Framkvæmdastjóri SA segir fjölda við samningaborðið ekki breyta því sem er til skiptanna Heimir Már Pétursson skrifar 20. desember 2018 21:44 Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir fjölgun viðmælenda við samningaborðið ekki breyta því hvað sé til skiptanna í komandi kjarasamningum. Tvö fjölmennustu stéttarfélög landsins, Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness munu að öllum líkindum vísa kjaradeilu félaganna og Samtaka atvinnulífsins til ríkissáttasemjara á morgun. Samninganefnd Eflingar ákvað í gærkvöldi að kalla inn samningsumboð sitt hjá Starfsgreinasambandinu og fara í samflot með VR og í morgun tilkynnti formaður Verkalýðsfélags Akraness að félagið myndi fylgja Eflingu. Félögin munu vísa deilu sinni við atvinnurekendur formlega til ríkissáttasemjara á morgun. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir tímann verða að leiða í ljós hvaða áhrif þessar hræringar hafi á samningaviðræðurnar. „Aðgerðir eiga aldrei að vera markmið eins eða neins. Nú erum við að fara inn í jólahátíðina og ég held að við eigum að einsetja okkur að ná kjarasamningum án rósturs og aðgerða á vinnumarkaði. Það er atburðarás sem enginn vill hrinda af stað,“ segir Halldór Benjamín. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins segir það vonbrigði að leiðir skilji. En aðildarfélögin nítján sameinuðust í fyrsta sinn í sögu sinni öll við samningaborðið í haust.Verður þetta keppni á milli hópa um hver nær betri samningi við Samtök atvinnulífsins? „Nei, nei. Það er engin keppni þarna á milli. Vegna þess að báðir aðilar og allir sem standa í samningagerð hafa bara eitt markmið. Það er að ná kjarasamningi til að bæta stöðu síns félagsfólks,“ segir Björn. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir annan hópinn ekki geta vænst þess að fá betri samning en hinn. „Hvernig sem verkalýðshreyfingin kýs að skipuleggja sig, hverja hún kýs að kalla að borðinu, breytir því ekki hvað er til skiptanna. Breytir því ekki hvernig gangurinn er í hagkerfinu,“ segir framkvæmdastjóri SA. Verkalýðshreyfingin er einnig með kröfur á stjórnvöld í skatta- og húsnæðismálum. En átakshópur á vegum stjórnvalda skilar tillögum í húsnæðismálum hinn 20. janúar. Formaður Starfsgreinasambandsins gagnrýnir hvað stjórnvöld eru seint á ferðinni með sín svör sem geti hamlað samningum. „Þannig að mér finnst að stjórnvöld þurfi að fara að hressast í að koma með eitthvað inn í þessar samningaviðræður. Þannig að það kannski strandar á þeim að lokum? Það gæti alveg gert það og þá er það mikill ábyrgðarhluti,“ segir Björn Snæbjörnsson. Kjaramál Tengdar fréttir Verðbólguvæntingar að aukast hjá stjórnendum stórfyrirtækja Stjórnendur 400 stærstu fyrirtækja landsins búast við aukinni verðbólgu næstu tólf mánuði. Hafa verðbólguvæntingar þeirra ekki verið meiri frá því í aðdraganda síðustu kjarasamninga. 19. desember 2018 08:00 Spá fækkun starfa í fyrsta sinn frá 2009 Stjórnendur 400 stærstu fyrirtækja landsins eru svartsýnir á stöðuna í atvinnulífinu samkvæmt nýrri könnun Gallup sem unnin er fyrir Samtök atvinnulífsins og Seðlabankann. 19. desember 2018 06:15 Efling slítur sig frá SGS Samninganefnd Eflingar hefur dregið samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu. 19. desember 2018 21:09 Útlit fyrir að nokkur félög vísi deilu til ríkissáttasemjara fyrir helgi Efling og VR og jafnvel fleiri verkalýðsfélög munu vísa kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara fyrir jól, jafnvel í dag. 20. desember 2018 13:30 Mest lesið Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára Innlent Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Innlent Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Innlent Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Erlent Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum Innlent Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás Innlent Nafn hins látna í manndrápsmálinu