Flóttakonur fá mismunandi aðstoð eftir búsetu Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 23. desember 2018 21:16 Flóttakonur eiga erfitt með að fóta sig hér á landi og fá mismunandi aðstoð eftir því hvaða sveitarfélagi þær búa í. Rannsókn Starfsgreinasambandsins á stöðu erlendra kvenna á vinnumarkaði leiðir í ljós að halda þurfi mun betur utan um þennan hóp.Þegar #metoo-sögur kvenna af erlendum uppruna litu dagsins ljós var ljóst að þær eru meðal hinna valdaminnstu á vinnumarkaði. Í kjölfar frásagnanna lét Starfsgreinasambandið gera rannsókn á stöðu þeirra á vinnumarkaði og hvernig hægt er að veita þeim stuðning. Rætt var við konur frá Póllandi, Taílandi, Filippseyjum og Sýrlandi. Rannveig Gústafsdóttir verkefnastjóri segir að þær sem hafa náð að fóta sig síst eru þær frá Sýrlandi. Hún segir að þar hafi lítil enskukunnátta og tölvukunnátta skipt máli. „Ein þeirra talaði um að hún var að leita sér að starfi og hún gerði eins og maður gerði í gamla daga – fór á milli staða og spurði atvinnurekendur hvort þeir væru með laust starf.“ Hún bendir á að staða kvennanna sé mjög misjöfn við komuna til landsins. Þær sem eiga íslenskan maka standa oftast betur. Pólsku konurnar sögðust nýta sér trúnaðarmann á vinnustaðnum sínum til að aðstoða sig í daglegu lífi, en niðurstöðurnar leiða í ljós að stéttarfélögin þurfa að standa þétt við bakið á þeim. Flestum fannst þær ná að fóta sig ágætlega en sýrlensku konurnar, sem komu til Íslands sem flóttakonur, eiga erfitt uppdráttar. Rannveig segir að flóttamannaverkefnin séu mismunandi upp byggð milli sveitarfélaga. Þannig telji sumar konurnar að aðrar í öðrum sveitarfélögum hafi fengið meiri þjónustu. Flóttafólk á Íslandi Sveitarstjórnarmál Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Flóttakonur eiga erfitt með að fóta sig hér á landi og fá mismunandi aðstoð eftir því hvaða sveitarfélagi þær búa í. Rannsókn Starfsgreinasambandsins á stöðu erlendra kvenna á vinnumarkaði leiðir í ljós að halda þurfi mun betur utan um þennan hóp.Þegar #metoo-sögur kvenna af erlendum uppruna litu dagsins ljós var ljóst að þær eru meðal hinna valdaminnstu á vinnumarkaði. Í kjölfar frásagnanna lét Starfsgreinasambandið gera rannsókn á stöðu þeirra á vinnumarkaði og hvernig hægt er að veita þeim stuðning. Rætt var við konur frá Póllandi, Taílandi, Filippseyjum og Sýrlandi. Rannveig Gústafsdóttir verkefnastjóri segir að þær sem hafa náð að fóta sig síst eru þær frá Sýrlandi. Hún segir að þar hafi lítil enskukunnátta og tölvukunnátta skipt máli. „Ein þeirra talaði um að hún var að leita sér að starfi og hún gerði eins og maður gerði í gamla daga – fór á milli staða og spurði atvinnurekendur hvort þeir væru með laust starf.“ Hún bendir á að staða kvennanna sé mjög misjöfn við komuna til landsins. Þær sem eiga íslenskan maka standa oftast betur. Pólsku konurnar sögðust nýta sér trúnaðarmann á vinnustaðnum sínum til að aðstoða sig í daglegu lífi, en niðurstöðurnar leiða í ljós að stéttarfélögin þurfa að standa þétt við bakið á þeim. Flestum fannst þær ná að fóta sig ágætlega en sýrlensku konurnar, sem komu til Íslands sem flóttakonur, eiga erfitt uppdráttar. Rannveig segir að flóttamannaverkefnin séu mismunandi upp byggð milli sveitarfélaga. Þannig telji sumar konurnar að aðrar í öðrum sveitarfélögum hafi fengið meiri þjónustu.
Flóttafólk á Íslandi Sveitarstjórnarmál Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira