Dýpri lægð en spár gerðu ráð fyrir og tvær aðrar á leiðinni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. desember 2018 10:39 Frá Sæfarinu á Sæbraut í morgun þar sem blés hressilega. vísir/vilhelm Lægðin sem nú gengur yfir vestanvert landið með tilheyrandi hvassviðri og stormi varð dýpri en spár gerðu ráð fyrir í gær. Reikningar fyrir lægðina breyttust í nótt að sögn Teits Arasonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands, og er því hvassara núna heldur en búist var við.Gul viðvörun er í gildi fyrir Suðurland, Faxaflóa og höfuðborgarsvæðið fram til hádegis eða þar um bil. Á Breiðafirði er gul viðvörun í gildi til klukkan þrjú. Veðrið hefur raskað bæði millilanda- og innanlandsflugi þar sem farþegar sitja fastir í sjö vélum á Keflavíkurflugvelli þar sem ekki er hægt að setja upp landganga og þá liggur innanlandsflug niðri. Björgunarsveitirnar hafa svo verið kallaðar í á annan tug verkefna á höfuðborgarsvæðinu, Akranesi og Suðurnesjum samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg. Þannig eru þakplötur og skúr að fjúka í Kópavogi og trampólín í Garðabæ.Þetta jólatré reynir að standa af sér storminn í morgun.vísir/vilhelm„Með allra heitast lofti sem við sjáum í desember“ Lægðin hefur þó ekki aðeins áhrif á vestanverðu landinu heldur er varað við asahláku á Norðurlandi eystra þar sem von er á miklum hlýindum í dag eða allt að 10 til 15 stiga hita. „Þetta er með allra heitasta lofti sem við sjáum í desember en til þess að hlýindin náði niður þarf að blása og það gerist þegar það fer að hvessa undir hádegi. Þá verður kalda loftinu blásið burt,“ segir Teitur. Þrátt fyrir að viðvaranirnar verði ekki í gildi lengur en til klukkan 15 þá verður nokkuð hvasst áfram í dag og þar til í fyrramálið en eftir hádegi lægir um tíma. „En svo aðfaranótt fimmtudags þá nálgast næsta lægð og það verður hvasst aftur á fimmtudaginn. Svo verður jafnvel önnur svipuð lægð á föstudag svo tvær lægðir á fimmtudag og föstudag. En eins og spáin lítur út núna þá var versta veðrið nú í gærkvöldi, það er öflugasta lægðarkerfið af þessum sem verða nú í vikunni,“ segir Teitur. Það verður seint sagt að það sé jólalegt um að litast, að minnsta kosti á höfuðborgarsvæðinu, nú þegar aðeins þrettán dagar eru til jóla. Teitur segir þó ekki hægt að útiloka að það verði hvít jól í Reykjavík eins og staðan er núna þar sem svo margt geti breyst í veðrinu á næstu dögum. „Það er allra veðra von á Íslandi í desember,“ segir hann.Fréttin var uppfærð klukkan 11:00 með nýrri upplýsingum um útköll björgunarsveita. Veður Tengdar fréttir Ferðir Strætó raskast á Suðurnesjum og Norðvesturlandi Röskun er á ferðum Strætó á Suðurnesjum og Norðvesturlandi í dag vegna veðurs. Gul viðvörun er á landinu í dag. 11. desember 2018 09:59 Yfir 20 metrar á sekúndu framan af degi Úrkoma fylgir hvassviðrinu suðvestanlands en draga á úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn. 11. desember 2018 07:30 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Sjá meira
Lægðin sem nú gengur yfir vestanvert landið með tilheyrandi hvassviðri og stormi varð dýpri en spár gerðu ráð fyrir í gær. Reikningar fyrir lægðina breyttust í nótt að sögn Teits Arasonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands, og er því hvassara núna heldur en búist var við.Gul viðvörun er í gildi fyrir Suðurland, Faxaflóa og höfuðborgarsvæðið fram til hádegis eða þar um bil. Á Breiðafirði er gul viðvörun í gildi til klukkan þrjú. Veðrið hefur raskað bæði millilanda- og innanlandsflugi þar sem farþegar sitja fastir í sjö vélum á Keflavíkurflugvelli þar sem ekki er hægt að setja upp landganga og þá liggur innanlandsflug niðri. Björgunarsveitirnar hafa svo verið kallaðar í á annan tug verkefna á höfuðborgarsvæðinu, Akranesi og Suðurnesjum samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg. Þannig eru þakplötur og skúr að fjúka í Kópavogi og trampólín í Garðabæ.Þetta jólatré reynir að standa af sér storminn í morgun.vísir/vilhelm„Með allra heitast lofti sem við sjáum í desember“ Lægðin hefur þó ekki aðeins áhrif á vestanverðu landinu heldur er varað við asahláku á Norðurlandi eystra þar sem von er á miklum hlýindum í dag eða allt að 10 til 15 stiga hita. „Þetta er með allra heitasta lofti sem við sjáum í desember en til þess að hlýindin náði niður þarf að blása og það gerist þegar það fer að hvessa undir hádegi. Þá verður kalda loftinu blásið burt,“ segir Teitur. Þrátt fyrir að viðvaranirnar verði ekki í gildi lengur en til klukkan 15 þá verður nokkuð hvasst áfram í dag og þar til í fyrramálið en eftir hádegi lægir um tíma. „En svo aðfaranótt fimmtudags þá nálgast næsta lægð og það verður hvasst aftur á fimmtudaginn. Svo verður jafnvel önnur svipuð lægð á föstudag svo tvær lægðir á fimmtudag og föstudag. En eins og spáin lítur út núna þá var versta veðrið nú í gærkvöldi, það er öflugasta lægðarkerfið af þessum sem verða nú í vikunni,“ segir Teitur. Það verður seint sagt að það sé jólalegt um að litast, að minnsta kosti á höfuðborgarsvæðinu, nú þegar aðeins þrettán dagar eru til jóla. Teitur segir þó ekki hægt að útiloka að það verði hvít jól í Reykjavík eins og staðan er núna þar sem svo margt geti breyst í veðrinu á næstu dögum. „Það er allra veðra von á Íslandi í desember,“ segir hann.Fréttin var uppfærð klukkan 11:00 með nýrri upplýsingum um útköll björgunarsveita.
Veður Tengdar fréttir Ferðir Strætó raskast á Suðurnesjum og Norðvesturlandi Röskun er á ferðum Strætó á Suðurnesjum og Norðvesturlandi í dag vegna veðurs. Gul viðvörun er á landinu í dag. 11. desember 2018 09:59 Yfir 20 metrar á sekúndu framan af degi Úrkoma fylgir hvassviðrinu suðvestanlands en draga á úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn. 11. desember 2018 07:30 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Sjá meira
Ferðir Strætó raskast á Suðurnesjum og Norðvesturlandi Röskun er á ferðum Strætó á Suðurnesjum og Norðvesturlandi í dag vegna veðurs. Gul viðvörun er á landinu í dag. 11. desember 2018 09:59
Yfir 20 metrar á sekúndu framan af degi Úrkoma fylgir hvassviðrinu suðvestanlands en draga á úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn. 11. desember 2018 07:30