Aldrei fleiri tegundir en jólabjórsala dróst saman Sigurður Mikael Jónsson skrifar 27. desember 2018 06:00 Íslendingar kneyfa Jólabruggið frá Tuborg sem aldrei fyrr og er Tuborginn langmest seldi jólabjórinn nú líkt og áður. Fréttablaðið/Anton Brink Sala á jólabjór dróst saman um ellefu prósent fyrir þessi jól samanborið við sama tíma í fyrra. Aldrei hafa fleiri tegundir jólabjórs verið til sölu í verslunum Vínbúðarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR höfðu þann 19. desember síðastliðinn selst 476 þúsund lítrar af jólabjór síðan sala á honum hófst þann 15. nóvember. Á sama tíma í fyrra höfðu Íslendingar hins vegar keypt 535 þúsund lítra. Samdráttur upp á 11 prósent. Þar að auki voru á þessum tíma í fyrra fjórir söludagar eftir til jóla en í ár aðeins þrír. Í ár líkt og fyrri ár kemst enginn jólabjór með tærnar þar sem Tuborg Julebryg hefur hælana. Langmestseldi jólabjórinn í ár sem fyrr. Þann 19. desember höfðu selst 223.436 lítrar af Julebryg eða sem nam 46,9 prósentum af heildarlítrum seldum fyrir jólin. Víking Jólabjór kemur næstur með 51.667 lítra eða 10,8 prósent markaðarins en næstu tegundir eru Jólagull og Thule Jólabjór. Sjö af tíu mest seldu tegundunum eru alíslensk framleiðsla. Svo virðist þó sem aukið framboð af tegundum hafi ekki orðið til þess að auka söluna á tímabilinu sem um ræðir. Aldrei hafa fleiri tegundir jólabjórs verið á boðstólum en í ár eða ríflega sextíu. Til marks um fjölgunina undanfarin ár þá eru tegundirnar nær tvöfalt fleiri nú en þær voru fyrir aðeins tveimur árum þegar 34 tegundir voru til sölu í Vínbúðunum. Í fyrra voru þær 47. Þó salan virðist vissulega hafa dalað eitthvað milli ára þá jafngildir salan í ár á þessu tímabili því að ríflega 1,4 milljónir flaskna (33 cl) hafi verið seldar. Á rétt rúmlega mánuði var salan því sem nemur því að hver einasti Íslendingur með aldur til áfengiskaupa hefði keypt sér fimm litlar flöskur af jólabjór.Mest seldi jólabjórinn: 1. Tuborg Julebryg 223.436 46,91% 2. Víking Jólabjór 51.667 10,85% 3. Jólagull 38.560 8,10% 4. Thule Jólabjór 35.760 7,51% 5. Jóla Kaldi 24.089 5,06% 6. Föroya Bjór Jólabryggj 19.612 4,12% 7. Egils Malt jólabjór 18.049 3,79% 8. Askasleikir Amber Ale nr. 45 6.968 1,46% 9. Einstök Doppelbock 5.968 1,25% 10. Royal X-Mas hvítur 5.382 1,13%Tölur frá og með 19. desember. Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Jól Tengdar fréttir Aldrei fleiri hlynntir sölu bjórs í búðum Fleiri Íslendingar eru hlynntir sölu bjórs og léttvíns í matvöruverslunum nú en í fyrra, en hlutfallið hefur hækkað um 5-6 prósentustig á milli ára. 2. nóvember 2018 14:11 Íslendingar hafa drukkið rúma kippu af jólabjór hver Þann 20. desember var búið að selja 559 þúsund lítra af jólabjór í Vínbúðum ÁTVR, eða ríflega sjö þúsund lítrum meira en á sama tíma í fyrra samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR. 22. desember 2017 06:00 Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
Sala á jólabjór dróst saman um ellefu prósent fyrir þessi jól samanborið við sama tíma í fyrra. Aldrei hafa fleiri tegundir jólabjórs verið til sölu í verslunum Vínbúðarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR höfðu þann 19. desember síðastliðinn selst 476 þúsund lítrar af jólabjór síðan sala á honum hófst þann 15. nóvember. Á sama tíma í fyrra höfðu Íslendingar hins vegar keypt 535 þúsund lítra. Samdráttur upp á 11 prósent. Þar að auki voru á þessum tíma í fyrra fjórir söludagar eftir til jóla en í ár aðeins þrír. Í ár líkt og fyrri ár kemst enginn jólabjór með tærnar þar sem Tuborg Julebryg hefur hælana. Langmestseldi jólabjórinn í ár sem fyrr. Þann 19. desember höfðu selst 223.436 lítrar af Julebryg eða sem nam 46,9 prósentum af heildarlítrum seldum fyrir jólin. Víking Jólabjór kemur næstur með 51.667 lítra eða 10,8 prósent markaðarins en næstu tegundir eru Jólagull og Thule Jólabjór. Sjö af tíu mest seldu tegundunum eru alíslensk framleiðsla. Svo virðist þó sem aukið framboð af tegundum hafi ekki orðið til þess að auka söluna á tímabilinu sem um ræðir. Aldrei hafa fleiri tegundir jólabjórs verið á boðstólum en í ár eða ríflega sextíu. Til marks um fjölgunina undanfarin ár þá eru tegundirnar nær tvöfalt fleiri nú en þær voru fyrir aðeins tveimur árum þegar 34 tegundir voru til sölu í Vínbúðunum. Í fyrra voru þær 47. Þó salan virðist vissulega hafa dalað eitthvað milli ára þá jafngildir salan í ár á þessu tímabili því að ríflega 1,4 milljónir flaskna (33 cl) hafi verið seldar. Á rétt rúmlega mánuði var salan því sem nemur því að hver einasti Íslendingur með aldur til áfengiskaupa hefði keypt sér fimm litlar flöskur af jólabjór.Mest seldi jólabjórinn: 1. Tuborg Julebryg 223.436 46,91% 2. Víking Jólabjór 51.667 10,85% 3. Jólagull 38.560 8,10% 4. Thule Jólabjór 35.760 7,51% 5. Jóla Kaldi 24.089 5,06% 6. Föroya Bjór Jólabryggj 19.612 4,12% 7. Egils Malt jólabjór 18.049 3,79% 8. Askasleikir Amber Ale nr. 45 6.968 1,46% 9. Einstök Doppelbock 5.968 1,25% 10. Royal X-Mas hvítur 5.382 1,13%Tölur frá og með 19. desember.
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Jól Tengdar fréttir Aldrei fleiri hlynntir sölu bjórs í búðum Fleiri Íslendingar eru hlynntir sölu bjórs og léttvíns í matvöruverslunum nú en í fyrra, en hlutfallið hefur hækkað um 5-6 prósentustig á milli ára. 2. nóvember 2018 14:11 Íslendingar hafa drukkið rúma kippu af jólabjór hver Þann 20. desember var búið að selja 559 þúsund lítra af jólabjór í Vínbúðum ÁTVR, eða ríflega sjö þúsund lítrum meira en á sama tíma í fyrra samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR. 22. desember 2017 06:00 Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
Aldrei fleiri hlynntir sölu bjórs í búðum Fleiri Íslendingar eru hlynntir sölu bjórs og léttvíns í matvöruverslunum nú en í fyrra, en hlutfallið hefur hækkað um 5-6 prósentustig á milli ára. 2. nóvember 2018 14:11
Íslendingar hafa drukkið rúma kippu af jólabjór hver Þann 20. desember var búið að selja 559 þúsund lítra af jólabjór í Vínbúðum ÁTVR, eða ríflega sjö þúsund lítrum meira en á sama tíma í fyrra samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR. 22. desember 2017 06:00