Pólitískt samkomulag jafnvel ef Brexit-samningur verður felldur Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. desember 2018 08:15 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Fréttablaðið/Ernir Ísland, Noregur og Liechtenstein hafa náð samningi við Bretland vegna Brexit. Frá þessu var greint á vef utanríkisráðuneytisins í gær. Í tilkynningunni segir að með samningnum sé tryggt að Íslendingar búsettir í Bretlandi, eða þeir sem flytja þangað fyrir lok svokallaðs bráðabirgðatímabils, geti verið þar áfram og notið óbreyttra réttinda í grundvallaratriðum. Hið sama gildir svo um þá bresku ríkisborgara sem hreiðrað hafa um sig hér á landi. Að auki er greitt úr „ýmsum tæknilegum úrlausnarefnum vegna útgöngu Bretlands úr EES á sviði vöruviðskipta, opinberra innkaupa, hugverkaréttinda, persónuverndar og tollamála“. „Þetta þýðir að við stöndum jafnfætis aðildarríkjum ESB þegar kemur að því að leysa úr málum sem tengjast útgöngu Bretlands úr sambandinu. Á meðan framhald málsins er enn sveipað nokkurri óvissu halda íslensk stjórnvöld áfram að búa sig undir mismunandi sviðsmyndir,“ var haft eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra sem sagði áfangann að auki þýðingarmikinn. „Það er ánægjulegt að hafa náð þessu samkomulagi. Samningurinn mun vernda réttindi borgaranna þegar Bretland gengur úr ESB og eyða óvissu hjá fyrirtækjum um ýmis atriði. Markmið okkar er að gera nýja samninga sem taka gildi eftir að bráðabirgðatímabilinu lýkur. Þeir tryggja langvarandi tengsl ríkjanna, þar á meðal á sviði viðskipta,“ sagði svo í sameiginlegri yfirlýsingu stjórnvalda ríkjanna fjögurra. Samningurinn sem um ræðir verður þó ekki undirritaður nema útgöngusamningur Breta við ESB nái fram að ganga. Það virðist ólíklegt miðað við stöðuna á breska þinginu nú. Hins vegar segir í tilkynningunni að pólitískt samkomulag ríki milli Íslands og Bretlands um að tryggja rétt borgara til áframhaldandi búsetu jafnvel ef Brexit verður samningslaust. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Ísland, Noregur og Liechtenstein hafa náð samningi við Bretland vegna Brexit. Frá þessu var greint á vef utanríkisráðuneytisins í gær. Í tilkynningunni segir að með samningnum sé tryggt að Íslendingar búsettir í Bretlandi, eða þeir sem flytja þangað fyrir lok svokallaðs bráðabirgðatímabils, geti verið þar áfram og notið óbreyttra réttinda í grundvallaratriðum. Hið sama gildir svo um þá bresku ríkisborgara sem hreiðrað hafa um sig hér á landi. Að auki er greitt úr „ýmsum tæknilegum úrlausnarefnum vegna útgöngu Bretlands úr EES á sviði vöruviðskipta, opinberra innkaupa, hugverkaréttinda, persónuverndar og tollamála“. „Þetta þýðir að við stöndum jafnfætis aðildarríkjum ESB þegar kemur að því að leysa úr málum sem tengjast útgöngu Bretlands úr sambandinu. Á meðan framhald málsins er enn sveipað nokkurri óvissu halda íslensk stjórnvöld áfram að búa sig undir mismunandi sviðsmyndir,“ var haft eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra sem sagði áfangann að auki þýðingarmikinn. „Það er ánægjulegt að hafa náð þessu samkomulagi. Samningurinn mun vernda réttindi borgaranna þegar Bretland gengur úr ESB og eyða óvissu hjá fyrirtækjum um ýmis atriði. Markmið okkar er að gera nýja samninga sem taka gildi eftir að bráðabirgðatímabilinu lýkur. Þeir tryggja langvarandi tengsl ríkjanna, þar á meðal á sviði viðskipta,“ sagði svo í sameiginlegri yfirlýsingu stjórnvalda ríkjanna fjögurra. Samningurinn sem um ræðir verður þó ekki undirritaður nema útgöngusamningur Breta við ESB nái fram að ganga. Það virðist ólíklegt miðað við stöðuna á breska þinginu nú. Hins vegar segir í tilkynningunni að pólitískt samkomulag ríki milli Íslands og Bretlands um að tryggja rétt borgara til áframhaldandi búsetu jafnvel ef Brexit verður samningslaust.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira