Vöxtur rafíþrótta Björn Berg Gunnarsson skrifar 12. desember 2018 10:58 Um 200 milljónir áhorfenda fylgdust með úrslitaviðureign í tölvuleiknum League of Legends á dögunum. Það eru nokkru fleiri en horfðu á Eagles sigra Patriots í Ofurskál bandaríska fótboltans í febrúar. Vinsældir tölvuleikja hafa varla farið fram hjá mörgum, en iðnaðurinn veltir hærri fjárhæðum en tónlist og kvikmyndir samanlagt. Færri eru þó kannski meðvitaðir um þann mikla vöxt sem verið hefur í skipulagðri keppni. Velta þessara svokölluðu rafíþrótta hefur sjöfaldast frá árinu 2012 og nemur nú vel yfir 100 milljörðum króna á ári. Atvinnumennska hefur aukist og geta leikmenn unnið sér inn sífellt meira verðlaunafé, en áætlað er að verðlaunapottar þessa árs innhaldi yfir 16 milljarða króna, sem er tíföldun frá 2012. Af milljörðunum 16 var keppt um þrjá í The International mótinu í DOTA 2, sem haldið var í ágúst. Þetta er tíföld sú upphæð sem þátttakendur í Tour de France skiptu á milli sín og tvöfalt meira en verðlaunapotturinn á opna bandaríska meistaramótinu í golfi. Þrátt fyrir vöxt greinarinnar hefur alla innviði til iðkunar vantað hér á Íslandi. Stórt skref í rétta átt var þó stigið með stofnun RÍSÍ, Rafíþróttasamtaka Íslands, á dögunum. Unnið verður að því að tryggja áhugafólki og leikmönnum betri aðstöðu með það að markmiði að auka hér fagmennsku og bæta árangur íslenskra keppenda. En samhliða þarf að vinna í umræðunni. Skuggalegar sögur af tölvufíkn ungmenna og óhemju mikilli fjárfestingu tíma og fjármuna í tölvuleiknum Fortnite eiga fyllilega rétt á sér en mála ekki beint jákvæða ímynd af þeim sem hyggjast leggja fyrir sig keppni í tölvuleikjum. Fordómar minnka vonandi með aukinni og upplýstari umræðu en það er á brattann að sækja. Ekkert bendir til annars en að vinsældir rafíþrótta muni halda áfram að vaxa og fjármálahlið þeirra sömuleiðis. Nú þegar er velta greinarinnar hátt í helmingur veltunnar í Formúlu 1 og verður með sama vexti orðin meiri eftir þrjú ár. Hver veit nema við sjáum þá einn og einn íslenskan leikmann í Tekjublaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Leikjavísir Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Sjá meira
Um 200 milljónir áhorfenda fylgdust með úrslitaviðureign í tölvuleiknum League of Legends á dögunum. Það eru nokkru fleiri en horfðu á Eagles sigra Patriots í Ofurskál bandaríska fótboltans í febrúar. Vinsældir tölvuleikja hafa varla farið fram hjá mörgum, en iðnaðurinn veltir hærri fjárhæðum en tónlist og kvikmyndir samanlagt. Færri eru þó kannski meðvitaðir um þann mikla vöxt sem verið hefur í skipulagðri keppni. Velta þessara svokölluðu rafíþrótta hefur sjöfaldast frá árinu 2012 og nemur nú vel yfir 100 milljörðum króna á ári. Atvinnumennska hefur aukist og geta leikmenn unnið sér inn sífellt meira verðlaunafé, en áætlað er að verðlaunapottar þessa árs innhaldi yfir 16 milljarða króna, sem er tíföldun frá 2012. Af milljörðunum 16 var keppt um þrjá í The International mótinu í DOTA 2, sem haldið var í ágúst. Þetta er tíföld sú upphæð sem þátttakendur í Tour de France skiptu á milli sín og tvöfalt meira en verðlaunapotturinn á opna bandaríska meistaramótinu í golfi. Þrátt fyrir vöxt greinarinnar hefur alla innviði til iðkunar vantað hér á Íslandi. Stórt skref í rétta átt var þó stigið með stofnun RÍSÍ, Rafíþróttasamtaka Íslands, á dögunum. Unnið verður að því að tryggja áhugafólki og leikmönnum betri aðstöðu með það að markmiði að auka hér fagmennsku og bæta árangur íslenskra keppenda. En samhliða þarf að vinna í umræðunni. Skuggalegar sögur af tölvufíkn ungmenna og óhemju mikilli fjárfestingu tíma og fjármuna í tölvuleiknum Fortnite eiga fyllilega rétt á sér en mála ekki beint jákvæða ímynd af þeim sem hyggjast leggja fyrir sig keppni í tölvuleikjum. Fordómar minnka vonandi með aukinni og upplýstari umræðu en það er á brattann að sækja. Ekkert bendir til annars en að vinsældir rafíþrótta muni halda áfram að vaxa og fjármálahlið þeirra sömuleiðis. Nú þegar er velta greinarinnar hátt í helmingur veltunnar í Formúlu 1 og verður með sama vexti orðin meiri eftir þrjú ár. Hver veit nema við sjáum þá einn og einn íslenskan leikmann í Tekjublaðinu.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar