Óþarfi að troða öllum heimsóknum milli jóla og nýárs Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. desember 2018 22:30 Sjúkraþjálfarinn Linda Gunnarsdóttir hefur sérhæft sig í meðhöndlun á stressi og kulnun. Fyrir jól fara Íslendingar á þan, því þeir þurfa að gera svo ótal margt. Það þarf að setja mat upp á stærðar fat og auðvitað finna flibbahnappinn. Þetta ys og þys kemur niður á sálarlífi landsmanna, en samkvæmt nýrri könnun finnur um fimmtungur landsmanna fyrir stressi í aðdraganda jólanna. Sjúkraþjálfarinn Linda Gunnarsdóttir hefur sérhæft sig í meðhöndlun á stressi og kulnun. Hún segir að fólkið sem hún meðhöndlar er oftar en ekki á bilinu 35 til 45 ára og að það sé oft svo örmagna vegna kulnunar að það geti varla stigið út úr bílnum. Því sé mikilvægt að huga að eigin mörkum, ekki síst í öllu jólastressinu. „Ég er búin að komast að því að fólk er að setja alltof miklar kröfur á sig - óraunhæfar kröfur. Við viljum öll gera okkar besta en það er bara ákveðið mikið sem við getum gert,“ segir Linda. „Það er gott að staldra aðeins við, klappa sér á bakið og þakka fyrir það sem við erum búin að ná að gera,“ bætir hún við - en ekki einblína á það sem á eftir að gera. Fólk megi ekki vera hrætt við að viðurkenna að það geti ekki gert allt, verið alls staðar og hitt alla yfir hátíðarnar. Því sé gott að hugsa til þess að það eru fleiri dagar á árinu en þeir sjö sem eru í vikunni milli jóla og nýárs. „Það er um að gera að segja við vinahópana að það þurfi að skipuleggja sig aðeins. Það er til dæmis fínt að dreifa heimsóknum yfir í janúar, hittast yfir árið. Ekki vera að skipuleggja öll kvöld yfir hátíðarnar og auka þannig á stressið,“ segir Linda. „Eins og níu ára sonur minn sagði: Jólin snúast um það að vera með fjölskyldunni og hafa það kósí. Ég held að það sé alveg ágætis ráð.“ Hér að neðan eru svo nokkur ráð frá Lindu til að minnka jólastressið:Ekki drekka kaffi eftir kvöldmat því það hefur áhrif á svefninn. Auk þess dregur úr orku að borða seint á kvöldin.Dagleg hreyfing dregur líka úr streitu og er nauðsynleg fyrir bæði andlega og líkamlega heilsu, hreyfingin stuðlar að bættum svefni og hvíld almennt.Hlæja með ástvinum. Það er fátt meira heilandi en að hlægja með þeim sem manni þykir vænt um.Vera til staðar í núinu, leggja símana til hliðar og virkilega njóta þess að vera með þeim sem maður þykir vænt um.Innslagið má sjá að neðan og má sjá þegar 1:17 er liðin. Heilbrigðismál Jól Tengdar fréttir Einn af hverjum fimm finnur fyrir jólakvíða Rúmlega 19 prósent af þeim sem afstöðu tóku í könnun Zenter rannsókna fyrir Fréttablaðið segjast finna fyrir kvíða í tengslum við jólahátíðina. 21. desember 2018 08:15 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Fyrir jól fara Íslendingar á þan, því þeir þurfa að gera svo ótal margt. Það þarf að setja mat upp á stærðar fat og auðvitað finna flibbahnappinn. Þetta ys og þys kemur niður á sálarlífi landsmanna, en samkvæmt nýrri könnun finnur um fimmtungur landsmanna fyrir stressi í aðdraganda jólanna. Sjúkraþjálfarinn Linda Gunnarsdóttir hefur sérhæft sig í meðhöndlun á stressi og kulnun. Hún segir að fólkið sem hún meðhöndlar er oftar en ekki á bilinu 35 til 45 ára og að það sé oft svo örmagna vegna kulnunar að það geti varla stigið út úr bílnum. Því sé mikilvægt að huga að eigin mörkum, ekki síst í öllu jólastressinu. „Ég er búin að komast að því að fólk er að setja alltof miklar kröfur á sig - óraunhæfar kröfur. Við viljum öll gera okkar besta en það er bara ákveðið mikið sem við getum gert,“ segir Linda. „Það er gott að staldra aðeins við, klappa sér á bakið og þakka fyrir það sem við erum búin að ná að gera,“ bætir hún við - en ekki einblína á það sem á eftir að gera. Fólk megi ekki vera hrætt við að viðurkenna að það geti ekki gert allt, verið alls staðar og hitt alla yfir hátíðarnar. Því sé gott að hugsa til þess að það eru fleiri dagar á árinu en þeir sjö sem eru í vikunni milli jóla og nýárs. „Það er um að gera að segja við vinahópana að það þurfi að skipuleggja sig aðeins. Það er til dæmis fínt að dreifa heimsóknum yfir í janúar, hittast yfir árið. Ekki vera að skipuleggja öll kvöld yfir hátíðarnar og auka þannig á stressið,“ segir Linda. „Eins og níu ára sonur minn sagði: Jólin snúast um það að vera með fjölskyldunni og hafa það kósí. Ég held að það sé alveg ágætis ráð.“ Hér að neðan eru svo nokkur ráð frá Lindu til að minnka jólastressið:Ekki drekka kaffi eftir kvöldmat því það hefur áhrif á svefninn. Auk þess dregur úr orku að borða seint á kvöldin.Dagleg hreyfing dregur líka úr streitu og er nauðsynleg fyrir bæði andlega og líkamlega heilsu, hreyfingin stuðlar að bættum svefni og hvíld almennt.Hlæja með ástvinum. Það er fátt meira heilandi en að hlægja með þeim sem manni þykir vænt um.Vera til staðar í núinu, leggja símana til hliðar og virkilega njóta þess að vera með þeim sem maður þykir vænt um.Innslagið má sjá að neðan og má sjá þegar 1:17 er liðin.
Heilbrigðismál Jól Tengdar fréttir Einn af hverjum fimm finnur fyrir jólakvíða Rúmlega 19 prósent af þeim sem afstöðu tóku í könnun Zenter rannsókna fyrir Fréttablaðið segjast finna fyrir kvíða í tengslum við jólahátíðina. 21. desember 2018 08:15 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Einn af hverjum fimm finnur fyrir jólakvíða Rúmlega 19 prósent af þeim sem afstöðu tóku í könnun Zenter rannsókna fyrir Fréttablaðið segjast finna fyrir kvíða í tengslum við jólahátíðina. 21. desember 2018 08:15