Veltir því fyrir sér hvort WOW verði „sýndarflugfélag“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. desember 2018 10:30 Flugvél WOW Air. Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að Bill Franke, eigandi Indigo Partners, hafi lítið sem ekkert gefið upp um framtíðarsýn hans á íslenska flugfélaginu WOW air er líklegt að ferðir félagsins til Indlands verði lagðar af ásamt breiðþotum félagsins. Þess í stað verði einblínt á styttri ferðir. Þetta er mat pistlahöfundar Forbes sem fjallar um viðræður Indigo Partners og WOW air um fjárfestingu þess fyrrnefnda í íslenska flugfélaginu. Lítið hefur heyrst um gang mála í viðræðunum eftir að tilkynnt var um í síðustu viku að þeim miðaði vel.Sjá einnig: WOW air verður „ofurlággjaldaflugfélag“ ef Indigo fylgir sömu stefnuÍ pistlinum í Forbes segir að ef Franke, sem á meðal annars flugfélagin Wizz Air og Frontier, muni yfirfæra viðskiptalíkan sitt yfir á WOW Air gæti það falið í sér talsverðar breytingar á starfsemi íslenska flugfélagsins. Líklega verði farin þá leið að langar og kostnaðarsamar leiðir sem aðeins sé hægt að sinna með breiðþotum verði lagðar af, líkt og nýlegt Indlandsflug WOW air.Bill Franke stofnandi og aðaleigandi Indigo Partners og Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air.Vísir/samsett myndNýti sér samlegðaráhrif með öðrum flugfélögum Indigo Þó er önnur leið sem sé möguleg og það sé leið hins svokallaða sýndarflugfélags, WOW air verði flugfélag sem selji miða en fljúgi ekki sjálft undir eigin merkjum. Það þýðir að farþegar myndu kaupa miða undir merkjum WOW air en önnur flugfélög Indigo, til dæmis Wizz Air eða Frontier, myndu taka við farþeganum og koma honum á áfangastað. Þannig gæti flugfélagið sparar sér háar fjárhæðir, bakvinnsla gæti til dæmis að miklu leyti farið fram á skrifstofum Wizz Air eða Frontier auk þess sem að með því að nýta sér þjónustu annarra flugfélaga gæti WOW air nýtt sér það að launakostnaður er minni í Ungverjalandi og í Bandaríkjunum, þar sem Wizz Air og Frontier eru staðsett, en á Íslandi. Þá er einnig nefnt að einingakostnaður Wizz Air og Frontier sé með því lægsta sem gengur og gerist og því gæti WOW air mögulega boðið betra verð á flugferðum til og frá Íslandi með þessari aðferð en Icelandair, helsti keppinauturinn.Lesa má pistilinn í Forbes hér. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Viðræður WOW air og Indigo ganga vel en kaup ófrágengin Viðræður milli Indigo Partners og WOW air um kaup fyrrnefnda félagsins á hlut í WOW air ganga vel en eru ekki frágengin. Bill Franke fundaði með Skúla Mogensen og starfsfólki WOW air í dag og í gær. 5. desember 2018 17:53 Gerður áskilnaður um evrópskt eignarhald meðan WOW air starfar hér á landi Ekki liggur fyrir hvenær áreiðanleikakönnun vegna kaupa Indigo Partners á hlut í WOW air á að liggja fyrir. Á meðan WOW air starfar á grundvelli íslensks flugrekstrarleyfis verða evrópskir aðilar að eiga meira en helmingshlut í félaginu samkvæmt reglum sem gilda um leyfið. 4. desember 2018 12:15 Bill Franke á landinu og fundaði með Skúla í höfuðstöðvum WOW air Bill Franke, stofnandi og aðaleigandi Indigo Partners er nú staddur á Íslandi og fundaði í dag með Skúla Mogensen og öðrum starfsmönnum WOW air vegna kaupa á hlut í félaginu sem eru ófrágengin. 4. desember 2018 17:15 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Þrátt fyrir að Bill Franke, eigandi Indigo Partners, hafi lítið sem ekkert gefið upp um framtíðarsýn hans á íslenska flugfélaginu WOW air er líklegt að ferðir félagsins til Indlands verði lagðar af ásamt breiðþotum félagsins. Þess í stað verði einblínt á styttri ferðir. Þetta er mat pistlahöfundar Forbes sem fjallar um viðræður Indigo Partners og WOW air um fjárfestingu þess fyrrnefnda í íslenska flugfélaginu. Lítið hefur heyrst um gang mála í viðræðunum eftir að tilkynnt var um í síðustu viku að þeim miðaði vel.Sjá einnig: WOW air verður „ofurlággjaldaflugfélag“ ef Indigo fylgir sömu stefnuÍ pistlinum í Forbes segir að ef Franke, sem á meðal annars flugfélagin Wizz Air og Frontier, muni yfirfæra viðskiptalíkan sitt yfir á WOW Air gæti það falið í sér talsverðar breytingar á starfsemi íslenska flugfélagsins. Líklega verði farin þá leið að langar og kostnaðarsamar leiðir sem aðeins sé hægt að sinna með breiðþotum verði lagðar af, líkt og nýlegt Indlandsflug WOW air.Bill Franke stofnandi og aðaleigandi Indigo Partners og Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air.Vísir/samsett myndNýti sér samlegðaráhrif með öðrum flugfélögum Indigo Þó er önnur leið sem sé möguleg og það sé leið hins svokallaða sýndarflugfélags, WOW air verði flugfélag sem selji miða en fljúgi ekki sjálft undir eigin merkjum. Það þýðir að farþegar myndu kaupa miða undir merkjum WOW air en önnur flugfélög Indigo, til dæmis Wizz Air eða Frontier, myndu taka við farþeganum og koma honum á áfangastað. Þannig gæti flugfélagið sparar sér háar fjárhæðir, bakvinnsla gæti til dæmis að miklu leyti farið fram á skrifstofum Wizz Air eða Frontier auk þess sem að með því að nýta sér þjónustu annarra flugfélaga gæti WOW air nýtt sér það að launakostnaður er minni í Ungverjalandi og í Bandaríkjunum, þar sem Wizz Air og Frontier eru staðsett, en á Íslandi. Þá er einnig nefnt að einingakostnaður Wizz Air og Frontier sé með því lægsta sem gengur og gerist og því gæti WOW air mögulega boðið betra verð á flugferðum til og frá Íslandi með þessari aðferð en Icelandair, helsti keppinauturinn.Lesa má pistilinn í Forbes hér.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Viðræður WOW air og Indigo ganga vel en kaup ófrágengin Viðræður milli Indigo Partners og WOW air um kaup fyrrnefnda félagsins á hlut í WOW air ganga vel en eru ekki frágengin. Bill Franke fundaði með Skúla Mogensen og starfsfólki WOW air í dag og í gær. 5. desember 2018 17:53 Gerður áskilnaður um evrópskt eignarhald meðan WOW air starfar hér á landi Ekki liggur fyrir hvenær áreiðanleikakönnun vegna kaupa Indigo Partners á hlut í WOW air á að liggja fyrir. Á meðan WOW air starfar á grundvelli íslensks flugrekstrarleyfis verða evrópskir aðilar að eiga meira en helmingshlut í félaginu samkvæmt reglum sem gilda um leyfið. 4. desember 2018 12:15 Bill Franke á landinu og fundaði með Skúla í höfuðstöðvum WOW air Bill Franke, stofnandi og aðaleigandi Indigo Partners er nú staddur á Íslandi og fundaði í dag með Skúla Mogensen og öðrum starfsmönnum WOW air vegna kaupa á hlut í félaginu sem eru ófrágengin. 4. desember 2018 17:15 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Viðræður WOW air og Indigo ganga vel en kaup ófrágengin Viðræður milli Indigo Partners og WOW air um kaup fyrrnefnda félagsins á hlut í WOW air ganga vel en eru ekki frágengin. Bill Franke fundaði með Skúla Mogensen og starfsfólki WOW air í dag og í gær. 5. desember 2018 17:53
Gerður áskilnaður um evrópskt eignarhald meðan WOW air starfar hér á landi Ekki liggur fyrir hvenær áreiðanleikakönnun vegna kaupa Indigo Partners á hlut í WOW air á að liggja fyrir. Á meðan WOW air starfar á grundvelli íslensks flugrekstrarleyfis verða evrópskir aðilar að eiga meira en helmingshlut í félaginu samkvæmt reglum sem gilda um leyfið. 4. desember 2018 12:15
Bill Franke á landinu og fundaði með Skúla í höfuðstöðvum WOW air Bill Franke, stofnandi og aðaleigandi Indigo Partners er nú staddur á Íslandi og fundaði í dag með Skúla Mogensen og öðrum starfsmönnum WOW air vegna kaupa á hlut í félaginu sem eru ófrágengin. 4. desember 2018 17:15