Það sem skiptir máli Katrín Jakobsdóttir skrifar 24. desember 2018 08:30 Minnisstæð er sagan af Jóni Oddi og Jóni Bjarna þegar þeir kynntust dauðanum í fyrsta sinn rétt fyrir jól en þá dó Selma, litla systir Lárusar vinar þeirra. Þá skildu þeir bræður að gleðin verður ekki keypt. Lífið er hverfult og getur horfið okkur í einu vetfangi. Og þó að heimur okkar hrynji virðist allt halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Á jólunum, þegar á okkur dynja skilaboð um hvað þurfi nauðsynlega til að halda gleðileg jól, verða þessar andstæður enn skýrari og minna okkur á hvað skiptir máli í raun. Í dag þegar við fögnum jólum gefst okkur tækifæri til að ígrunda inntak tilverunnar, bæði fyrir okkur sem saman byggjum íslenskt samfélag og okkur sem manneskjur. Jólin geta verið erfið, ekki síst þeim sem eiga um sárt að binda eða eiga erfitt með að ná endum saman. Þá skiptir máli að við styðjum hvert við annað, hjálpum hvert öðru og munum eftir hinu góða í tilverunni; ljósinu sem sigrast á myrkrinu. Alveg eins og Jón Oddur og Jón Bjarni sem fundu frið og gleði jólanæturinnar þrátt fyrir sorgina. Við sem störfum á vettvangi stjórnmálanna vitum að margt er hægt að gera betur í íslensku samfélagi og verkefnin sem blasa við okkur virðast stundum ótæmandi. Í alþjóðlegu samhengi er íslenskt samfélag gott samkvæmt hlutlægum mælikvörðum: við erum friðsöm þjóð, jöfnuður er mikill, við höfum smám saman lært að nýta auðlindir okkar með sjálfbærari hætti, jafnrétti kynjanna er meira hér en víðast hvar, lýðræðisleg þátttaka er mikil, aðgengi að heilbrigðiskerfi og menntun er gott og við njótum þess að eiga hreint vatn og einstaka náttúru. Okkar verkefni er að halda áfram á sömu braut, takast á við verkefnin og bæta samfélagið þannig að við öll fáum tækifæri til að blómstra. Þó að okkur greini á um margt, þá stöndum við saman þegar á reynir og tökumst saman á við áföll þegar þau dynja yfir. Í þeirri samstöðu felast ómetanleg verðmæti. Kæru landsmenn, gleðileg jól. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Sjá meira
Minnisstæð er sagan af Jóni Oddi og Jóni Bjarna þegar þeir kynntust dauðanum í fyrsta sinn rétt fyrir jól en þá dó Selma, litla systir Lárusar vinar þeirra. Þá skildu þeir bræður að gleðin verður ekki keypt. Lífið er hverfult og getur horfið okkur í einu vetfangi. Og þó að heimur okkar hrynji virðist allt halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Á jólunum, þegar á okkur dynja skilaboð um hvað þurfi nauðsynlega til að halda gleðileg jól, verða þessar andstæður enn skýrari og minna okkur á hvað skiptir máli í raun. Í dag þegar við fögnum jólum gefst okkur tækifæri til að ígrunda inntak tilverunnar, bæði fyrir okkur sem saman byggjum íslenskt samfélag og okkur sem manneskjur. Jólin geta verið erfið, ekki síst þeim sem eiga um sárt að binda eða eiga erfitt með að ná endum saman. Þá skiptir máli að við styðjum hvert við annað, hjálpum hvert öðru og munum eftir hinu góða í tilverunni; ljósinu sem sigrast á myrkrinu. Alveg eins og Jón Oddur og Jón Bjarni sem fundu frið og gleði jólanæturinnar þrátt fyrir sorgina. Við sem störfum á vettvangi stjórnmálanna vitum að margt er hægt að gera betur í íslensku samfélagi og verkefnin sem blasa við okkur virðast stundum ótæmandi. Í alþjóðlegu samhengi er íslenskt samfélag gott samkvæmt hlutlægum mælikvörðum: við erum friðsöm þjóð, jöfnuður er mikill, við höfum smám saman lært að nýta auðlindir okkar með sjálfbærari hætti, jafnrétti kynjanna er meira hér en víðast hvar, lýðræðisleg þátttaka er mikil, aðgengi að heilbrigðiskerfi og menntun er gott og við njótum þess að eiga hreint vatn og einstaka náttúru. Okkar verkefni er að halda áfram á sömu braut, takast á við verkefnin og bæta samfélagið þannig að við öll fáum tækifæri til að blómstra. Þó að okkur greini á um margt, þá stöndum við saman þegar á reynir og tökumst saman á við áföll þegar þau dynja yfir. Í þeirri samstöðu felast ómetanleg verðmæti. Kæru landsmenn, gleðileg jól.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar