Erlent

May sat fyrir svörum í þinginu

Kjartan Kjartansson skrifar
May stendur í ströngu í breska þinginu í dag.
May stendur í ströngu í breska þinginu í dag. Vísir/EPA
Þrátt fyrir vantrausti hafi verið lýst á Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, sem leiðtoga Íhaldsflokksins tók ráðherrann þátt í hefðbundnum fyrirspurnatíma á þingi í hádeginu.

Brexit, frekari viðræður við Evrópusambandið og framtíð ríkisstjórnarinnar vou ofarlega á baugi í fyrirspurnum þingmanna. Til stóð að þingið greiddi atkvæði um útgöngusamning May í gær en því var frestað þegar ljóst var að hann yrði kolfelldur. Hluti þingflokks íhaldsmanna lýsti vantrausti á May í dag og greiða þeir atkvæði um forystu hennar í kvöld.

Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, gekk á May um hvað hafi komið út úr viðræðum hennar við leiðtoga Evrópusambandsins í gær og hvort þingið fengi að greiða atkvæði um útgöngusamning hennar fyrir jólahlé. May svaraði þeim spurningum ekki beint en sakaði Corbyn um að standa á sama um hvað kæmi út úr viðræðunum. Hann hafi verið afdráttarlaus um að hann myndi hafna hvaða samningi sem ríkisstjórnin legði fyrir.

Þá krafðist Corbyn þess að May að taka af tvímæli um hvort að til greina kæmi að ganga úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings. May svaraði því til að besta leiðin til að forða því að Bretar gengju úr sambandinu án samnings væri að samþykkja samning hennar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×