Erlent

Hyggst losa um byssulöggjöf Brasilíu

Andri Eysteinsson skrifar
Jair Bolsonaro (til vinstri) ásamt félaga sínum Benjamin Netanyahu en þeir funduðu í vikunni.
Jair Bolsonaro (til vinstri) ásamt félaga sínum Benjamin Netanyahu en þeir funduðu í vikunni. EPA/Fernando Frazao
Verðandi forseti Brasilíu, hægri maðurinn Jair Bolsonaro sagði í dag frá áformum sínum um að gefa út tilskipun sem heimili öllum Brasilíumönnum sem ekki eru á sakaskrá að eiga skotvopn. Fréttir þessar munu líklega gleðja stuðningsmenn forsetaefnisins sem kallað hafa eftir því að slakað yrði á strangri skotvopnalöggjöf landsins.

Breyting á skotvopnalöggjöfinni var eitt af kosningaloforðum Bolsonaro en vegna mikillar tíðni ofbeldisglæpa í landinu hafa Brasilíumenn kallað eftir réttinum til að bera vopn til þess að verja sig.

Vill að allir sem ekki eru á sakaskrá geti átt skotvopn

Bolsonaro, sem tekur við embætti 1. janúar, skrifaði á Twitter „Með tilskipun, tryggjum við að ríkisborgarar sem ekki eru á sakaskrá geti átt skotvopn“ Bolsonaro útskýrði mál sitt ekkert frekar en samkvæmt Reuters hefur brasilíska þingið þegar hafið umræður um breytingar á skotvopnalöggjöfinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×