Lars Lagerbäck ber fram kvörtun til UEFA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2018 12:30 Lars Lägerback er ekki ánægður. Vísir/Getty Lars Lagerbäck, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands og núverandi landsliðsþjálfari Noregs, er ekki sáttur með leikjaröðun norska landsliðsins í undankeppni EM 2020. . Lagerbäck, hefur ásamt norska sambandinu sent inn kvörtun til Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. Ástæðan er leikur norska landsliðsins á Spáni 23. mars næstkomandi en sama dag spila Svíar og Rúmenar í riðlinum. Liðin þurfa síðan aftur að spila aðeins þremur dögum síðar. Leikur Norðmanna og Svía fer fram 26. mars í Osló eða þremur dögum eftir að Norðmenn eru að spila í Valencia á Spáni. Það er mun styttra að fara fyrir Svía sem eru að spila á heimavelli 23. mars. „Ég vildi í það minnsta láta vita af áhyggjum mínum þótt líklegast sé að það þýði ekki nett. Hér eru víst markaðslögmálin sem ráða,“ sagði Lars Lagerbäck við NTB. Dagbladet segir frá. „Við höfum kvartað til UEFA vegna þessa og það á við alla leikina í riðlinum,“ sagði Pål Bjerketvedt, framkvæmdastjóri norska sambandsins. „Það er ómögulegt að klára endurheimtina á bara tveimur dögum,“ bætti Bjerketvedt við. Stór hluti ástæðunnar er líka að Svíar búa sér til meiri hvíldartíma með því að færa leikinn sinn fram til klukkan sex. Norðmenn þurfa að spila klukkan korter í níu sama kvöld. „Í þessari undankeppni geta þjóðir komið sér saman um leiktíma og það er ekki góð þróun. Með því geta þjóðir búið sér til forskot,“ segir Lars Lagerbäck. Íslenska landsliðið fær líka bara tvo hvíldardaga á milli leikja sinna í mars. Liðið mætir Andorra 22. mars í Andorra la Vella og spilar svo við Frakka á Stade de France 25. mars. Fyrri leikir Íslands og Frakklands fara hinsvegar fram á sama tíma ólíkt leikjum Svía og Norðmanna. Svíar hafa búið sér til næstum því þriggja klukkutíma lengri hvíldartíma og landi þeirra er allt annað en sáttur. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira
Lars Lagerbäck, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands og núverandi landsliðsþjálfari Noregs, er ekki sáttur með leikjaröðun norska landsliðsins í undankeppni EM 2020. . Lagerbäck, hefur ásamt norska sambandinu sent inn kvörtun til Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. Ástæðan er leikur norska landsliðsins á Spáni 23. mars næstkomandi en sama dag spila Svíar og Rúmenar í riðlinum. Liðin þurfa síðan aftur að spila aðeins þremur dögum síðar. Leikur Norðmanna og Svía fer fram 26. mars í Osló eða þremur dögum eftir að Norðmenn eru að spila í Valencia á Spáni. Það er mun styttra að fara fyrir Svía sem eru að spila á heimavelli 23. mars. „Ég vildi í það minnsta láta vita af áhyggjum mínum þótt líklegast sé að það þýði ekki nett. Hér eru víst markaðslögmálin sem ráða,“ sagði Lars Lagerbäck við NTB. Dagbladet segir frá. „Við höfum kvartað til UEFA vegna þessa og það á við alla leikina í riðlinum,“ sagði Pål Bjerketvedt, framkvæmdastjóri norska sambandsins. „Það er ómögulegt að klára endurheimtina á bara tveimur dögum,“ bætti Bjerketvedt við. Stór hluti ástæðunnar er líka að Svíar búa sér til meiri hvíldartíma með því að færa leikinn sinn fram til klukkan sex. Norðmenn þurfa að spila klukkan korter í níu sama kvöld. „Í þessari undankeppni geta þjóðir komið sér saman um leiktíma og það er ekki góð þróun. Með því geta þjóðir búið sér til forskot,“ segir Lars Lagerbäck. Íslenska landsliðið fær líka bara tvo hvíldardaga á milli leikja sinna í mars. Liðið mætir Andorra 22. mars í Andorra la Vella og spilar svo við Frakka á Stade de France 25. mars. Fyrri leikir Íslands og Frakklands fara hinsvegar fram á sama tíma ólíkt leikjum Svía og Norðmanna. Svíar hafa búið sér til næstum því þriggja klukkutíma lengri hvíldartíma og landi þeirra er allt annað en sáttur.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira