Björgunarstarf reynst erfitt vegna veðuröfga Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. desember 2018 06:00 Frá Indónesíu. Getty/Dimas Ardian Björgunarfólki í Indónesíu gekk erfiðlega að komast að afskekktari byggðum á vesturströnd eyjarinnar Jövu í gær til að aðstoða þá sem urðu illa úti í flóðbylgjunni sem skall á svæðinu í síðustu viku. Reuters greindi frá þessu. Flóðbylgjan skall á strandbyggðum á Jövu og Súmötru við Sunda-sund eftir að gos hófst í Anak Krakatá, eða Barni Krakatá, á laugardag. Hluti af fjallinu hljóp í sjóinn og við það myndaðist flóðbylgjan. Á fimmta hundrað fórust í hamförunum og fjölmargra er enn saknað. Þá slösuðust nærri 1.500 og 21.000 var gert að yfirgefa heimili sín og færa sig fjær ströndinni. Það þykir hafa gert hamfarirnar verri að engin flóðbylgjuviðvörun var send út þar sem flóðbylgjan myndaðist vegna eldgoss en ekki jarðskjálfta. Mikil úrkoma varð í gær á strönd Jövu og raskaði það samgöngum talsvert. Vegir urðu að forarpyttum og bílalestir, sem ferjuðu til að mynda vinnuvélar sem nýta á til þess að hreinsa burt brak og mögulega bjarga fólki úr húsarústum, komust seint á áfangastað. Vegna hins mikla votviðris hafa sjálfboðaliðar til dæmis þurft að byggja bráðabirgðabrýr úr steypuklumpum. Sutopo Purwo Nugroho, upplýsingafulltrúi hamfarastofnunar Indónesíu, sagði við Reuters að neyðarástandi hafi verið lýst yfir og það væri í gildi til 4. janúar. Það ætti að gera björgunarfólki auðveldara að vinna vinnu sína. Nugroho sagði björgunarfólk einbeita sér að bænum Sumur á suðvesturodda Jövu. Þar væru vegir stórskemmdir og því hafi þurft að ræsa af stað þyrlur til þess að flytja fólk og nauðsynjar á milli staða. Yfirvöld í Indónesíu sendu á ný út viðvörun í gær um að fólki bæri að halda sig fjarri ströndinni. Veðurstofa ríkisins lagði til að fólk héldi sig í að minnsta kosti 500 metra fjarlægð. Enn gýs í Barni Krakatá, ölduhæð er mikil og veðrið afar slæmt. „Þetta ástand gæti orsakað frekari skriður í fjallinu og þannig mögulega aðra flóðbylgju,“ sagði Dwikorita Karnawati, forstöðumaður veðurstofunnar, á blaðamannafundi. Fjórtán ár voru í gær liðin frá því að gríðarleg flóðbylgja skall á Indónesíu og allnokkrum öðrum ríkjum í Indlandshafi. Indónesar fóru verst út úr hamförunum en alls fórust nærri 230.000 í þeim hamförum. Indónesía liggur á Kyrrahafseldhringnum og er því mikið hamfarasvæði. Barn Krakatá á sér sömuleiðis hamfarasögu. Fjallið reis úr gíg eldfjallsins Krakatá, sem þá var neðansjávar, árið 1927. Það fjall gaus einu mesta gosi skráðrar sögu árið 1883 og varð rúmlega 36.000 að bana. Asía Birtist í Fréttablaðinu Indónesía Tengdar fréttir Tala látinna hækkar enn í Indónesíu Tala látinna hækkar enn í Indónesíu eftir eldgosið í Anak Krakatau um helgina en meira en 280 manns hafa fundist látnir. Þá eru meira en 1000 manns særðir. 24. desember 2018 08:53 222 látnir eftir flóðbylgjuna í Indónesíu Flóðbylgja skall á Indónesíu eftir eldgos í eyjunni Anak Krakatau í gærkvöldi. 23. desember 2018 11:30 Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Innlent 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Erlent Fleiri fréttir Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Sjá meira
Björgunarfólki í Indónesíu gekk erfiðlega að komast að afskekktari byggðum á vesturströnd eyjarinnar Jövu í gær til að aðstoða þá sem urðu illa úti í flóðbylgjunni sem skall á svæðinu í síðustu viku. Reuters greindi frá þessu. Flóðbylgjan skall á strandbyggðum á Jövu og Súmötru við Sunda-sund eftir að gos hófst í Anak Krakatá, eða Barni Krakatá, á laugardag. Hluti af fjallinu hljóp í sjóinn og við það myndaðist flóðbylgjan. Á fimmta hundrað fórust í hamförunum og fjölmargra er enn saknað. Þá slösuðust nærri 1.500 og 21.000 var gert að yfirgefa heimili sín og færa sig fjær ströndinni. Það þykir hafa gert hamfarirnar verri að engin flóðbylgjuviðvörun var send út þar sem flóðbylgjan myndaðist vegna eldgoss en ekki jarðskjálfta. Mikil úrkoma varð í gær á strönd Jövu og raskaði það samgöngum talsvert. Vegir urðu að forarpyttum og bílalestir, sem ferjuðu til að mynda vinnuvélar sem nýta á til þess að hreinsa burt brak og mögulega bjarga fólki úr húsarústum, komust seint á áfangastað. Vegna hins mikla votviðris hafa sjálfboðaliðar til dæmis þurft að byggja bráðabirgðabrýr úr steypuklumpum. Sutopo Purwo Nugroho, upplýsingafulltrúi hamfarastofnunar Indónesíu, sagði við Reuters að neyðarástandi hafi verið lýst yfir og það væri í gildi til 4. janúar. Það ætti að gera björgunarfólki auðveldara að vinna vinnu sína. Nugroho sagði björgunarfólk einbeita sér að bænum Sumur á suðvesturodda Jövu. Þar væru vegir stórskemmdir og því hafi þurft að ræsa af stað þyrlur til þess að flytja fólk og nauðsynjar á milli staða. Yfirvöld í Indónesíu sendu á ný út viðvörun í gær um að fólki bæri að halda sig fjarri ströndinni. Veðurstofa ríkisins lagði til að fólk héldi sig í að minnsta kosti 500 metra fjarlægð. Enn gýs í Barni Krakatá, ölduhæð er mikil og veðrið afar slæmt. „Þetta ástand gæti orsakað frekari skriður í fjallinu og þannig mögulega aðra flóðbylgju,“ sagði Dwikorita Karnawati, forstöðumaður veðurstofunnar, á blaðamannafundi. Fjórtán ár voru í gær liðin frá því að gríðarleg flóðbylgja skall á Indónesíu og allnokkrum öðrum ríkjum í Indlandshafi. Indónesar fóru verst út úr hamförunum en alls fórust nærri 230.000 í þeim hamförum. Indónesía liggur á Kyrrahafseldhringnum og er því mikið hamfarasvæði. Barn Krakatá á sér sömuleiðis hamfarasögu. Fjallið reis úr gíg eldfjallsins Krakatá, sem þá var neðansjávar, árið 1927. Það fjall gaus einu mesta gosi skráðrar sögu árið 1883 og varð rúmlega 36.000 að bana.
Asía Birtist í Fréttablaðinu Indónesía Tengdar fréttir Tala látinna hækkar enn í Indónesíu Tala látinna hækkar enn í Indónesíu eftir eldgosið í Anak Krakatau um helgina en meira en 280 manns hafa fundist látnir. Þá eru meira en 1000 manns særðir. 24. desember 2018 08:53 222 látnir eftir flóðbylgjuna í Indónesíu Flóðbylgja skall á Indónesíu eftir eldgos í eyjunni Anak Krakatau í gærkvöldi. 23. desember 2018 11:30 Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Innlent 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Erlent Fleiri fréttir Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Sjá meira
Tala látinna hækkar enn í Indónesíu Tala látinna hækkar enn í Indónesíu eftir eldgosið í Anak Krakatau um helgina en meira en 280 manns hafa fundist látnir. Þá eru meira en 1000 manns særðir. 24. desember 2018 08:53
222 látnir eftir flóðbylgjuna í Indónesíu Flóðbylgja skall á Indónesíu eftir eldgos í eyjunni Anak Krakatau í gærkvöldi. 23. desember 2018 11:30