Vöxtur rafíþrótta Björn Berg Gunnarsson skrifar 12. desember 2018 10:58 Um 200 milljónir áhorfenda fylgdust með úrslitaviðureign í tölvuleiknum League of Legends á dögunum. Það eru nokkru fleiri en horfðu á Eagles sigra Patriots í Ofurskál bandaríska fótboltans í febrúar. Vinsældir tölvuleikja hafa varla farið fram hjá mörgum, en iðnaðurinn veltir hærri fjárhæðum en tónlist og kvikmyndir samanlagt. Færri eru þó kannski meðvitaðir um þann mikla vöxt sem verið hefur í skipulagðri keppni. Velta þessara svokölluðu rafíþrótta hefur sjöfaldast frá árinu 2012 og nemur nú vel yfir 100 milljörðum króna á ári. Atvinnumennska hefur aukist og geta leikmenn unnið sér inn sífellt meira verðlaunafé, en áætlað er að verðlaunapottar þessa árs innhaldi yfir 16 milljarða króna, sem er tíföldun frá 2012. Af milljörðunum 16 var keppt um þrjá í The International mótinu í DOTA 2, sem haldið var í ágúst. Þetta er tíföld sú upphæð sem þátttakendur í Tour de France skiptu á milli sín og tvöfalt meira en verðlaunapotturinn á opna bandaríska meistaramótinu í golfi. Þrátt fyrir vöxt greinarinnar hefur alla innviði til iðkunar vantað hér á Íslandi. Stórt skref í rétta átt var þó stigið með stofnun RÍSÍ, Rafíþróttasamtaka Íslands, á dögunum. Unnið verður að því að tryggja áhugafólki og leikmönnum betri aðstöðu með það að markmiði að auka hér fagmennsku og bæta árangur íslenskra keppenda. En samhliða þarf að vinna í umræðunni. Skuggalegar sögur af tölvufíkn ungmenna og óhemju mikilli fjárfestingu tíma og fjármuna í tölvuleiknum Fortnite eiga fyllilega rétt á sér en mála ekki beint jákvæða ímynd af þeim sem hyggjast leggja fyrir sig keppni í tölvuleikjum. Fordómar minnka vonandi með aukinni og upplýstari umræðu en það er á brattann að sækja. Ekkert bendir til annars en að vinsældir rafíþrótta muni halda áfram að vaxa og fjármálahlið þeirra sömuleiðis. Nú þegar er velta greinarinnar hátt í helmingur veltunnar í Formúlu 1 og verður með sama vexti orðin meiri eftir þrjú ár. Hver veit nema við sjáum þá einn og einn íslenskan leikmann í Tekjublaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Leikjavísir Mest lesið Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Um 200 milljónir áhorfenda fylgdust með úrslitaviðureign í tölvuleiknum League of Legends á dögunum. Það eru nokkru fleiri en horfðu á Eagles sigra Patriots í Ofurskál bandaríska fótboltans í febrúar. Vinsældir tölvuleikja hafa varla farið fram hjá mörgum, en iðnaðurinn veltir hærri fjárhæðum en tónlist og kvikmyndir samanlagt. Færri eru þó kannski meðvitaðir um þann mikla vöxt sem verið hefur í skipulagðri keppni. Velta þessara svokölluðu rafíþrótta hefur sjöfaldast frá árinu 2012 og nemur nú vel yfir 100 milljörðum króna á ári. Atvinnumennska hefur aukist og geta leikmenn unnið sér inn sífellt meira verðlaunafé, en áætlað er að verðlaunapottar þessa árs innhaldi yfir 16 milljarða króna, sem er tíföldun frá 2012. Af milljörðunum 16 var keppt um þrjá í The International mótinu í DOTA 2, sem haldið var í ágúst. Þetta er tíföld sú upphæð sem þátttakendur í Tour de France skiptu á milli sín og tvöfalt meira en verðlaunapotturinn á opna bandaríska meistaramótinu í golfi. Þrátt fyrir vöxt greinarinnar hefur alla innviði til iðkunar vantað hér á Íslandi. Stórt skref í rétta átt var þó stigið með stofnun RÍSÍ, Rafíþróttasamtaka Íslands, á dögunum. Unnið verður að því að tryggja áhugafólki og leikmönnum betri aðstöðu með það að markmiði að auka hér fagmennsku og bæta árangur íslenskra keppenda. En samhliða þarf að vinna í umræðunni. Skuggalegar sögur af tölvufíkn ungmenna og óhemju mikilli fjárfestingu tíma og fjármuna í tölvuleiknum Fortnite eiga fyllilega rétt á sér en mála ekki beint jákvæða ímynd af þeim sem hyggjast leggja fyrir sig keppni í tölvuleikjum. Fordómar minnka vonandi með aukinni og upplýstari umræðu en það er á brattann að sækja. Ekkert bendir til annars en að vinsældir rafíþrótta muni halda áfram að vaxa og fjármálahlið þeirra sömuleiðis. Nú þegar er velta greinarinnar hátt í helmingur veltunnar í Formúlu 1 og verður með sama vexti orðin meiri eftir þrjú ár. Hver veit nema við sjáum þá einn og einn íslenskan leikmann í Tekjublaðinu.
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar