðsdóms til Landsréttar eða fari beint í það að höfða einkamál,“ heldur Auður áfram. Þriðji möguleikinn sé að þeir kæri til lögreglunnar. Enginn fjórmenninganna svaraði Fréttablaðinu í gær og lögmaður þeirra, Reimar Pétursson, ekki heldur. Framhaldið er því er óljóst. „Við metum það heldur líklegra vegna þess að beiðnin til héraðsdóms byggði ekki á því að þetta væri nauðsynlegt til þess að ákveða hvort það ætti að fara í mál heldur að það væri stefnan að fara í mál og til þess að ákveðin gögn færu ekki til spillis væri verið að biðja um þau núna. Uppleggið þeirra hljómaði eins og þeir væru búnir að gera upp hug sinn,“ segir Auður. Ekki varð opinbert hver hefði staðið að upptökunum á Klaustri 21. nóvember fyrr en að Bára Halldórsdóttir steig fram 7. desember. Beiðni fjórmenninganna var sett fram 6. desember. Í úrskurði Lárentsínusar Kristjánssonar dómara kemur fram að lögmaður Báru hafi bent á að eftir að hún hafi stigið fram skorti þingmennina fjóra lögvarða hagsmuni af beiðni sinni. Í úrskurðinum er vikið að þeirri kenningu fjórmenninganna að líklegt sé að fleiri en Bára hafi staðið að því að hljóðrita samtal þeirra á Klaustri. „Slíkar kenningar og vangaveltur verða þó að mati dómsins að byggjast á einhverju öðru en því að hlutaðeigendur telji þetta eða hitt líklegt án þess að það sé rökstutt sérstaklega og með afmörkuðum hætti hvers vegna slíkar grunsemdir séu uppi,“ segir Lárentsínus í úrskurðinum. „Það er að minnsta kosti gott að þetta fór svona. Svo sjáum við hvað gerist næst,“ segir Bára Halldórsdóttir um niðurstöðu héraðsdóms.
Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira