Elstur til að taka sæti á þingi í Íslandssögunni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. desember 2018 06:00 Ellert sló á létta strengi með Viðreisnarmanninum Þorsteini Víglundssyni yfir veiðigjaldaumræðunni í gærkvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ari Ellert B. Schram varð í gær elstur Íslendinga til að taka sæti á Alþingi en hann situr nú sem varaþingmaður Samfylkingarinnar. Ellert var fyrst kjörinn á þing árið 1971 en þá fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þingmaðurinn segir að málefni eldri borgara verði ofarlega á baugi hjá sér meðan hann situr á þingi. Þingseta Ellerts nú er komin til vegna þess að Ágúst Ólafur Ágústsson hefur tekið sér tveggja mánaða leyfi frá þingstörfum eftir að hafa verið áminntur af siðanefnd Samfylkingarinnar fyrir ósæmilega framkomu við konu. Fyrsti og annar varamaður Samfylkingarinnar í kjördæminu, þau Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Háskólanum í Reykjavík, og rithöfundurinn Einar Kárason, gátu ekki tekið sæti nú. Því tók Ellert sætið. „Því var flett upp í dag að það hefði enginn verið 79 ára gamall í sögu þingsins. Hvorki fyrr né síðar. Ég er nú nokkuð hreykinn af því að vera sá elsti,“ segir Ellert. Elsti þingmaður í sögunni var Sighvatur Árnason, bóndi í Eyvindarholti, en hann var tæplega 79 ára gamall þegar þingsetu hans lauk árið 1902. Sem fyrr segir var Ellert kjörinn fyrst á þing 1971, þá rétt rúmlega þrítugur, en þá var hann yngstur þingmanna. Hann sat á þingi til 1978 en missti þá sæti sitt. Hann var kjörinn á ný 1983 og sat til 1987. Árið 2007 var hann kjörinn á þing á ný, þá fyrir Samfylkinguna, og sat til ársins 2009. Í millitíðinni tók hann sæti sem varamaður á árunum 2006 og 2007. „Ég hef nú kannski ekki setið nógu lengi þetta skiptið til að bera saman þingið þá og nú. Upp til hópa eru þingmenn gott fólk sem vill vel og reynir að standa sig. Þannig að andrúmsloftið er sams konar. Helsti munurinn er kannski sá að við höfðum ekki vínbari í nágrenni þingsins á þeim tíma,“ segir Ellert. Gert er ráð fyrir því að þingið fari í jólafrí næsta föstudag en fjárlög voru afgreidd fyrir helgi. Ellert, sem er formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, gerir ráð fyrir að þegar hann taki til máls muni málefni aldraðra verða í fyrirrúmi. „Það þarf að gagnrýna það að greiðslur frá almannatryggingum til eldri borgara hafa lítið hækkað. Vonandi get ég messað yfir þinginu og farið fram á það að fólk skilji betur að of margir einstaklingar eru í fátækt. Það þarf að koma til móts við þetta fólk og rétta því hjálparhönd,“ segir Ellert. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ellert snýr aftur á Alþingi Tekur sæti fyrir Ágúst Ólaf Ágústsson sem farinn er í leyfi. 10. desember 2018 11:09 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Ellert B. Schram varð í gær elstur Íslendinga til að taka sæti á Alþingi en hann situr nú sem varaþingmaður Samfylkingarinnar. Ellert var fyrst kjörinn á þing árið 1971 en þá fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þingmaðurinn segir að málefni eldri borgara verði ofarlega á baugi hjá sér meðan hann situr á þingi. Þingseta Ellerts nú er komin til vegna þess að Ágúst Ólafur Ágústsson hefur tekið sér tveggja mánaða leyfi frá þingstörfum eftir að hafa verið áminntur af siðanefnd Samfylkingarinnar fyrir ósæmilega framkomu við konu. Fyrsti og annar varamaður Samfylkingarinnar í kjördæminu, þau Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Háskólanum í Reykjavík, og rithöfundurinn Einar Kárason, gátu ekki tekið sæti nú. Því tók Ellert sætið. „Því var flett upp í dag að það hefði enginn verið 79 ára gamall í sögu þingsins. Hvorki fyrr né síðar. Ég er nú nokkuð hreykinn af því að vera sá elsti,“ segir Ellert. Elsti þingmaður í sögunni var Sighvatur Árnason, bóndi í Eyvindarholti, en hann var tæplega 79 ára gamall þegar þingsetu hans lauk árið 1902. Sem fyrr segir var Ellert kjörinn fyrst á þing 1971, þá rétt rúmlega þrítugur, en þá var hann yngstur þingmanna. Hann sat á þingi til 1978 en missti þá sæti sitt. Hann var kjörinn á ný 1983 og sat til 1987. Árið 2007 var hann kjörinn á þing á ný, þá fyrir Samfylkinguna, og sat til ársins 2009. Í millitíðinni tók hann sæti sem varamaður á árunum 2006 og 2007. „Ég hef nú kannski ekki setið nógu lengi þetta skiptið til að bera saman þingið þá og nú. Upp til hópa eru þingmenn gott fólk sem vill vel og reynir að standa sig. Þannig að andrúmsloftið er sams konar. Helsti munurinn er kannski sá að við höfðum ekki vínbari í nágrenni þingsins á þeim tíma,“ segir Ellert. Gert er ráð fyrir því að þingið fari í jólafrí næsta föstudag en fjárlög voru afgreidd fyrir helgi. Ellert, sem er formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, gerir ráð fyrir að þegar hann taki til máls muni málefni aldraðra verða í fyrirrúmi. „Það þarf að gagnrýna það að greiðslur frá almannatryggingum til eldri borgara hafa lítið hækkað. Vonandi get ég messað yfir þinginu og farið fram á það að fólk skilji betur að of margir einstaklingar eru í fátækt. Það þarf að koma til móts við þetta fólk og rétta því hjálparhönd,“ segir Ellert.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ellert snýr aftur á Alþingi Tekur sæti fyrir Ágúst Ólaf Ágústsson sem farinn er í leyfi. 10. desember 2018 11:09 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Ellert snýr aftur á Alþingi Tekur sæti fyrir Ágúst Ólaf Ágústsson sem farinn er í leyfi. 10. desember 2018 11:09