Aldrei fleiri tegundir en jólabjórsala dróst saman Sigurður Mikael Jónsson skrifar 27. desember 2018 06:00 Íslendingar kneyfa Jólabruggið frá Tuborg sem aldrei fyrr og er Tuborginn langmest seldi jólabjórinn nú líkt og áður. Fréttablaðið/Anton Brink Sala á jólabjór dróst saman um ellefu prósent fyrir þessi jól samanborið við sama tíma í fyrra. Aldrei hafa fleiri tegundir jólabjórs verið til sölu í verslunum Vínbúðarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR höfðu þann 19. desember síðastliðinn selst 476 þúsund lítrar af jólabjór síðan sala á honum hófst þann 15. nóvember. Á sama tíma í fyrra höfðu Íslendingar hins vegar keypt 535 þúsund lítra. Samdráttur upp á 11 prósent. Þar að auki voru á þessum tíma í fyrra fjórir söludagar eftir til jóla en í ár aðeins þrír. Í ár líkt og fyrri ár kemst enginn jólabjór með tærnar þar sem Tuborg Julebryg hefur hælana. Langmestseldi jólabjórinn í ár sem fyrr. Þann 19. desember höfðu selst 223.436 lítrar af Julebryg eða sem nam 46,9 prósentum af heildarlítrum seldum fyrir jólin. Víking Jólabjór kemur næstur með 51.667 lítra eða 10,8 prósent markaðarins en næstu tegundir eru Jólagull og Thule Jólabjór. Sjö af tíu mest seldu tegundunum eru alíslensk framleiðsla. Svo virðist þó sem aukið framboð af tegundum hafi ekki orðið til þess að auka söluna á tímabilinu sem um ræðir. Aldrei hafa fleiri tegundir jólabjórs verið á boðstólum en í ár eða ríflega sextíu. Til marks um fjölgunina undanfarin ár þá eru tegundirnar nær tvöfalt fleiri nú en þær voru fyrir aðeins tveimur árum þegar 34 tegundir voru til sölu í Vínbúðunum. Í fyrra voru þær 47. Þó salan virðist vissulega hafa dalað eitthvað milli ára þá jafngildir salan í ár á þessu tímabili því að ríflega 1,4 milljónir flaskna (33 cl) hafi verið seldar. Á rétt rúmlega mánuði var salan því sem nemur því að hver einasti Íslendingur með aldur til áfengiskaupa hefði keypt sér fimm litlar flöskur af jólabjór.Mest seldi jólabjórinn: 1. Tuborg Julebryg 223.436 46,91% 2. Víking Jólabjór 51.667 10,85% 3. Jólagull 38.560 8,10% 4. Thule Jólabjór 35.760 7,51% 5. Jóla Kaldi 24.089 5,06% 6. Föroya Bjór Jólabryggj 19.612 4,12% 7. Egils Malt jólabjór 18.049 3,79% 8. Askasleikir Amber Ale nr. 45 6.968 1,46% 9. Einstök Doppelbock 5.968 1,25% 10. Royal X-Mas hvítur 5.382 1,13%Tölur frá og með 19. desember. Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Jól Tengdar fréttir Aldrei fleiri hlynntir sölu bjórs í búðum Fleiri Íslendingar eru hlynntir sölu bjórs og léttvíns í matvöruverslunum nú en í fyrra, en hlutfallið hefur hækkað um 5-6 prósentustig á milli ára. 2. nóvember 2018 14:11 Íslendingar hafa drukkið rúma kippu af jólabjór hver Þann 20. desember var búið að selja 559 þúsund lítra af jólabjór í Vínbúðum ÁTVR, eða ríflega sjö þúsund lítrum meira en á sama tíma í fyrra samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR. 22. desember 2017 06:00 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Sala á jólabjór dróst saman um ellefu prósent fyrir þessi jól samanborið við sama tíma í fyrra. Aldrei hafa fleiri tegundir jólabjórs verið til sölu í verslunum Vínbúðarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR höfðu þann 19. desember síðastliðinn selst 476 þúsund lítrar af jólabjór síðan sala á honum hófst þann 15. nóvember. Á sama tíma í fyrra höfðu Íslendingar hins vegar keypt 535 þúsund lítra. Samdráttur upp á 11 prósent. Þar að auki voru á þessum tíma í fyrra fjórir söludagar eftir til jóla en í ár aðeins þrír. Í ár líkt og fyrri ár kemst enginn jólabjór með tærnar þar sem Tuborg Julebryg hefur hælana. Langmestseldi jólabjórinn í ár sem fyrr. Þann 19. desember höfðu selst 223.436 lítrar af Julebryg eða sem nam 46,9 prósentum af heildarlítrum seldum fyrir jólin. Víking Jólabjór kemur næstur með 51.667 lítra eða 10,8 prósent markaðarins en næstu tegundir eru Jólagull og Thule Jólabjór. Sjö af tíu mest seldu tegundunum eru alíslensk framleiðsla. Svo virðist þó sem aukið framboð af tegundum hafi ekki orðið til þess að auka söluna á tímabilinu sem um ræðir. Aldrei hafa fleiri tegundir jólabjórs verið á boðstólum en í ár eða ríflega sextíu. Til marks um fjölgunina undanfarin ár þá eru tegundirnar nær tvöfalt fleiri nú en þær voru fyrir aðeins tveimur árum þegar 34 tegundir voru til sölu í Vínbúðunum. Í fyrra voru þær 47. Þó salan virðist vissulega hafa dalað eitthvað milli ára þá jafngildir salan í ár á þessu tímabili því að ríflega 1,4 milljónir flaskna (33 cl) hafi verið seldar. Á rétt rúmlega mánuði var salan því sem nemur því að hver einasti Íslendingur með aldur til áfengiskaupa hefði keypt sér fimm litlar flöskur af jólabjór.Mest seldi jólabjórinn: 1. Tuborg Julebryg 223.436 46,91% 2. Víking Jólabjór 51.667 10,85% 3. Jólagull 38.560 8,10% 4. Thule Jólabjór 35.760 7,51% 5. Jóla Kaldi 24.089 5,06% 6. Föroya Bjór Jólabryggj 19.612 4,12% 7. Egils Malt jólabjór 18.049 3,79% 8. Askasleikir Amber Ale nr. 45 6.968 1,46% 9. Einstök Doppelbock 5.968 1,25% 10. Royal X-Mas hvítur 5.382 1,13%Tölur frá og með 19. desember.
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Jól Tengdar fréttir Aldrei fleiri hlynntir sölu bjórs í búðum Fleiri Íslendingar eru hlynntir sölu bjórs og léttvíns í matvöruverslunum nú en í fyrra, en hlutfallið hefur hækkað um 5-6 prósentustig á milli ára. 2. nóvember 2018 14:11 Íslendingar hafa drukkið rúma kippu af jólabjór hver Þann 20. desember var búið að selja 559 þúsund lítra af jólabjór í Vínbúðum ÁTVR, eða ríflega sjö þúsund lítrum meira en á sama tíma í fyrra samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR. 22. desember 2017 06:00 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Aldrei fleiri hlynntir sölu bjórs í búðum Fleiri Íslendingar eru hlynntir sölu bjórs og léttvíns í matvöruverslunum nú en í fyrra, en hlutfallið hefur hækkað um 5-6 prósentustig á milli ára. 2. nóvember 2018 14:11
Íslendingar hafa drukkið rúma kippu af jólabjór hver Þann 20. desember var búið að selja 559 þúsund lítra af jólabjór í Vínbúðum ÁTVR, eða ríflega sjö þúsund lítrum meira en á sama tíma í fyrra samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR. 22. desember 2017 06:00