Brýndi þingheim að standa vörð um lífsgæði aldraðra Kristján Már Unnarsson skrifar 11. desember 2018 22:30 Ellert B. Schram í ræðustól Alþingis í dag. Mynd/Alþingi. 47 árum eftir að hann flutti jómfrúarræðu sína á Alþingi, þá 32 ára gamall, steig Ellert B. Schram á ný í ræðustól Alþingis í dag, nú 79 ára gamall. Í liðlega tveggja mínútna ávarpi skoraði Ellert á þingheim að standa vörð um lífsgæði eldri borgara. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. „Ég hef fengið tækifæri til að setjast á þingbekk í nokkra daga. Mér finnst það skemmtilegt og ekki síst að fá tækifæri til að koma hingað sem fulltrúi eldri borgara því að ég þykist eiga nokkurt erindi til ykkar,” sagði Ellert og nefndi að ellilífeyrir almannatrygginga væri nú 239.500 krónur. „Nú er ég ekki kominn hingað til að rífast eða skammast vegna þess að ég þykist vita að langflest ykkar hér á Alþingi eru velviljuð og eruð mér sammála um að taka þurfi til höndum og bjóða eldri borgurum upp á lífsgæði og áhyggjulaust ævikvöld. Elsta kynslóðin má ekki og á ekki að verða út undan.” Ávarpi sínu lauk Ellert með þessum orðum: „Ég kem í þennan gamla góða ræðustól til að skora á ykkur að standa vörð um lífsgæðin og sinna því fólki sem komið er til ára sinna. Þótt ég sé sjálfur komin til aldurs og elli er erindið af minni hálfu hingað í þingsalinn það eitt, hvar í flokki sem þið standið, að sameinast um að aldraðir fái lifað og dáið með reisn.” Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
47 árum eftir að hann flutti jómfrúarræðu sína á Alþingi, þá 32 ára gamall, steig Ellert B. Schram á ný í ræðustól Alþingis í dag, nú 79 ára gamall. Í liðlega tveggja mínútna ávarpi skoraði Ellert á þingheim að standa vörð um lífsgæði eldri borgara. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. „Ég hef fengið tækifæri til að setjast á þingbekk í nokkra daga. Mér finnst það skemmtilegt og ekki síst að fá tækifæri til að koma hingað sem fulltrúi eldri borgara því að ég þykist eiga nokkurt erindi til ykkar,” sagði Ellert og nefndi að ellilífeyrir almannatrygginga væri nú 239.500 krónur. „Nú er ég ekki kominn hingað til að rífast eða skammast vegna þess að ég þykist vita að langflest ykkar hér á Alþingi eru velviljuð og eruð mér sammála um að taka þurfi til höndum og bjóða eldri borgurum upp á lífsgæði og áhyggjulaust ævikvöld. Elsta kynslóðin má ekki og á ekki að verða út undan.” Ávarpi sínu lauk Ellert með þessum orðum: „Ég kem í þennan gamla góða ræðustól til að skora á ykkur að standa vörð um lífsgæðin og sinna því fólki sem komið er til ára sinna. Þótt ég sé sjálfur komin til aldurs og elli er erindið af minni hálfu hingað í þingsalinn það eitt, hvar í flokki sem þið standið, að sameinast um að aldraðir fái lifað og dáið með reisn.” Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira