Jólasveinar í skegg- og hársnyrtingu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. desember 2018 18:45 Jólasveinar mættu í skegg- og hársnyrtingu og veittu Hjálparstarfi kirkjunnar eina milljón króna í styrk. Vísir/JóhannK Fyrsti jólasveininn, Stekkjastaur, kemur til byggða í nótt. Að því tilefni fór Grýla með nokkra af sonum sínum til rakarans í dag í hár og skeggsnyrtingu. Það var mikill atgangur á Rakarastofunni Dalbraut 1 í morgun þegar fréttastofu bar að garði en sjö af jólasveinunum þrettán voru þangað komnir ásamt móður sinni, Grýlu, í tvennum tilgangi. Annars vegar var um að ræða skegg- og hársnyrtingu en að auki hafði Grýla og jólasveinarnir boðað til blaðamannafundar.Grýla afhentir Bjarna Gíslasyni, framkvæmdastjóra Hjálparstarfs kirkjunnar, styrk upp á rúma eina milljón frá Jólasveinaþjónustu SkyrgámsVísir/JóhannKEin milljón og þrettán þúsund til Hjálparstarfs kirkjunnar „Ég vill senda mína drengi almennilega til byggða, Stekkjastaur og félaga. En svo er ekki síður það að við höfum tekið jólaboðskapinn í hjartað og við erum hingað komin til þess að afhenta Hjálparstarfi kirkjunnar eina milljón króna,“ sagði Grýla í morgun. Á síðastliðnum árum hefur Jólasveinaþjónusta Skyrgáms gefið Hjálparastarfi kirkjunnar meira en tíu milljónir í styrk.Er þetta fjörugasti blaðamannafundur sem þið hafið boðað til? „Já, þetta er með þeim betri verð ég að segja. Mjög skemmtilegt og þeir hafa safnað þrettán milljónum á nokkrum árum þessir jólasveinar,“ sagði Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar.Hvernig gengur að afla fjár?„Það gengur mjög vel, sérstaklega núna fyrir jólin að þá eru margir sem að styðja okkur og erum bara mjög þakklát fyrir það,“ sagði Bjarni. Bjarni segir að þörfin fyrir aðstoð um jólin sé mikil en í fyrra fengu tæplega fjögur þúsund einstaklingar aðstoð fyrir jólin. Bjarni segir að þörfin gæti orðið svipuð í ár. Bjúgnakrækir segir jólasveinanna spennta fyrir komandi vertíð. Frá blaðamannafundi Grýlu og jólasveinanna á Rakarastofunni Dalbraut 1, í dag.Vísir/JóhannKJólasveinarnir spenntir fyrir komandi vertíð „Stekkjastaur kemur á eftir og nú vonum við að börnin séu góð og þæg og hlýði mömmu og pabba og verði dugleg að bursta tennur og góð vil alla í kringum sig fyrst og fremst,“ sagði Bjúgnakrækir. Ræðu Grýlu og jólasveinanna má sjá í heild sinni hér að neðan. Hjálparstarf Jól Reykjavík Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Fyrsti jólasveininn, Stekkjastaur, kemur til byggða í nótt. Að því tilefni fór Grýla með nokkra af sonum sínum til rakarans í dag í hár og skeggsnyrtingu. Það var mikill atgangur á Rakarastofunni Dalbraut 1 í morgun þegar fréttastofu bar að garði en sjö af jólasveinunum þrettán voru þangað komnir ásamt móður sinni, Grýlu, í tvennum tilgangi. Annars vegar var um að ræða skegg- og hársnyrtingu en að auki hafði Grýla og jólasveinarnir boðað til blaðamannafundar.Grýla afhentir Bjarna Gíslasyni, framkvæmdastjóra Hjálparstarfs kirkjunnar, styrk upp á rúma eina milljón frá Jólasveinaþjónustu SkyrgámsVísir/JóhannKEin milljón og þrettán þúsund til Hjálparstarfs kirkjunnar „Ég vill senda mína drengi almennilega til byggða, Stekkjastaur og félaga. En svo er ekki síður það að við höfum tekið jólaboðskapinn í hjartað og við erum hingað komin til þess að afhenta Hjálparstarfi kirkjunnar eina milljón króna,“ sagði Grýla í morgun. Á síðastliðnum árum hefur Jólasveinaþjónusta Skyrgáms gefið Hjálparastarfi kirkjunnar meira en tíu milljónir í styrk.Er þetta fjörugasti blaðamannafundur sem þið hafið boðað til? „Já, þetta er með þeim betri verð ég að segja. Mjög skemmtilegt og þeir hafa safnað þrettán milljónum á nokkrum árum þessir jólasveinar,“ sagði Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar.Hvernig gengur að afla fjár?„Það gengur mjög vel, sérstaklega núna fyrir jólin að þá eru margir sem að styðja okkur og erum bara mjög þakklát fyrir það,“ sagði Bjarni. Bjarni segir að þörfin fyrir aðstoð um jólin sé mikil en í fyrra fengu tæplega fjögur þúsund einstaklingar aðstoð fyrir jólin. Bjarni segir að þörfin gæti orðið svipuð í ár. Bjúgnakrækir segir jólasveinanna spennta fyrir komandi vertíð. Frá blaðamannafundi Grýlu og jólasveinanna á Rakarastofunni Dalbraut 1, í dag.Vísir/JóhannKJólasveinarnir spenntir fyrir komandi vertíð „Stekkjastaur kemur á eftir og nú vonum við að börnin séu góð og þæg og hlýði mömmu og pabba og verði dugleg að bursta tennur og góð vil alla í kringum sig fyrst og fremst,“ sagði Bjúgnakrækir. Ræðu Grýlu og jólasveinanna má sjá í heild sinni hér að neðan.
Hjálparstarf Jól Reykjavík Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira