Bræðurnir ekki enn getað gefið skýrslu Jónas Már Torfason og Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 29. desember 2018 07:15 Í bílnum voru fjölskyldur tveggja breskra bræðra en þeir voru á ferðalagi um landið. VÍSIR/JÓI K. Rannsókn á tildrögum bílslyssins við Núpsvötn á fimmtudaginn, þegar bíll með sjö farþega steyptist fram af brú með þeim afleiðingum að þrír létust, er í fullum gangi. Rannsóknarnefnd samgönguslysa var á vettvangi slyssins í gær. Þá er hafin bíltæknirannsókn á Land Cruiser-bílaleigubílnum sem fólkið var í en sú rannsókn mun leiða í ljós hvort einhvers konar bilun hafi átt þátt í eða valdið slysinu. Í bílnum voru fjölskyldur tveggja breskra bræðra en þeir voru á ferðalagi um landið. Eiginkonur þeirra létust í slysinu, ásamt 11 mánaða gömlu barni. Mennirnir og tvö önnur börn voru flutt þungt haldin á Landspítala. Barnið sem lést var ekki í barnabílstól þegar slysið varð. Er það meðal þess sem rannsóknarnefndin tekur sérstaklega til skoðunar, ásamt því hvaða öryggisbúnaður var eða var ekki notaður í bílnum. Breskir fjölmiðlar greindu frá nöfnum þeirra sem létust í slysinu. Annars vegar Rajshree Laturia og hins vegar mágkona hennar, Kushboo Laturia. Rajshree og eiginmaður hennar eru áhrifamikil í bresku viðskiptalífi. Búið er að lesa af aksturstölvu bílsins en það er hluti af því að afla upplýsinga til að reikna út hraða bílsins þegar slysið var. Þá var jafnframt tekinn hluti af brúarhandriðinu og fluttur á Selfoss til frekari rannsókna. Þá liggja einnig fyrir niðurstöður úr rannsókn á blóðsýni úr ökumanni, en það er jafnan gert í alvarlegri slysum. Niðurstaðan staðfestir að ökumaðurinn var ekki ölvaður við akstur. Réttarkrufning fer fram á líkum hinna látnu eftir áramót, og verið er að afla upplýsinga hjá þeim vitnum sem hafa gefið sig fram. Einnig liggur fyrir að taka skýrslu af ökumanni og farþegum þegar ástand þeirra leyfir. Banaslys við Núpsvötn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Rannsókn á tildrögum bílslyssins við Núpsvötn á fimmtudaginn, þegar bíll með sjö farþega steyptist fram af brú með þeim afleiðingum að þrír létust, er í fullum gangi. Rannsóknarnefnd samgönguslysa var á vettvangi slyssins í gær. Þá er hafin bíltæknirannsókn á Land Cruiser-bílaleigubílnum sem fólkið var í en sú rannsókn mun leiða í ljós hvort einhvers konar bilun hafi átt þátt í eða valdið slysinu. Í bílnum voru fjölskyldur tveggja breskra bræðra en þeir voru á ferðalagi um landið. Eiginkonur þeirra létust í slysinu, ásamt 11 mánaða gömlu barni. Mennirnir og tvö önnur börn voru flutt þungt haldin á Landspítala. Barnið sem lést var ekki í barnabílstól þegar slysið varð. Er það meðal þess sem rannsóknarnefndin tekur sérstaklega til skoðunar, ásamt því hvaða öryggisbúnaður var eða var ekki notaður í bílnum. Breskir fjölmiðlar greindu frá nöfnum þeirra sem létust í slysinu. Annars vegar Rajshree Laturia og hins vegar mágkona hennar, Kushboo Laturia. Rajshree og eiginmaður hennar eru áhrifamikil í bresku viðskiptalífi. Búið er að lesa af aksturstölvu bílsins en það er hluti af því að afla upplýsinga til að reikna út hraða bílsins þegar slysið var. Þá var jafnframt tekinn hluti af brúarhandriðinu og fluttur á Selfoss til frekari rannsókna. Þá liggja einnig fyrir niðurstöður úr rannsókn á blóðsýni úr ökumanni, en það er jafnan gert í alvarlegri slysum. Niðurstaðan staðfestir að ökumaðurinn var ekki ölvaður við akstur. Réttarkrufning fer fram á líkum hinna látnu eftir áramót, og verið er að afla upplýsinga hjá þeim vitnum sem hafa gefið sig fram. Einnig liggur fyrir að taka skýrslu af ökumanni og farþegum þegar ástand þeirra leyfir.
Banaslys við Núpsvötn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira