Ein af nýju þotum Icelandair fauk til og skemmdist Garðar Örn Úlfarsson skrifar 28. desember 2018 07:45 Þotan er ein af nýjustu vélum Icelandair og ber einkennisstafina TF-ICY og nafnið Látrabjarg. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Það kom svolítið á óvart að það hafi verið nógu hált til þess að það hafi getað gerst,“ segir Jens Þórðarson, yfirmaður flugrekstrarsviðs Icelandair, um aðdraganda þess að ein af þotum félagsins skemmdist að kvöldi jóladags. Þotan sem um ræðir er af gerðinni Boeing 737 Max 1, framleidd á þessu ári. Hún er ein af nýjustu vélum Icelandair og ber einkennisstafina TF-ICY og nafnið Látrabjarg. „Hún stóð við rana og snerist til í vindinum,“ segir Jens sem kveður hvassviðrið ekki síður en hálkuna á jóladagskvöld hafa komið mönnum dálítið í opna skjöldu. „En svona gerist alveg og við höfum lent í þessu áður. Hún rakst utan í ranann utan við flugstöðina,“ segir Jens sem kveður framenda á væng hafa rekist utan í landganginn. „Það urðu einhverjar skemmdir, ekki óskaplega miklar en það þarf að gera við þær og koma vélinni í gagnið aftur.“ Þotan var dregin inn í flugskýli eftir óhappið og er þar enn. „Það þarf að hanna svona viðgerðir og svo eru líka jól og þá tekur þetta lengri tíma,“ segir Jens um það hvenær áætlað er að þotan verði flughæf á ný. Látrabjarg kom til landsins frá París á aðfangadag klukkan hálf fjögur. Óhappið varð hins vegar á jóladagskvöld og þá stóð þotan mannlaus við einn landganga Leifsstöðvar enda engin flug hjá Icelandair á þeim tíma. Aðspurður kveðst Jens ekki vita hversu mikið fjárhagslegt tjón Icelandair beri vegna skemmdanna. „Það fer allt í gegn um tryggingafélag en er ekkert eitthvað svakalegt,“ segir hann. Samkvæmt loftfaraskrá er TF-ICY í eigu Lagoon Leasing Co., Ltd. í Japan. Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Það kom svolítið á óvart að það hafi verið nógu hált til þess að það hafi getað gerst,“ segir Jens Þórðarson, yfirmaður flugrekstrarsviðs Icelandair, um aðdraganda þess að ein af þotum félagsins skemmdist að kvöldi jóladags. Þotan sem um ræðir er af gerðinni Boeing 737 Max 1, framleidd á þessu ári. Hún er ein af nýjustu vélum Icelandair og ber einkennisstafina TF-ICY og nafnið Látrabjarg. „Hún stóð við rana og snerist til í vindinum,“ segir Jens sem kveður hvassviðrið ekki síður en hálkuna á jóladagskvöld hafa komið mönnum dálítið í opna skjöldu. „En svona gerist alveg og við höfum lent í þessu áður. Hún rakst utan í ranann utan við flugstöðina,“ segir Jens sem kveður framenda á væng hafa rekist utan í landganginn. „Það urðu einhverjar skemmdir, ekki óskaplega miklar en það þarf að gera við þær og koma vélinni í gagnið aftur.“ Þotan var dregin inn í flugskýli eftir óhappið og er þar enn. „Það þarf að hanna svona viðgerðir og svo eru líka jól og þá tekur þetta lengri tíma,“ segir Jens um það hvenær áætlað er að þotan verði flughæf á ný. Látrabjarg kom til landsins frá París á aðfangadag klukkan hálf fjögur. Óhappið varð hins vegar á jóladagskvöld og þá stóð þotan mannlaus við einn landganga Leifsstöðvar enda engin flug hjá Icelandair á þeim tíma. Aðspurður kveðst Jens ekki vita hversu mikið fjárhagslegt tjón Icelandair beri vegna skemmdanna. „Það fer allt í gegn um tryggingafélag en er ekkert eitthvað svakalegt,“ segir hann. Samkvæmt loftfaraskrá er TF-ICY í eigu Lagoon Leasing Co., Ltd. í Japan.
Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira