Segir SA ýkja kröfur verkalýðsfélaganna Heimir Már Pétursson skrifar 21. desember 2018 18:30 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Egill Formaður VR býst við að fleiri verkalýðsfélög komi í samflot með Eflingu, VR og Verkalýðsfélagi Akraness sem vísuðu kjaradeilu sinni við samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara í dag. Hann segir atvinnurekendur ýkja launakröfur verkalýðsfélaganna þegar fullyrt sé að þær hljóði upp á allt að tæplega níutíu prósenta launahækkun. Ríkissáttasemjari beið ekki boðanna og hefur þegar kallað deiluaðila til þeirra fyrsta fundar hinn 28. desember. Nú þegar tvö verkalýðsfélög af 19 innan Starfsgreinasambandins hafa sagt sig úr samninganefndinni og gengið í bandalag með VR býst Ragnar Þór Ingólfsson formaður félagsins við að fleiri félög bætist í hópinn, bæði frá Starfsgreinasambandinu og Landssambandi verslunarmanna. „En við ákváðum að stíga þetta skref og í raun snúa tímaglasinu. Þannig að tíminn vinni með okkur en ekki á móti okkur eins og gerist þegar verið er að draga samningaviðræður á langinn. Hver mánuður kostar launafólk fleiri milljarða í óhækkuðum launum,“ segir Ragnar Þór. Þannig að viðsemjendur skynji alvarleikann í stöðunni betur en hingað til. Samkvæmt lögum geta verkalýðsfélögin að loknum tveimur fundum hjá ríkissáttasemjara boðað til aðgerða meti þau stöðuna þannig. „Við ætlum okkur að ná samningi og við ætlum okkur að ná samningi án átaka. Þetta er bara eitt skrefið í þeirri vegferð. Síðan sjáum við bara til hvernig það gengur,“ segir formaður VR. Innan úr röðum Samtaka atvinnulífsins heyrist að karfa verkalýðsfélaganna sé óhófleg. Hún myndi þýða með launaflokkabreytingum og beinum hækkunum að laun hækkuðu um fimmtíu til tæplega níutíu prósent.Ef það er rétt heldur þú að fyrirtækin í landinu þoli það? „Þetta er svo fráleit framsetning á okkar kröfugerð að þetta er vart svaravert. Þarna er verið í rauninni að taka alla kröfugerðina og kostnaðarreikna hana í botn. Það er verið að taka lægsta gildið og hækka það upp hlutfallslega upp allan stigann. Þetta er einfaldlega ekki svaravert. Kostnaðarútreikningur okkar liggur fyrir og þetta er í engu samræmi við það sem við teljum kröfur okkar kosta,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Kjaramál Tengdar fréttir Vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Stéttarfélögin VR, Efling og Verkalýðsfélag Akraness hafa tekið ákvörðun um að vísa kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. 21. desember 2018 12:21 Efling slítur sig frá SGS Samninganefnd Eflingar hefur dregið samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu. 19. desember 2018 21:09 SA segir fullkomlega ótímabært að vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Það gæti dregið til tíðinda við samningaborð verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins á fundi samninganefndar Eflingar sem hófst klukkan sex varðandi áframhaldandi samflot með öðrum félögum innan Starfsgreinasambandsins. 19. desember 2018 18:45 Framkvæmdastjóri SA segir fjölda við samningaborðið ekki breyta því sem er til skiptanna Tvö fjölmennustu stéttarfélög landsins, Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness munu að öllum líkindum vísa kjaradeilu félaganna og Samtaka atvinnulífsins til ríkissáttasemjara á morgun. 20. desember 2018 21:44 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Fleiri fréttir Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Sjá meira
Formaður VR býst við að fleiri verkalýðsfélög komi í samflot með Eflingu, VR og Verkalýðsfélagi Akraness sem vísuðu kjaradeilu sinni við samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara í dag. Hann segir atvinnurekendur ýkja launakröfur verkalýðsfélaganna þegar fullyrt sé að þær hljóði upp á allt að tæplega níutíu prósenta launahækkun. Ríkissáttasemjari beið ekki boðanna og hefur þegar kallað deiluaðila til þeirra fyrsta fundar hinn 28. desember. Nú þegar tvö verkalýðsfélög af 19 innan Starfsgreinasambandins hafa sagt sig úr samninganefndinni og gengið í bandalag með VR býst Ragnar Þór Ingólfsson formaður félagsins við að fleiri félög bætist í hópinn, bæði frá Starfsgreinasambandinu og Landssambandi verslunarmanna. „En við ákváðum að stíga þetta skref og í raun snúa tímaglasinu. Þannig að tíminn vinni með okkur en ekki á móti okkur eins og gerist þegar verið er að draga samningaviðræður á langinn. Hver mánuður kostar launafólk fleiri milljarða í óhækkuðum launum,“ segir Ragnar Þór. Þannig að viðsemjendur skynji alvarleikann í stöðunni betur en hingað til. Samkvæmt lögum geta verkalýðsfélögin að loknum tveimur fundum hjá ríkissáttasemjara boðað til aðgerða meti þau stöðuna þannig. „Við ætlum okkur að ná samningi og við ætlum okkur að ná samningi án átaka. Þetta er bara eitt skrefið í þeirri vegferð. Síðan sjáum við bara til hvernig það gengur,“ segir formaður VR. Innan úr röðum Samtaka atvinnulífsins heyrist að karfa verkalýðsfélaganna sé óhófleg. Hún myndi þýða með launaflokkabreytingum og beinum hækkunum að laun hækkuðu um fimmtíu til tæplega níutíu prósent.Ef það er rétt heldur þú að fyrirtækin í landinu þoli það? „Þetta er svo fráleit framsetning á okkar kröfugerð að þetta er vart svaravert. Þarna er verið í rauninni að taka alla kröfugerðina og kostnaðarreikna hana í botn. Það er verið að taka lægsta gildið og hækka það upp hlutfallslega upp allan stigann. Þetta er einfaldlega ekki svaravert. Kostnaðarútreikningur okkar liggur fyrir og þetta er í engu samræmi við það sem við teljum kröfur okkar kosta,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Kjaramál Tengdar fréttir Vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Stéttarfélögin VR, Efling og Verkalýðsfélag Akraness hafa tekið ákvörðun um að vísa kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. 21. desember 2018 12:21 Efling slítur sig frá SGS Samninganefnd Eflingar hefur dregið samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu. 19. desember 2018 21:09 SA segir fullkomlega ótímabært að vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Það gæti dregið til tíðinda við samningaborð verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins á fundi samninganefndar Eflingar sem hófst klukkan sex varðandi áframhaldandi samflot með öðrum félögum innan Starfsgreinasambandsins. 19. desember 2018 18:45 Framkvæmdastjóri SA segir fjölda við samningaborðið ekki breyta því sem er til skiptanna Tvö fjölmennustu stéttarfélög landsins, Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness munu að öllum líkindum vísa kjaradeilu félaganna og Samtaka atvinnulífsins til ríkissáttasemjara á morgun. 20. desember 2018 21:44 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Fleiri fréttir Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Sjá meira
Vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Stéttarfélögin VR, Efling og Verkalýðsfélag Akraness hafa tekið ákvörðun um að vísa kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. 21. desember 2018 12:21
Efling slítur sig frá SGS Samninganefnd Eflingar hefur dregið samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu. 19. desember 2018 21:09
SA segir fullkomlega ótímabært að vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Það gæti dregið til tíðinda við samningaborð verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins á fundi samninganefndar Eflingar sem hófst klukkan sex varðandi áframhaldandi samflot með öðrum félögum innan Starfsgreinasambandsins. 19. desember 2018 18:45
Framkvæmdastjóri SA segir fjölda við samningaborðið ekki breyta því sem er til skiptanna Tvö fjölmennustu stéttarfélög landsins, Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness munu að öllum líkindum vísa kjaradeilu félaganna og Samtaka atvinnulífsins til ríkissáttasemjara á morgun. 20. desember 2018 21:44