Vonast til að félögin geti unnið saman þrátt fyrir niðurstöðuna Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. desember 2018 08:30 Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Fréttablaðið/Ernir Samninganefnd Eflingar samþykkti í gær að draga samningsumboð sitt til Starfsgreinasambandsins (SGS) til baka. Tillaga þess efnis var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta á fundi nefndarinnar. Formaður SGS segist leiður yfir að svona hafi farið en vonast til að félög landsins muni vinna saman þó að þau verði ekki saman í hóp. Fyrr í þessari viku felldi fundur aðildarfélaga SGS tillögu um að vísa kjarasamningaviðræðum strax til ríkissáttasemjara. Ellefu félög greiddu atkvæði gegn því en sjö vildu samþykkja. Meðal þeirra sem vildu samþykkja var Efling. Var haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, að hún teldi niðurstöðuna ranga og rétt hefði verið að vísa deilunni til ríkissáttasemjara áður en jólin gengju í garð. Boðað var til fundar í Eflingu í gær. „Þetta var því sem næst einróma niðurstaða fundarins og næstu skref eru að ég hef heimild frá samninganefndinni til að taka ákvörðun um hvenær við munum vísa viðræðunum til sáttasemjara,“ segir Sólveig Anna. „Það hefur alltaf verið okkar mikli vilji að vera saman í bandalagi og fara fram saman með VR. Þegar við skiluðum samningsumboði Eflingar til SGS gerðum við það með þeim fyrirvara að af slíku sambandi yrði og við töldum að það væri samhugur um það innan vébanda SGS. Því miður var það ekki raunin,“ segir hún. „Félög geta auðvitað hvenær sem er dregið umboð sitt til baka ef þau eru ekki ánægð. Það er ákvörðun hvers og eins en auðvitað finnst mér það miður,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS. Þegar Fréttablaðið náði í Björn hafði honum ekki verið tilkynnt formlega um niðurstöðu fundarins en þó frétt af henni. Hann segir ekki óþekkt að félög vinni í mismunandi hópum. „Það hefur auðvitað alltaf áhrif ef menn vinna ekki í sameiningu. Þetta þýðir að félögin verða ekki saman í hóp en ég vonast til þess að þau geti unnið saman þrátt fyrir það. Þau félög sem eftir verða innan SGS munu auðvitað fylkja liði og vinna að því að ná góðum kjarasamningum,“ segir Björn. Þegar Fréttablaðið fór í prentun lá ekki fyrir hvort fleiri félög myndu fylgja fordæmi Eflingar og draga umboð sitt til SGS til baka. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hafði lýst því yfir að afar líklegt væri að félag hans myndi fylgja í kjölfar Eflingar ef svo færi. Fréttablaðið reyndi að ná í Vilhjálm í gær en árangurslaust. Ítrekaðar tilraunir til að ná tali af Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, báru jafn mikinn ávöxt Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Sjá meira
Samninganefnd Eflingar samþykkti í gær að draga samningsumboð sitt til Starfsgreinasambandsins (SGS) til baka. Tillaga þess efnis var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta á fundi nefndarinnar. Formaður SGS segist leiður yfir að svona hafi farið en vonast til að félög landsins muni vinna saman þó að þau verði ekki saman í hóp. Fyrr í þessari viku felldi fundur aðildarfélaga SGS tillögu um að vísa kjarasamningaviðræðum strax til ríkissáttasemjara. Ellefu félög greiddu atkvæði gegn því en sjö vildu samþykkja. Meðal þeirra sem vildu samþykkja var Efling. Var haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, að hún teldi niðurstöðuna ranga og rétt hefði verið að vísa deilunni til ríkissáttasemjara áður en jólin gengju í garð. Boðað var til fundar í Eflingu í gær. „Þetta var því sem næst einróma niðurstaða fundarins og næstu skref eru að ég hef heimild frá samninganefndinni til að taka ákvörðun um hvenær við munum vísa viðræðunum til sáttasemjara,“ segir Sólveig Anna. „Það hefur alltaf verið okkar mikli vilji að vera saman í bandalagi og fara fram saman með VR. Þegar við skiluðum samningsumboði Eflingar til SGS gerðum við það með þeim fyrirvara að af slíku sambandi yrði og við töldum að það væri samhugur um það innan vébanda SGS. Því miður var það ekki raunin,“ segir hún. „Félög geta auðvitað hvenær sem er dregið umboð sitt til baka ef þau eru ekki ánægð. Það er ákvörðun hvers og eins en auðvitað finnst mér það miður,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS. Þegar Fréttablaðið náði í Björn hafði honum ekki verið tilkynnt formlega um niðurstöðu fundarins en þó frétt af henni. Hann segir ekki óþekkt að félög vinni í mismunandi hópum. „Það hefur auðvitað alltaf áhrif ef menn vinna ekki í sameiningu. Þetta þýðir að félögin verða ekki saman í hóp en ég vonast til þess að þau geti unnið saman þrátt fyrir það. Þau félög sem eftir verða innan SGS munu auðvitað fylkja liði og vinna að því að ná góðum kjarasamningum,“ segir Björn. Þegar Fréttablaðið fór í prentun lá ekki fyrir hvort fleiri félög myndu fylgja fordæmi Eflingar og draga umboð sitt til SGS til baka. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hafði lýst því yfir að afar líklegt væri að félag hans myndi fylgja í kjölfar Eflingar ef svo færi. Fréttablaðið reyndi að ná í Vilhjálm í gær en árangurslaust. Ítrekaðar tilraunir til að ná tali af Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, báru jafn mikinn ávöxt
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Sjá meira