Framsýn íhugar að skilja sig frá Starfsgreinasambandinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. desember 2018 22:19 Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar. Visir/VÖLUNDUR JÓNSSON Stéttarfélagið Framsýn hefur samþykkt að draga til baka samningsumboð Starfsgreinasambands Íslands fyrir sína hönd til baka, miði samningaviðræðum sambandsins við Samtök atvinnulífsins ekki áfram í byrjun næsta árs. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins sem barst fréttastofu nú í kvöld. Í tilkynningunni segir að á baráttufundi sem Framsýn boðaði til í dag með stjórn félagsins, trúnaðarráði, samninganefnd, trúnaðarmönnum og stjórn Framsýnar-ung hafi komið í ljós mikil óánægja með stöðu mála og að ekki hefði náðst samstaða innan aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands að vísa deilunni til ríkissáttasemjara fyrir jól. Þá hafi fundarmenn verið á einu máli um að veita formanni Framsýnar fullt umboð til að draga samningsumboðið til baka frá Starfsgreinasambandi Íslands komist ekki skriður á kjaraviðræður í byrjun janúar eða Starfsgreinasambandið verði ekki þá þegar búið að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Framsýn sendi þá frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna málsins:Framsýn stéttarfélag kallar eftir ábyrgð Samtaka atvinnulífsins vegna yfirstandandi kjaraviðræðna samtakanna og Starfsgreinasambands Íslands.Gegn vilja Framsýnar samþykkti meirihluti aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands að segja ekki upp kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins í febrúar 2018 þrátt fyrir að forsendur samninga væru brostnar.Á sama tíma lýstu Samtök atvinnulífsins því yfir að mikilvægt væri að hefja viðræður strax með það að markmiði að klára gerð kjarasamninga fyrir áramót. Því miður hafa samtökin ekki staðið við fyrri yfirlýsingar og lítill vilji virðist vera til þess að ganga frá kjarasamningi á nótum kröfugerðar Starfsgreinasambandsins sem byggir á sanngirni og opinberum viðmiðum varðandi framfærsluþörf einstaklinga.Ekki síst í ljósi þessa hafa þegar tvö af aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins dregið samningsumboðið til baka og vísað kjaradeilunni til ríkissáttasemjara. Það er skoðun Framsýnar að Starfsgreinasamband Íslands eigi að vísa deilunni þegar í stað til ríkissáttasemjara. Fyrir liggur að atvinnulífið sparar sér um 4 milljarða á mánuði meðan ekki er samið. Á sama tíma eru félagsmenn Starfsgreinasambandsins samningslausir og verða af launahækkunum 1. janúar 2019.Framsýn felur formanni að draga samningsumboð félagsins til baka frá Starfsgreinasambandi Íslands komist ekki skriður á kjaraviðræður í byrjun janúar eða Starfsgreinasambandið verði ekki þá þegar búið að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Kjaramál Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Innlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fleiri fréttir „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Sjá meira
Stéttarfélagið Framsýn hefur samþykkt að draga til baka samningsumboð Starfsgreinasambands Íslands fyrir sína hönd til baka, miði samningaviðræðum sambandsins við Samtök atvinnulífsins ekki áfram í byrjun næsta árs. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins sem barst fréttastofu nú í kvöld. Í tilkynningunni segir að á baráttufundi sem Framsýn boðaði til í dag með stjórn félagsins, trúnaðarráði, samninganefnd, trúnaðarmönnum og stjórn Framsýnar-ung hafi komið í ljós mikil óánægja með stöðu mála og að ekki hefði náðst samstaða innan aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands að vísa deilunni til ríkissáttasemjara fyrir jól. Þá hafi fundarmenn verið á einu máli um að veita formanni Framsýnar fullt umboð til að draga samningsumboðið til baka frá Starfsgreinasambandi Íslands komist ekki skriður á kjaraviðræður í byrjun janúar eða Starfsgreinasambandið verði ekki þá þegar búið að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Framsýn sendi þá frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna málsins:Framsýn stéttarfélag kallar eftir ábyrgð Samtaka atvinnulífsins vegna yfirstandandi kjaraviðræðna samtakanna og Starfsgreinasambands Íslands.Gegn vilja Framsýnar samþykkti meirihluti aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands að segja ekki upp kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins í febrúar 2018 þrátt fyrir að forsendur samninga væru brostnar.Á sama tíma lýstu Samtök atvinnulífsins því yfir að mikilvægt væri að hefja viðræður strax með það að markmiði að klára gerð kjarasamninga fyrir áramót. Því miður hafa samtökin ekki staðið við fyrri yfirlýsingar og lítill vilji virðist vera til þess að ganga frá kjarasamningi á nótum kröfugerðar Starfsgreinasambandsins sem byggir á sanngirni og opinberum viðmiðum varðandi framfærsluþörf einstaklinga.Ekki síst í ljósi þessa hafa þegar tvö af aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins dregið samningsumboðið til baka og vísað kjaradeilunni til ríkissáttasemjara. Það er skoðun Framsýnar að Starfsgreinasamband Íslands eigi að vísa deilunni þegar í stað til ríkissáttasemjara. Fyrir liggur að atvinnulífið sparar sér um 4 milljarða á mánuði meðan ekki er samið. Á sama tíma eru félagsmenn Starfsgreinasambandsins samningslausir og verða af launahækkunum 1. janúar 2019.Framsýn felur formanni að draga samningsumboð félagsins til baka frá Starfsgreinasambandi Íslands komist ekki skriður á kjaraviðræður í byrjun janúar eða Starfsgreinasambandið verði ekki þá þegar búið að vísa deilunni til ríkissáttasemjara.
Kjaramál Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Innlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fleiri fréttir „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Sjá meira