Hælisleitandinn er á vitnalista ákæruvaldsins Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 11. desember 2018 08:00 Ráðist var á manninn í íþróttasalnum á Litla-Hrauni. Vísir/vilhelm Ungi hælisleitandinn sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Litla-Hrauni fyrr á árinu kemur til landsins til að gefa skýrslu við aðalmeðferð málsins. Honum var vísað úr landi skömmu eftir árásina án vitundar verjanda hans og lögreglumannanna sem fóru með rannsókn málsins. Maðurinn er á vitnalista ákæruvaldsins, eins og venjan er um brotaþola, og á héraðssaksóknari nú samráð við önnur stjórnvöld, þar á meðal ríkislögreglustjóra, dómsmálaráðuneytið og fulltrúa Íslands hjá Europol, um mögulegan flutning vitnisins til landsins. Aðalmeðferð í málinu átti að hefjast í Héraðsdómi Suðurlands í gær en var frestað meðal annars vegna þess að annar tveggja ákærðu, Baldur Kolbeinsson, mætti ekki til aðalmeðferðar. Hann lauk afplánun sinni fyrir nokkru og er frjáls ferða sinna. Ákæra gegn Baldri og Trausta Rafni Henrikssyni tekur til alvarlegustu gerðar líkamsárásar í almennum hegningarlögum; 2. mgr. 218. gr. Meðal gagna í málinu er upptaka af árásinni úr öryggismyndavél en ráðist var að manninum í íþróttasal fangelsisins. Árásin er sögð hafa verið sérlega hrottafengin. Baldur hefur ekki tekið afstöðu til ákærunnar en Trausti neitar sök. Baldur var var árið 2014 dæmdur fyrir tvær líkamsárásir á útivistarsvæðinu á Litla-Hrauni, annars vegar fyrir að hafa veist að samfanga sínum, makað saur í andlit hans og munn og slegið hann svo bæði í höfuð og líkama og hins vegar fyrir að hafa sparkað ítrekað og slegið samfanga sinn í höfuð og líkama með hengilás og hnúajárni. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Hælisleitandinn sem varð fyrir árás á Litla-Hrauni fluttur úr landi Ungur hælisleitandi, Houssin Bsraoi, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Litla-Hrauni um miðjan síðasta mánuð var í gær fluttur úr landi. 21. febrúar 2018 19:00 Segja að hælisleitandinn sé 22 en ekki 18 ára Útlendingastofnun segir rangfærslur í umræðunni um mál hælisleitandans Houssin Bsraoi sem fluttur var úr landi í gær. 22. febrúar 2018 13:30 Segir ljóst að flytja þurfi hælisleitandann til baka fari mál hans fyrir dóm Hún segir það vera galið fyrirkomulag að sé hælisleitendur í réttarvörslukerfinu grunaðir um refsiverða háttsemi þá eru þeir ekki brottfluttir en séu þeir þolendur þá eru þeir brottfluttir. 22. febrúar 2018 14:50 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Ungi hælisleitandinn sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Litla-Hrauni fyrr á árinu kemur til landsins til að gefa skýrslu við aðalmeðferð málsins. Honum var vísað úr landi skömmu eftir árásina án vitundar verjanda hans og lögreglumannanna sem fóru með rannsókn málsins. Maðurinn er á vitnalista ákæruvaldsins, eins og venjan er um brotaþola, og á héraðssaksóknari nú samráð við önnur stjórnvöld, þar á meðal ríkislögreglustjóra, dómsmálaráðuneytið og fulltrúa Íslands hjá Europol, um mögulegan flutning vitnisins til landsins. Aðalmeðferð í málinu átti að hefjast í Héraðsdómi Suðurlands í gær en var frestað meðal annars vegna þess að annar tveggja ákærðu, Baldur Kolbeinsson, mætti ekki til aðalmeðferðar. Hann lauk afplánun sinni fyrir nokkru og er frjáls ferða sinna. Ákæra gegn Baldri og Trausta Rafni Henrikssyni tekur til alvarlegustu gerðar líkamsárásar í almennum hegningarlögum; 2. mgr. 218. gr. Meðal gagna í málinu er upptaka af árásinni úr öryggismyndavél en ráðist var að manninum í íþróttasal fangelsisins. Árásin er sögð hafa verið sérlega hrottafengin. Baldur hefur ekki tekið afstöðu til ákærunnar en Trausti neitar sök. Baldur var var árið 2014 dæmdur fyrir tvær líkamsárásir á útivistarsvæðinu á Litla-Hrauni, annars vegar fyrir að hafa veist að samfanga sínum, makað saur í andlit hans og munn og slegið hann svo bæði í höfuð og líkama og hins vegar fyrir að hafa sparkað ítrekað og slegið samfanga sinn í höfuð og líkama með hengilás og hnúajárni.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Hælisleitandinn sem varð fyrir árás á Litla-Hrauni fluttur úr landi Ungur hælisleitandi, Houssin Bsraoi, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Litla-Hrauni um miðjan síðasta mánuð var í gær fluttur úr landi. 21. febrúar 2018 19:00 Segja að hælisleitandinn sé 22 en ekki 18 ára Útlendingastofnun segir rangfærslur í umræðunni um mál hælisleitandans Houssin Bsraoi sem fluttur var úr landi í gær. 22. febrúar 2018 13:30 Segir ljóst að flytja þurfi hælisleitandann til baka fari mál hans fyrir dóm Hún segir það vera galið fyrirkomulag að sé hælisleitendur í réttarvörslukerfinu grunaðir um refsiverða háttsemi þá eru þeir ekki brottfluttir en séu þeir þolendur þá eru þeir brottfluttir. 22. febrúar 2018 14:50 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Hælisleitandinn sem varð fyrir árás á Litla-Hrauni fluttur úr landi Ungur hælisleitandi, Houssin Bsraoi, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Litla-Hrauni um miðjan síðasta mánuð var í gær fluttur úr landi. 21. febrúar 2018 19:00
Segja að hælisleitandinn sé 22 en ekki 18 ára Útlendingastofnun segir rangfærslur í umræðunni um mál hælisleitandans Houssin Bsraoi sem fluttur var úr landi í gær. 22. febrúar 2018 13:30
Segir ljóst að flytja þurfi hælisleitandann til baka fari mál hans fyrir dóm Hún segir það vera galið fyrirkomulag að sé hælisleitendur í réttarvörslukerfinu grunaðir um refsiverða háttsemi þá eru þeir ekki brottfluttir en séu þeir þolendur þá eru þeir brottfluttir. 22. febrúar 2018 14:50