Hestastyttur út um allt inni í stofu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. desember 2018 20:00 Einn mesti hrossabóndi landsins býr á Skeiðunum og á þar á fjórða hundrað hrossa. Hrossin eru þó ekki lifandi því þetta eru allt styttur á hillum inni í stofu. Engin stytta er eins. Það er Sigurlín Grímsdóttir, bóndi á Votumýri í Skeiða og Gnúpverjahreppi, sem er eigandi hestanna en styttunum hefur hún safnað í gegnum árin. Sigurlín er mikil áhugamanneskja um íslenska hestinn og á nokkra sem hún notar meðal annars til að fara í hestaferðir á sumrin. „Það kom hér ung stúlka, sem eyddi heilmiklum tíma í að telja stytturnar og hún komst að því að þær væru vel yfir þrjú hundruð, ég man ekki alveg töluna,“ segir Sigurlín. „Ég hef keypt svolítið í Kolaportinu og svo hef ég verið að þvælast hingað og þangað til útlanda og svo hefur fólk, sem hefur farið til útlanda keypt og látið mig fá,“ segir Sigurlín aðspurð hvar hún hefur fengið allar stytturnar. Sigurlín Grímsdóttir, bóndi á Votumýri í Skeiða og Gnúpverjahreppi, sem er eigandi hestanna en styttunum hefur hún safnað í gegnum árin.Magnús HlynurHestastytturnar koma víða að, til dæmis frá Rússlandi, Kína og Bandaríkjunum. Sigurlín á sér eina uppáhalds styttu. „Það er stytta, sem fannst í Kína, að vísu afsteypa, en hún fannst á Silkileiðinni, þannig að hún er nokkur þúsund ára gömul, sem sagt fyrirmyndin af þessar styttu. Það var vinafólk okkar sem fór til Kína og færði mér styttuna þegar þau komu til baka.“ Sigurlín segist vera hætt að safna styttum af hestum enda allt plássið á hillunum búið. Hún gerir hins vegar mikið af því að mála myndir og þar eru hestar í miklu uppáhaldi hjá henni enda nokkrar fallegar hestamyndir upp á veggjum eftir hana á heimilinu á Votumýri. Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Sjá meira
Einn mesti hrossabóndi landsins býr á Skeiðunum og á þar á fjórða hundrað hrossa. Hrossin eru þó ekki lifandi því þetta eru allt styttur á hillum inni í stofu. Engin stytta er eins. Það er Sigurlín Grímsdóttir, bóndi á Votumýri í Skeiða og Gnúpverjahreppi, sem er eigandi hestanna en styttunum hefur hún safnað í gegnum árin. Sigurlín er mikil áhugamanneskja um íslenska hestinn og á nokkra sem hún notar meðal annars til að fara í hestaferðir á sumrin. „Það kom hér ung stúlka, sem eyddi heilmiklum tíma í að telja stytturnar og hún komst að því að þær væru vel yfir þrjú hundruð, ég man ekki alveg töluna,“ segir Sigurlín. „Ég hef keypt svolítið í Kolaportinu og svo hef ég verið að þvælast hingað og þangað til útlanda og svo hefur fólk, sem hefur farið til útlanda keypt og látið mig fá,“ segir Sigurlín aðspurð hvar hún hefur fengið allar stytturnar. Sigurlín Grímsdóttir, bóndi á Votumýri í Skeiða og Gnúpverjahreppi, sem er eigandi hestanna en styttunum hefur hún safnað í gegnum árin.Magnús HlynurHestastytturnar koma víða að, til dæmis frá Rússlandi, Kína og Bandaríkjunum. Sigurlín á sér eina uppáhalds styttu. „Það er stytta, sem fannst í Kína, að vísu afsteypa, en hún fannst á Silkileiðinni, þannig að hún er nokkur þúsund ára gömul, sem sagt fyrirmyndin af þessar styttu. Það var vinafólk okkar sem fór til Kína og færði mér styttuna þegar þau komu til baka.“ Sigurlín segist vera hætt að safna styttum af hestum enda allt plássið á hillunum búið. Hún gerir hins vegar mikið af því að mála myndir og þar eru hestar í miklu uppáhaldi hjá henni enda nokkrar fallegar hestamyndir upp á veggjum eftir hana á heimilinu á Votumýri.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Sjá meira