Erlent

Jóla­sveinninn náðist átta sinnum af hraða­mynda­vél í Finn­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Nokkrir sökudólganna.
Nokkrir sökudólganna. Mynd/Finnska lögreglan
Svo virðist sem að jólasveinar í Finnlandi hafi verið í miklum flýti milli staða á aðfangadag. Lögregla þar í landi hefur birt myndir af átta tilvikum þar sem einhver jólasveinninn náðst af hraðamyndavélum á þjóðvegum víðs vegar um landið.

„Við munum segja uppbyggileg skilaboð til Korvatunturi með áminningu um umferðaröryggi,“ segir Dennis Pasterstein, yfirmaður umferðardeildar finnsku lögreglunnar á Twitter.

Korvatunturi er fjall í Lapplandi í norðurhluta Finnlands sem sagt er heimkynni jólasveinsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×