Erlent

May heldur á fund Merkel á morgun

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
May hyggst í vikunni hitta fleiri leiðtoga í Evrópusambandinu til að reyna að ná fram fullvissu í nokkrum álitamálum sem varðar Brexit-samkomulagið til að hughreysta þingmenn sem finnst vegið að hagsmunum Breta með samningnum.
May hyggst í vikunni hitta fleiri leiðtoga í Evrópusambandinu til að reyna að ná fram fullvissu í nokkrum álitamálum sem varðar Brexit-samkomulagið til að hughreysta þingmenn sem finnst vegið að hagsmunum Breta með samningnum. Vísir/AP
Theresa May forsætisráðherra mun halda á fund Angelu Merkel kanslara Þýskalands til að ræða áhyggjefni breskra þingmanna með Brexit-samninginn.

Til stóð að breskir þingmenn greiddu atkvæði um samninginn á morgun en í dag tilkynnti May að fyrirhugaðri atkvæðagreiðslu um samninginn yrði frestað.

Breska dagblaðið The Sunday Times tilkynnti um fyrirætlanir forsætisráðherrans í gær en þá sagði May að ekkert væri hæft í umfjöllun blaðsins.

May sagði í þinginu í dag að ef gengið yrði til atkvæðagreiðslu á morgun myndi sáttmálanum verða hafnað með miklum meirihluta.

Fulltrúar Evrópusambandsins hafa sagt að sá samningur sem hefði átt að kjósa um væri sá eini sem væri í boði og að ekki stæði til að setjast að samningaborðinu að nýju.

May hyggst í vikunni hitta fleiri leiðtoga í Evrópusambandinu til að reyna að ná fram fullvissu í nokkrum álitamálum sem varðar Brexit-samkomulagið til að hughreysta þingmenn sem finnst vegið að hagsmunum Breta með samningnum.


Tengdar fréttir

Geta hætt við Brexit

Evrópudómstóllinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að yfirvöld Bretlands geta hætt við úrsögn þeirra úr Evrópusambandinu, án þess að vera bundin einhvers konar leyfi frá hinum aðildarríkjum sambandsins.

Ólafur telur Breta hafa rétt á að skipta um skoðun

Breska þingið á rétt á því að skipta um skoðun samkvæmt ákvæðum um þingræði. Þingið geti skipt um skoðun hvenær sem er og það ætti breska þjóðin líka að geta gert með nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit til að ljúka hinu mikla deilumáli sem hefur einkennt breska þjóðmálaumræðu síðan þjóðin ákvað að ganga úr Evrópusambandinu árið 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×