Þrjátíu þúsund starfsmenn reyndust uppdiktaðir Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. desember 2018 16:15 Frá höfuðborginni Maputo. Getty/ Eric Lafforgue Stjórnvöld í Mósambík fækkuðu opinberum starfsmönnum um 30 þúsund á einu bretti á dögunum. Fækkunin var þó ekki framkvæmd með blóðugum niðurskurði heldur með því að fjarlægja huldumenn af launaskrá ríkisins. Haft er eftir þarlendum ráðherra á vef breska ríkisútvarpsins að umræddir einstaklingar hafi fengið greitt fyrir störf sem þeir sinntu ekki, eða voru jafnvel látnir eða uppdiktaðir. Áætlað er að hinir 30 þúsund huldstarfsmenn hafi kostað mósambíska ríkið um 250 milljónir bandaríkjadala, 30 milljarða króna, á árunum 2015 til 2017. Málið er sagt vera enn ein sönnunin fyrir langvarandi spillingu í Mósambík, sem leikið hefur hið fátæka ríki grátt árum saman. Þarlend stjórnvöld hafa skorið upp herör gegn hvers kyns frændhygli, spillingu og öðrum svikum í stjórnsýslunni. Sem liður í þeirri viðleitni blésu þau til prófana árið 2016 til þess að fá úr því skorið hvort einstaklingar á launaskrá ríkisins væru raunverulegir. Þeim var gert að mæta á tiltekinn skráningarstað í höfuðborginni Maputo til að sanna tilvist sína. Þeir sem mættu ekki á því tveggja ára tímabili sem rannsóknin stóð yfir duttu einfaldlega út af launaskrá. Alls er talið að um 348 þúsund einstaklingar hafi mætt og gert grein fyrir sér. Ætla má að stjórnvöld muni fagna þessari útgjaldalækkun en launakostnaður mósambíska ríkisins nemur alls um 55% af öllum skatttekjum þess. Afríka Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Stjórnvöld í Mósambík fækkuðu opinberum starfsmönnum um 30 þúsund á einu bretti á dögunum. Fækkunin var þó ekki framkvæmd með blóðugum niðurskurði heldur með því að fjarlægja huldumenn af launaskrá ríkisins. Haft er eftir þarlendum ráðherra á vef breska ríkisútvarpsins að umræddir einstaklingar hafi fengið greitt fyrir störf sem þeir sinntu ekki, eða voru jafnvel látnir eða uppdiktaðir. Áætlað er að hinir 30 þúsund huldstarfsmenn hafi kostað mósambíska ríkið um 250 milljónir bandaríkjadala, 30 milljarða króna, á árunum 2015 til 2017. Málið er sagt vera enn ein sönnunin fyrir langvarandi spillingu í Mósambík, sem leikið hefur hið fátæka ríki grátt árum saman. Þarlend stjórnvöld hafa skorið upp herör gegn hvers kyns frændhygli, spillingu og öðrum svikum í stjórnsýslunni. Sem liður í þeirri viðleitni blésu þau til prófana árið 2016 til þess að fá úr því skorið hvort einstaklingar á launaskrá ríkisins væru raunverulegir. Þeim var gert að mæta á tiltekinn skráningarstað í höfuðborginni Maputo til að sanna tilvist sína. Þeir sem mættu ekki á því tveggja ára tímabili sem rannsóknin stóð yfir duttu einfaldlega út af launaskrá. Alls er talið að um 348 þúsund einstaklingar hafi mætt og gert grein fyrir sér. Ætla má að stjórnvöld muni fagna þessari útgjaldalækkun en launakostnaður mósambíska ríkisins nemur alls um 55% af öllum skatttekjum þess.
Afríka Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent