Kínverjar segja réttarhöld yfir Huawei-stýru sýndarmennsku Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. desember 2018 07:00 Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei. Fréttablaðið/EPA Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei og dóttir stofnanda kínverska tæknifyrirtækisins, mætti fyrir dóm í Vancouver í Kanada í gær og á sunnudag í von um að verða leyst úr haldi gegn tryggingu. Wanzhou var handtekin í upphafi mánaðar. Upphaflega var talið að ástæðan tengdist meintum brotum Huawei á viðskiptaþvingunum gegn Íran og jafnvel Norður-Kóreu. Vancouver Star greindi svo frá því um helgina að hún væri sökuð um fjársvik. Bandaríkin krefjast framsals Meng. Yfirvöld í Kína eru æf yfir málinu. Kínverski ríkismiðillinn China Daily fjallaði um málið í gær og sagði réttarhöldin dæmi um sýndarmennsku. Þeim væri ætlað að niðurlægja Kínverja fyrir að dirfast að storka Bandaríkjamönnum á tæknimarkaði. Þess ber að geta að á snjallsímamarkaði er Huawei næststærst í heimi á eftir Samsung en vinsælla en hið bandaríska Apple. Ritstjórn kínverska blaðsins sagði Kanadamenn brjóta á réttindum Meng með því að handtaka hana án þess að útskýra ástæðu handtökunnar fyrir henni. Hún væri meðhöndluð sem hættulegur glæpamaður, ofbeldismaður, vegna fyrrnefndrar sýndarmennsku. Kínverska utanríkisráðuneytið kallaði sendiherra Bandaríkjanna og Kanada á sinn fund í gær vegna málsins. Í tilkynningu sagði ráðuneytið að Bandaríkjamenn hefðu brotið á svívirðilegan hátt gegn Kínverjum og að Kína myndi grípa til frekari aðgerða. Bandaríkin hafa áður gripið til aðgerða gegn Huawei. Bannað sölu á símum fyrirtækisins og bannað opinberum stofnunum að nota netbúnað frá því. Bandarískar öryggisstofnanir á borð við NSA, CIA og FBI telja að stjórnvöld í Kína noti vörur Huawei til þess að njósna um andstæðinga sína. Því hafa Kínverjar og Huawei hafnað. Birtist í Fréttablaðinu Kína Norður-Ameríka Viðskipti Tengdar fréttir Kanada sver af sér tengsl við handtökuna Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að ríkisstjórn hans hafi ekki komið nálægt handtökunni á Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska tæknifyrirtækisins Huawei. Meng var handtekinn á flugvellinum í Vancouver á laugardag. 6. desember 2018 23:15 Fjármálastjóri Huawei handtekinn í Kanada Fjármálastjóri kínverska fjarskiptafyrirtækisins Huawei var handtekinn í Kanada á dögunum. 6. desember 2018 06:55 Fjármálastjóri Huawei handtekin vegna meintra viðskipta við Íran Starfsmenn Dómsmálaráðuneytis Kanada segjast ekki geta veitt frekari upplýsingar um málið þar sem Meng hafi krafist þess fyrir dómi að slíkt mætti ekki. 6. desember 2018 11:30 Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei og dóttir stofnanda kínverska tæknifyrirtækisins, mætti fyrir dóm í Vancouver í Kanada í gær og á sunnudag í von um að verða leyst úr haldi gegn tryggingu. Wanzhou var handtekin í upphafi mánaðar. Upphaflega var talið að ástæðan tengdist meintum brotum Huawei á viðskiptaþvingunum gegn Íran og jafnvel Norður-Kóreu. Vancouver Star greindi svo frá því um helgina að hún væri sökuð um fjársvik. Bandaríkin krefjast framsals Meng. Yfirvöld í Kína eru æf yfir málinu. Kínverski ríkismiðillinn China Daily fjallaði um málið í gær og sagði réttarhöldin dæmi um sýndarmennsku. Þeim væri ætlað að niðurlægja Kínverja fyrir að dirfast að storka Bandaríkjamönnum á tæknimarkaði. Þess ber að geta að á snjallsímamarkaði er Huawei næststærst í heimi á eftir Samsung en vinsælla en hið bandaríska Apple. Ritstjórn kínverska blaðsins sagði Kanadamenn brjóta á réttindum Meng með því að handtaka hana án þess að útskýra ástæðu handtökunnar fyrir henni. Hún væri meðhöndluð sem hættulegur glæpamaður, ofbeldismaður, vegna fyrrnefndrar sýndarmennsku. Kínverska utanríkisráðuneytið kallaði sendiherra Bandaríkjanna og Kanada á sinn fund í gær vegna málsins. Í tilkynningu sagði ráðuneytið að Bandaríkjamenn hefðu brotið á svívirðilegan hátt gegn Kínverjum og að Kína myndi grípa til frekari aðgerða. Bandaríkin hafa áður gripið til aðgerða gegn Huawei. Bannað sölu á símum fyrirtækisins og bannað opinberum stofnunum að nota netbúnað frá því. Bandarískar öryggisstofnanir á borð við NSA, CIA og FBI telja að stjórnvöld í Kína noti vörur Huawei til þess að njósna um andstæðinga sína. Því hafa Kínverjar og Huawei hafnað.
Birtist í Fréttablaðinu Kína Norður-Ameríka Viðskipti Tengdar fréttir Kanada sver af sér tengsl við handtökuna Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að ríkisstjórn hans hafi ekki komið nálægt handtökunni á Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska tæknifyrirtækisins Huawei. Meng var handtekinn á flugvellinum í Vancouver á laugardag. 6. desember 2018 23:15 Fjármálastjóri Huawei handtekinn í Kanada Fjármálastjóri kínverska fjarskiptafyrirtækisins Huawei var handtekinn í Kanada á dögunum. 6. desember 2018 06:55 Fjármálastjóri Huawei handtekin vegna meintra viðskipta við Íran Starfsmenn Dómsmálaráðuneytis Kanada segjast ekki geta veitt frekari upplýsingar um málið þar sem Meng hafi krafist þess fyrir dómi að slíkt mætti ekki. 6. desember 2018 11:30 Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Kanada sver af sér tengsl við handtökuna Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að ríkisstjórn hans hafi ekki komið nálægt handtökunni á Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska tæknifyrirtækisins Huawei. Meng var handtekinn á flugvellinum í Vancouver á laugardag. 6. desember 2018 23:15
Fjármálastjóri Huawei handtekinn í Kanada Fjármálastjóri kínverska fjarskiptafyrirtækisins Huawei var handtekinn í Kanada á dögunum. 6. desember 2018 06:55
Fjármálastjóri Huawei handtekin vegna meintra viðskipta við Íran Starfsmenn Dómsmálaráðuneytis Kanada segjast ekki geta veitt frekari upplýsingar um málið þar sem Meng hafi krafist þess fyrir dómi að slíkt mætti ekki. 6. desember 2018 11:30