Innlent Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað alvarlegt mál“ Framboðslistar Röskvu kynntir Bryggjan sem gæti rofið hafnleysu Skaftfellinga Ekki brugðist við tilmælum SKE í þrjú ár Nafn hins látna í manndrápsmálinu Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum SKE skoðar Heineman og meintur bókastuldur Meta Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára Annar árekstur á Vesturlandsvegi Fjögurra ára fangelsi fyrir gróf brot gegn fyrrverandi Börn hafi reynt að drepa önnur börn Sjö sagt upp hjá Rauða krossinum Gekk berserksgang og lagði hótelherbergi í rúst Lokað fyrir kalt vatn í Kópavogi í kvöld Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Brúnastaðir í Fljótum hlutu landbúnaðarverðlaunin 2025 Hamingja dvínandi þótt Ísland berjist um toppsæti Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Alþjóðlegi hamingjudagurinn 2025: Hamingja, samkennd og Riddarar kærleikans Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Eina sem hafi breyst sé að flokkurinn sé nú í ríkisstjórn Tjón Úkraínumanna um áttahundruð milljarðar dollara Svona var Pallborðið um ofbeldisöldu hjá ungmennum 33 prósent íslenskra ungmenna nota nikótínpúða Mættu til viðskipta vopnaðir hnífum og piparúða „Reginhneyksli“ að Sádar stýri nefnd um réttindi kvenna Bein útsending: Setning Búnaðarþings Göturnar sem verða malbikaðar í sumar í Reykjavík Tæknilausnir nauðsynlegar til að bæta þjónustu í heilbrigðiskerfinu Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma árið 2023 Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir fjölgun viðmælenda við samningaborðið ekki breyta því hvað sé til skiptanna í komandi kjarasamningum. Tvö fjölmennustu stéttarfélög landsins, Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness munu að öllum líkindum vísa kjaradeilu félaganna og Samtaka atvinnulífsins til ríkissáttasemjara á morgun. Samninganefnd Eflingar ákvað í gærkvöldi að kalla inn samningsumboð sitt hjá Starfsgreinasambandinu og fara í samflot með VR og í morgun tilkynnti formaður Verkalýðsfélags Akraness að félagið myndi fylgja Eflingu. Félögin munu vísa deilu sinni við atvinnurekendur formlega til ríkissáttasemjara á morgun. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir tímann verða að leiða í ljós hvaða áhrif þessar hræringar hafi á samningaviðræðurnar. „Aðgerðir eiga aldrei að vera markmið eins eða neins. Nú erum við að fara inn í jólahátíðina og ég held að við eigum að einsetja okkur að ná kjarasamningum án rósturs og aðgerða á vinnumarkaði. Það er atburðarás sem enginn vill hrinda af stað,“ segir Halldór Benjamín. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins segir það vonbrigði að leiðir skilji. En aðildarfélögin nítján sameinuðust í fyrsta sinn í sögu sinni öll við samningaborðið í haust.Verður þetta keppni á milli hópa um hver nær betri samningi við Samtök atvinnulífsins? „Nei, nei. Það er engin keppni þarna á milli. Vegna þess að báðir aðilar og allir sem standa í samningagerð hafa bara eitt markmið. Það er að ná kjarasamningi til að bæta stöðu síns félagsfólks,“ segir Björn. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir annan hópinn ekki geta vænst þess að fá betri samning en hinn. „Hvernig sem verkalýðshreyfingin kýs að skipuleggja sig, hverja hún kýs að kalla að borðinu, breytir því ekki hvað er til skiptanna. Breytir því ekki hvernig gangurinn er í hagkerfinu,“ segir framkvæmdastjóri SA. Verkalýðshreyfingin er einnig með kröfur á stjórnvöld í skatta- og húsnæðismálum. En átakshópur á vegum stjórnvalda skilar tillögum í húsnæðismálum hinn 20. janúar. Formaður Starfsgreinasambandsins gagnrýnir hvað stjórnvöld eru seint á ferðinni með sín svör sem geti hamlað samningum. „Þannig að mér finnst að stjórnvöld þurfi að fara að hressast í að koma með eitthvað inn í þessar samningaviðræður. Þannig að það kannski strandar á þeim að lokum? Það gæti alveg gert það og þá er það mikill ábyrgðarhluti,“ segir Björn Snæbjörnsson.
Kjaramál Tengdar fréttir Verðbólguvæntingar að aukast hjá stjórnendum stórfyrirtækja Stjórnendur 400 stærstu fyrirtækja landsins búast við aukinni verðbólgu næstu tólf mánuði. Hafa verðbólguvæntingar þeirra ekki verið meiri frá því í aðdraganda síðustu kjarasamninga. 19. desember 2018 08:00 Spá fækkun starfa í fyrsta sinn frá 2009 Stjórnendur 400 stærstu fyrirtækja landsins eru svartsýnir á stöðuna í atvinnulífinu samkvæmt nýrri könnun Gallup sem unnin er fyrir Samtök atvinnulífsins og Seðlabankann. 19. desember 2018 06:15 Efling slítur sig frá SGS Samninganefnd Eflingar hefur dregið samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu. 19. desember 2018 21:09 Útlit fyrir að nokkur félög vísi deilu til ríkissáttasemjara fyrir helgi Efling og VR og jafnvel fleiri verkalýðsfélög munu vísa kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara fyrir jól, jafnvel í dag. 20. desember 2018 13:30 Mest lesið Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára Innlent Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Innlent Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Innlent Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Erlent Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum Innlent Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás Innlent Nafn hins látna í manndrápsmálinu Innlent Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað alvarlegt mál“ Framboðslistar Röskvu kynntir Bryggjan sem gæti rofið hafnleysu Skaftfellinga Ekki brugðist við tilmælum SKE í þrjú ár Nafn hins látna í manndrápsmálinu Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum SKE skoðar Heineman og meintur bókastuldur Meta Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára Annar árekstur á Vesturlandsvegi Fjögurra ára fangelsi fyrir gróf brot gegn fyrrverandi Börn hafi reynt að drepa önnur börn Sjö sagt upp hjá Rauða krossinum Gekk berserksgang og lagði hótelherbergi í rúst Lokað fyrir kalt vatn í Kópavogi í kvöld Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Brúnastaðir í Fljótum hlutu landbúnaðarverðlaunin 2025 Hamingja dvínandi þótt Ísland berjist um toppsæti Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Alþjóðlegi hamingjudagurinn 2025: Hamingja, samkennd og Riddarar kærleikans Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Eina sem hafi breyst sé að flokkurinn sé nú í ríkisstjórn Tjón Úkraínumanna um áttahundruð milljarðar dollara Svona var Pallborðið um ofbeldisöldu hjá ungmennum 33 prósent íslenskra ungmenna nota nikótínpúða Mættu til viðskipta vopnaðir hnífum og piparúða „Reginhneyksli“ að Sádar stýri nefnd um réttindi kvenna Bein útsending: Setning Búnaðarþings Göturnar sem verða malbikaðar í sumar í Reykjavík Tæknilausnir nauðsynlegar til að bæta þjónustu í heilbrigðiskerfinu Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma árið 2023 Sjá meira
Verðbólguvæntingar að aukast hjá stjórnendum stórfyrirtækja Stjórnendur 400 stærstu fyrirtækja landsins búast við aukinni verðbólgu næstu tólf mánuði. Hafa verðbólguvæntingar þeirra ekki verið meiri frá því í aðdraganda síðustu kjarasamninga. 19. desember 2018 08:00
Spá fækkun starfa í fyrsta sinn frá 2009 Stjórnendur 400 stærstu fyrirtækja landsins eru svartsýnir á stöðuna í atvinnulífinu samkvæmt nýrri könnun Gallup sem unnin er fyrir Samtök atvinnulífsins og Seðlabankann. 19. desember 2018 06:15
Efling slítur sig frá SGS Samninganefnd Eflingar hefur dregið samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu. 19. desember 2018 21:09
Útlit fyrir að nokkur félög vísi deilu til ríkissáttasemjara fyrir helgi Efling og VR og jafnvel fleiri verkalýðsfélög munu vísa kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara fyrir jól, jafnvel í dag. 20. desember 2018 13:30