Kötturinn köttaður og í kjólinn fyrir jólin Jakob Bjarnar skrifar 21. desember 2018 10:58 Jasmine er í miklu uppáhaldi á Kattholti en hún var orðin alltof þung eða 8,4 kíló sem gerði henni erfitt fyrir. kattholt Læðan Jasmine, sem nú er búsett í Kattholti, hefur verið í strangri megrun nú fyrir jólin. Hún hefur misst hálft kíló, sem er hlutfallslega ágætt, að sögn Halldóru Snorradóttur, forstöðumanns Kattholts.Jasmine í allsherjar klössun „Hún flutti til okkar í september. Og hefur verið í strangri megrun. Jasmine er með sponsor sem styrkir hana um sérstakt megrunarfæði. Hálft kíló er mjög gott hlutfallslega. Hún var 8,4 kíló en er nú komin í 7,8 kíló,“ segir Halldóra og hlær; köttaður og í kjólinn fyrir jólin, svo gripið sé til þekkst talsmáta úr líkamsræktarstöðvum. Forstöðukonan segir að Jasmine ætti í raun ekki að vera þyngri en fimm kíló, hún sé það lítil. Og nauðsynlegt sé að létta hana því það sé mjög hamlandi fyrir hana bæði hvað varðar alla hreyfingu og þrif að vera þetta feit. En, hún er orðin miklu frískari.Jasmine á vigtinni. Hún hefur náð góðum árangri, hefur misst hálft kíló sem er talsvert hlutfallslega.kattholtBúið er að setja Jasmine í bað og snyrtingu og þegar blaðamaður Vísis ræddi við Halldóru var hún stödd á Dýraspítalanum í sérstakri tannhreinsun. Halldóra metur það sem svo að Jasmine sé svona 13 ára gömul en kettir verða oft í kringum 16 ára gamlir. Þannig að hún er komin á virðulegan aldur.Kisurnar í jóladekri og knúsi yfir jólin „Hún kemur upphaflega frá eldri konu sem fór á hjúkrunarheimili og gat ekki haft hana lengur hjá sér. Þar hefur Jasmine haft það mjög gott en hafði þyngst svona mikið,“ segir Halldóra og ljóst má vera að Jasmine er í miklu uppáhaldi á Kattholti. Halldóra segir að hún hafi sinn eigi skrifstofustól og sé dugleg að hjálpa til á skrifstofunni, leggst á lyklaborðið og vill taka þátt í að setja upp vaktaplan og annað. „Virkilega gaman að hafa hana hér hjá okkur.“Halldóra Snorradóttir forstöðumaður Kattholts segir að þorskurinn og rækjurnar séu tilbúnar. Kisurnar fá sín jól.fbl/ernirHátíðin er að ganga í garð á Kattholti og kominn jólahugur í menn og málleysingja. „Þorskurinn og rækjurnar eru tilbúnar til að sjóða og gefa á aðfangadag. Kisurnar fá jólamatinn eins og við mannfólkið. Þær eru núna bara í jóladekri og knúsi um jólin.“ Kattholt fullt Halldóra segir að hótelið á Kattholti sé orðið fullt. þar eru um 50 til 60 kisur. Svo að auki eru óskilakisur sem eru að leita að heimili. „Allt eldri kisur. Kettlingarnir eru í fóstri og koma svo aftur til okkar í janúar í heimilisleit til frambúðar. Og svo eru þessar eldri líka að leita að heimilum, gamlar og gigtveikar. Núna fara engar fleiri kisur frá okkur fyrir jólin, og svo óska þær eftir nýjum heimilum. Það gengur vel að finna kisunum ný heimili, minna er um að fólk leiti eftir kettlingi en áður var.“Mælir ekki með kettlingum í jólagjöf Halldóra segir að þau á Kattholti fái fyrirspurnir um kettlinga til að gefa í jólagjafir. En, hún mælir ekki með slíku. „Það gerum við ekki, þetta er svo mikil skuldbinding og við styðjum það ekki að gefa kettlinga í óvæntar jólagjafir. Þetta þarf að vera sameiginleg ákvörðun fjölskyldunnar. Ekki eitthvað sem maður skilar eftir áramótin. Þetta er ákvörðun sem hugsa þarf til enda. Dýr Jól Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Læðan Jasmine, sem nú er búsett í Kattholti, hefur verið í strangri megrun nú fyrir jólin. Hún hefur misst hálft kíló, sem er hlutfallslega ágætt, að sögn Halldóru Snorradóttur, forstöðumanns Kattholts.Jasmine í allsherjar klössun „Hún flutti til okkar í september. Og hefur verið í strangri megrun. Jasmine er með sponsor sem styrkir hana um sérstakt megrunarfæði. Hálft kíló er mjög gott hlutfallslega. Hún var 8,4 kíló en er nú komin í 7,8 kíló,“ segir Halldóra og hlær; köttaður og í kjólinn fyrir jólin, svo gripið sé til þekkst talsmáta úr líkamsræktarstöðvum. Forstöðukonan segir að Jasmine ætti í raun ekki að vera þyngri en fimm kíló, hún sé það lítil. Og nauðsynlegt sé að létta hana því það sé mjög hamlandi fyrir hana bæði hvað varðar alla hreyfingu og þrif að vera þetta feit. En, hún er orðin miklu frískari.Jasmine á vigtinni. Hún hefur náð góðum árangri, hefur misst hálft kíló sem er talsvert hlutfallslega.kattholtBúið er að setja Jasmine í bað og snyrtingu og þegar blaðamaður Vísis ræddi við Halldóru var hún stödd á Dýraspítalanum í sérstakri tannhreinsun. Halldóra metur það sem svo að Jasmine sé svona 13 ára gömul en kettir verða oft í kringum 16 ára gamlir. Þannig að hún er komin á virðulegan aldur.Kisurnar í jóladekri og knúsi yfir jólin „Hún kemur upphaflega frá eldri konu sem fór á hjúkrunarheimili og gat ekki haft hana lengur hjá sér. Þar hefur Jasmine haft það mjög gott en hafði þyngst svona mikið,“ segir Halldóra og ljóst má vera að Jasmine er í miklu uppáhaldi á Kattholti. Halldóra segir að hún hafi sinn eigi skrifstofustól og sé dugleg að hjálpa til á skrifstofunni, leggst á lyklaborðið og vill taka þátt í að setja upp vaktaplan og annað. „Virkilega gaman að hafa hana hér hjá okkur.“Halldóra Snorradóttir forstöðumaður Kattholts segir að þorskurinn og rækjurnar séu tilbúnar. Kisurnar fá sín jól.fbl/ernirHátíðin er að ganga í garð á Kattholti og kominn jólahugur í menn og málleysingja. „Þorskurinn og rækjurnar eru tilbúnar til að sjóða og gefa á aðfangadag. Kisurnar fá jólamatinn eins og við mannfólkið. Þær eru núna bara í jóladekri og knúsi um jólin.“ Kattholt fullt Halldóra segir að hótelið á Kattholti sé orðið fullt. þar eru um 50 til 60 kisur. Svo að auki eru óskilakisur sem eru að leita að heimili. „Allt eldri kisur. Kettlingarnir eru í fóstri og koma svo aftur til okkar í janúar í heimilisleit til frambúðar. Og svo eru þessar eldri líka að leita að heimilum, gamlar og gigtveikar. Núna fara engar fleiri kisur frá okkur fyrir jólin, og svo óska þær eftir nýjum heimilum. Það gengur vel að finna kisunum ný heimili, minna er um að fólk leiti eftir kettlingi en áður var.“Mælir ekki með kettlingum í jólagjöf Halldóra segir að þau á Kattholti fái fyrirspurnir um kettlinga til að gefa í jólagjafir. En, hún mælir ekki með slíku. „Það gerum við ekki, þetta er svo mikil skuldbinding og við styðjum það ekki að gefa kettlinga í óvæntar jólagjafir. Þetta þarf að vera sameiginleg ákvörðun fjölskyldunnar. Ekki eitthvað sem maður skilar eftir áramótin. Þetta er ákvörðun sem hugsa þarf til enda.
Dýr Jól Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent