Innlendar fréttir ársins: Upptökur, afsagnir og eldsvoðar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 18. desember 2018 10:15 Hér er tekið saman hvaða innlendu fréttir vöktu hvað mesta athygli lesenda á árinu. Eldsvoðar, fíkniefnasmygl, klaustursupptökur, aksturskostnaður og rafmynt eru meðal þess sem setti svip sinn á Vísi þegar kom að innlendum fréttum ársins. Hér fyrir neðan má sjá samantekt yfir þær innlendu fréttir sem vöktu hvað mesta athygli lesenda á árinu, en listinn er langt frá því að vera tæmandi.Sunna Elvira Í byrjun árs varð Sunna Elvira Þorkelsdóttir þjóðþekkt eftir mikið áfall. Sunna féll niður um fjóra metra á heimili sínu í Málaga á Spáni í janúar. Sunna lamaðist fyrir neðan háls og var söfnun hrundið af stað til að koma Sunnu Elviru heim til Íslands með sjúkraflugi. Brösulega gekk að koma Sunnu Elviru á hátæknisjúkrahús og það var ekki fyrr en í apríl sem Sunna komst loks heim til Íslands og í endurhæfingu á Grensás. Málið var á köflum reyfarakennt en fyrrverandi eiginmaður hennar var flæktur í umfangsmikið fíkniefnasmygl og móðir hennar var ákærð fyrir skattalagabrot, en að lokum var fallið frá ákæru á hendur henni. Í viðtali við Ísland í dag í nóvember sagðist Sunna hafa reynt að komast að því hvað kom fyrir þegar hún féll fram af svölum með aðstoð sálfræðings en án árangurs.Fjögur hjól undir bílnum og 36 hringir kringum landið Mörgum blöskraði þegar í ljós kom að Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefði keyrt því sem samsvaraði tæplega 36 hringi í kringum landið á síðasta ári samkvæmt endurgreiðslum á aksturskostnaði frá Alþingi. Í raun kom í ljós að Alþingi endurgreiddi tíu þingmönnum tæpar 30 milljónir vegna aksturskostnaðar á síðasta ári. Þetta kom í ljós eftir að Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, lagði fram fyrirspurn þess efnis. Að lokum var allur launakostnaður Alþingismanna frá árinu 2007 birtur á vef Alþingis.Stórbrunar í Garðabæ og Selfossi Svo virðist sem nær öll þjóðin hafi verið límd við tölvuskjáinn þann 5. apríl þegar stórbruni varð í Miðhrauni í Garðabæ, en bein lýsing frá brunanum var langmest lesna frétt Vísis á árinu. Enginn slasaðist alvarlega í eldsvoðanum. Allt tiltækt lið slökkviliðs var kallað út en fljótlega varð ljóst að um mikinn eldsvoða var að ræða. Svartan og þykkan reykjarmökk lá frá húsnæðinu sem staðsett er í Miðhrauni 4 í Garðabæ. Sást reykurinn víða að á höfuðborgarsvæðinu. Í húsnæðinu voru um tvö hundruð geymslurými á vegum Geymslna ehf, lager og verslun Icewear sem og hluti starfsemi Marels. Starfsmenn Marels og Icewear áttu fótum sínum fjör að launa en starfsmenn Icewear þurftu sumir hverjir að braut upp hurðir og flýja út um glugga undan eldinum. Þá létust tveir þegar eldur kom upp í einbýlishúsi á Selfossi þann 31. október síðastliðinn. Tvö voru handtekin á vettvangi og einn situr enn í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa valdið eldsvoðanum. Sósíalistar í borgarstjórn og metfjöldi kvenna Þriðja árið í röð gengu Íslendingar að kjörkössunum en í þetta skiptið voru það sveitarstjórnarkosningar, en ekki alþingiskosningar. Allt stefndi í sögulegt prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Eyjum en allt kom fyrir ekki. Að lokum myndaði klofningsframboðið H-listinn meirihluta með Eyjalistanum og Sjálfstæðismenn sátu eftir í kuldanum. Sósíalistaflokkur Íslands náði manni inn í Reykjavík og þar hélt meirihlutinn velli þegar Viðreisn steig inn í staðinn fyrir Bjarta framtíð sem bauð ekki fram.Hlutfall kvenna í sveitarstjórnum hækkaði og er það hærra en nokkru sinni fyrr. Kjörsókn var langminnst í Reykjanesbæ og þar féll meirihlutinn eins og víðar á landinu.Sögulegur sýknudómur Söguleg stund var í Hæstarétti þann 27. september þegar Sævar Marinó Ciesielski, Tryggvi Rúnar Leifsson, Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn Skaftason voru sýknaðir af ákærum um að hafa orðið þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974. Það var lendingin í endurupptöku eins frægasta sakamáls Íslandssögunnar. Lík þeirra Guðmundar og Geirfinns hafa aldrei fundist, ekkert er vitað um dánarorsök, engin ummerki hafa fundist um átök eða mannslát á meintum brotavettvangi og engin áþreifanleg sönnunargögn eru til staðar um að mönnunum hafi yfirhöfuð verið ráðinn bani. Aðalsönnunargögnin í málunum voru játningar sakborninganna, sem sakborningarnir reyndu að draga til baka, en dóminum þótti á sínum tíma ekki mark takandi á þeim afturköllunum.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra baðst afsökunar fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands á því ranglæti sem sakborningarnir, aðstandendur þeirra og aðrir sem tengdust málunum máttu þola vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálanna. Erla Bolladóttir var ein þeirra sem var sakfelld í Hæstarétti 1980 sem fékk mál sitt ekki endurupptekið.Klausturfokk Það er ómögulegt að líta yfir árið 2018 án þess að ræða sexmenningana á Klaustur bar. Sama hvað fólki finnst um Báru Halldórsdóttur sem var þekkt í eina viku sem Marvin, eða meintar njósnaaðferðir hennar þegar hún tók upp samtöl sex þingmanna þann 20. nóvember var þar komin stærsta fréttavika ársins. Tveir voru reknir úr þingflokki, tveir fóru í launalaust leyfi og sérfræðingar sniðganga velferðarnefnd. Meirihluti sitjandi þingmanna vill kollega sína burt eftir uppákomuna en þau virðast öll ætla að sitja sem fastast. Bára Halldórsdóttir.Vísir/ArnarTal um kuntur, tíkur, eyjur og smjör á smokkum gekk fram af landsmönnum og á hundrað ára afmæli fullveldisins kom margmenni saman á Austurvelli og krafðist þess að þeir sem höfðu setið að sumbli og baktalað mann og annan þann 20. nóvember myndu segja af sér. Meðal mótmælenda var Bára Halldórsdóttir. Á leiklestri á Klaustursupptökunum í Borgarleikhúsinu var kynjahlutverkum var snúið við og bæði forseti Alþingis og skrifstofustjóri Alþingis sendu frá sér fordæmalausar tilkynningar. En Klaustursupptökurnar voru ekki einu upptökurnar sem komust í fréttir á árinu. Þar má einnig nefna upptöku af aðgerðum lögreglunnar gegn nöktum manni í Kópavogi, upptöku af umferðaróhappi eftir að bíll fór yfir á rauðu ljósi. Jú og myndband þar sem Atli Már Gylfason, sjálfstætt starfandi blaðamaður sést í vafasömum viðskiptum með stolið nautakjöt og tálbeituaðgerð sem endaði á borði lögreglu.Afsagnir og uppsagnir MeToo byltingin sem náði hámarki í lok árs 2017 teygði anga sína inn í árið 2018. Þannig stigu konur af erlendum uppruna fram í byrjun árs og vöktu sögur þeirra mikla athygli. Þá sérstaklega viðtal við Elínu Kristjánsdóttur sem er fædd og uppalin á Íslandi en hefur upplifað fordóma, áreitni og ofbeldi vegna kynþáttar og sagðist ekki hafa fundið sig í MeToo byltingunni þar til hópur kvenna af erlendum uppruna var stofnaður. Jakob Már Ásmundsson hætti í stjórn Arion Banka vegna óviðeigandi hegðunar á skemmtun á vegum bankans. Fjölmiðlamaðurinn Hjörtur Hjartarson hætti störfum hjá Sýn í kjölfar atviks á HM í knattspyrnu í Rússlandi og í yfirlýsingu sem hópur fjölmiðlakvenna sendi frá sér vegna málsins var skorað á yfirmenn Sýnar og annarra fjölmiðla að „fylgja eftir fögrum fyrirheitum #MeToo.“ Orri Páll Dýrason var sakaður um nauðgun af bandarísku listakonunni Megan Boyd og hætti hann sem trommari Sigur Rósar í kjölfarið. Bréf sem María Lilja þrastardóttir, eiginkona Orra Páls, skrifaði Meagan vakti mikla athygli lesenda. Þá var Bjarna Má Júlíussyni vikið úr starfi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar eftir óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna. Björn Bragi Arnarsson hætti sem spyrill í Gettu Betur eftir að myndband af honum að káfa á unglingsstúlku fór í dreifingu á netinu og Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnra fór í tveggja mánaða leyfi frá þingstörfum eftir að hafa áreitt blaðakonu Kjarnans kynferðislega í sumar.Frá Sogni til Amsterdam Sindri Þór Stefánsson varð frægasti fangi Íslands eftir að hann strauk frá fangelsinu að Sogni aðfararnótt 17. apríl. Sindri skellti sér til Keflavíkur og þaðan í flug til Svíþjóðar þar sem forsætisráðherra var einnig stödd. Sindri var að endingu handtekinn í miðborg Amsterdam þann 22. apríl. Sindri hafði setið í gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði í Bitcoin málinu svokallaða. Á endanum voru sjö ákærðir í málinu fyrir innbrot í þrjú gagnaver. Þegar í dómsal var komið settu mótsagnir og minnisleysi svip sinn á framburð margra sakborninganna og fór saksóknari fram á fimm ára fangelsi yfir Sindra Þór.Sem fyrr segir er þessi listi alls ekki tæmandi en fyrrnefndar fréttir eru á meðal helstu frétta ársins. Hér fyrir neðan í tengdum fréttum má sjá fleiri fréttir sem vöktu athygli. Fréttir ársins 2018 Tengdar fréttir Stór spurning sem erfitt er að svara Óhætt er að segja að sjö sekúndna myndband sem fór í afar mikla dreifingu í netheimum á mánudagskvöld hafi dregið dilk á eftir sér. 31. október 2018 09:00 Tekjulaus en með milljón undir rúminu og hálfa í rassvasanum Hafþór Logi Hlynsson neitar sök í máli héraðssaksóknara á hendur sér fyrir peningaþvætti. 1. nóvember 2018 09:15 Hjúkrunarfræðingar bálreiðir vegna barnabókar Birgittu „Við erum ekki lyfjasjálfsalar, koddahristarar, dúllur eða aðstoðarkonur merkilegra karla.“ 17. nóvember 2018 12:42 „Meiri niðurlæging en nokkur manneskja á að upplifa“ Helga Sigrún Hermannsdóttir varð fyrir stafrænu kynferðisofbeldi í formi myndar sem fór í dreifingu á netinu og dúkkaði reglulega upp yfir fimm ára tímabil. Erfitt var fyrir Helgu að aðhafast nokkuð í málinu þar eð myndin var ekki af henni, en nafn hennar var þó ávallt samofið dreifingunni. 8. júlí 2018 09:00 Börn Vigdísar Hauksdóttur draga hana fyrir dómstóla Vigdís segir málið, sem snýst að öllum líkindum um arf, ekki eiga erindi við almenning. 16. október 2018 13:07 Kallaður „kaktuspungur“ og „perri“ á Facebook: „Þetta MeToo er bara komið í algjört rugl“ Sveinbjörn Guðjohnsen situr sjálfur fyrir á hinni umdeildu mynd birtist á músarmottu sem Bílabúðin H. Jónsson & Co. hefur gefið viðskiptavinum sínum. Hann segist styðja MeToo herferðina. 27. janúar 2018 21:30 Finnst sokkafjöldi landsliðshópsins vera hámark neysluhyggjunnar 2.900 sokkapör fylgja landsliðshópnum en forsvarsmaður samtakanna Vakandi segir það hina mestu óhæfu. 9. júní 2018 20:18 „Ég held að ökumaðurinn kunni einfaldlega ekki mannasiði“ Bíll, sem lagður var ólöglega á bílaplani Arion banka í Borgartúni olli miklu umferðaröngþveiti í hádeginu í dag. 29. október 2018 21:17 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Eldsvoðar, fíkniefnasmygl, klaustursupptökur, aksturskostnaður og rafmynt eru meðal þess sem setti svip sinn á Vísi þegar kom að innlendum fréttum ársins. Hér fyrir neðan má sjá samantekt yfir þær innlendu fréttir sem vöktu hvað mesta athygli lesenda á árinu, en listinn er langt frá því að vera tæmandi.Sunna Elvira Í byrjun árs varð Sunna Elvira Þorkelsdóttir þjóðþekkt eftir mikið áfall. Sunna féll niður um fjóra metra á heimili sínu í Málaga á Spáni í janúar. Sunna lamaðist fyrir neðan háls og var söfnun hrundið af stað til að koma Sunnu Elviru heim til Íslands með sjúkraflugi. Brösulega gekk að koma Sunnu Elviru á hátæknisjúkrahús og það var ekki fyrr en í apríl sem Sunna komst loks heim til Íslands og í endurhæfingu á Grensás. Málið var á köflum reyfarakennt en fyrrverandi eiginmaður hennar var flæktur í umfangsmikið fíkniefnasmygl og móðir hennar var ákærð fyrir skattalagabrot, en að lokum var fallið frá ákæru á hendur henni. Í viðtali við Ísland í dag í nóvember sagðist Sunna hafa reynt að komast að því hvað kom fyrir þegar hún féll fram af svölum með aðstoð sálfræðings en án árangurs.Fjögur hjól undir bílnum og 36 hringir kringum landið Mörgum blöskraði þegar í ljós kom að Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefði keyrt því sem samsvaraði tæplega 36 hringi í kringum landið á síðasta ári samkvæmt endurgreiðslum á aksturskostnaði frá Alþingi. Í raun kom í ljós að Alþingi endurgreiddi tíu þingmönnum tæpar 30 milljónir vegna aksturskostnaðar á síðasta ári. Þetta kom í ljós eftir að Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, lagði fram fyrirspurn þess efnis. Að lokum var allur launakostnaður Alþingismanna frá árinu 2007 birtur á vef Alþingis.Stórbrunar í Garðabæ og Selfossi Svo virðist sem nær öll þjóðin hafi verið límd við tölvuskjáinn þann 5. apríl þegar stórbruni varð í Miðhrauni í Garðabæ, en bein lýsing frá brunanum var langmest lesna frétt Vísis á árinu. Enginn slasaðist alvarlega í eldsvoðanum. Allt tiltækt lið slökkviliðs var kallað út en fljótlega varð ljóst að um mikinn eldsvoða var að ræða. Svartan og þykkan reykjarmökk lá frá húsnæðinu sem staðsett er í Miðhrauni 4 í Garðabæ. Sást reykurinn víða að á höfuðborgarsvæðinu. Í húsnæðinu voru um tvö hundruð geymslurými á vegum Geymslna ehf, lager og verslun Icewear sem og hluti starfsemi Marels. Starfsmenn Marels og Icewear áttu fótum sínum fjör að launa en starfsmenn Icewear þurftu sumir hverjir að braut upp hurðir og flýja út um glugga undan eldinum. Þá létust tveir þegar eldur kom upp í einbýlishúsi á Selfossi þann 31. október síðastliðinn. Tvö voru handtekin á vettvangi og einn situr enn í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa valdið eldsvoðanum. Sósíalistar í borgarstjórn og metfjöldi kvenna Þriðja árið í röð gengu Íslendingar að kjörkössunum en í þetta skiptið voru það sveitarstjórnarkosningar, en ekki alþingiskosningar. Allt stefndi í sögulegt prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Eyjum en allt kom fyrir ekki. Að lokum myndaði klofningsframboðið H-listinn meirihluta með Eyjalistanum og Sjálfstæðismenn sátu eftir í kuldanum. Sósíalistaflokkur Íslands náði manni inn í Reykjavík og þar hélt meirihlutinn velli þegar Viðreisn steig inn í staðinn fyrir Bjarta framtíð sem bauð ekki fram.Hlutfall kvenna í sveitarstjórnum hækkaði og er það hærra en nokkru sinni fyrr. Kjörsókn var langminnst í Reykjanesbæ og þar féll meirihlutinn eins og víðar á landinu.Sögulegur sýknudómur Söguleg stund var í Hæstarétti þann 27. september þegar Sævar Marinó Ciesielski, Tryggvi Rúnar Leifsson, Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn Skaftason voru sýknaðir af ákærum um að hafa orðið þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974. Það var lendingin í endurupptöku eins frægasta sakamáls Íslandssögunnar. Lík þeirra Guðmundar og Geirfinns hafa aldrei fundist, ekkert er vitað um dánarorsök, engin ummerki hafa fundist um átök eða mannslát á meintum brotavettvangi og engin áþreifanleg sönnunargögn eru til staðar um að mönnunum hafi yfirhöfuð verið ráðinn bani. Aðalsönnunargögnin í málunum voru játningar sakborninganna, sem sakborningarnir reyndu að draga til baka, en dóminum þótti á sínum tíma ekki mark takandi á þeim afturköllunum.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra baðst afsökunar fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands á því ranglæti sem sakborningarnir, aðstandendur þeirra og aðrir sem tengdust málunum máttu þola vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálanna. Erla Bolladóttir var ein þeirra sem var sakfelld í Hæstarétti 1980 sem fékk mál sitt ekki endurupptekið.Klausturfokk Það er ómögulegt að líta yfir árið 2018 án þess að ræða sexmenningana á Klaustur bar. Sama hvað fólki finnst um Báru Halldórsdóttur sem var þekkt í eina viku sem Marvin, eða meintar njósnaaðferðir hennar þegar hún tók upp samtöl sex þingmanna þann 20. nóvember var þar komin stærsta fréttavika ársins. Tveir voru reknir úr þingflokki, tveir fóru í launalaust leyfi og sérfræðingar sniðganga velferðarnefnd. Meirihluti sitjandi þingmanna vill kollega sína burt eftir uppákomuna en þau virðast öll ætla að sitja sem fastast. Bára Halldórsdóttir.Vísir/ArnarTal um kuntur, tíkur, eyjur og smjör á smokkum gekk fram af landsmönnum og á hundrað ára afmæli fullveldisins kom margmenni saman á Austurvelli og krafðist þess að þeir sem höfðu setið að sumbli og baktalað mann og annan þann 20. nóvember myndu segja af sér. Meðal mótmælenda var Bára Halldórsdóttir. Á leiklestri á Klaustursupptökunum í Borgarleikhúsinu var kynjahlutverkum var snúið við og bæði forseti Alþingis og skrifstofustjóri Alþingis sendu frá sér fordæmalausar tilkynningar. En Klaustursupptökurnar voru ekki einu upptökurnar sem komust í fréttir á árinu. Þar má einnig nefna upptöku af aðgerðum lögreglunnar gegn nöktum manni í Kópavogi, upptöku af umferðaróhappi eftir að bíll fór yfir á rauðu ljósi. Jú og myndband þar sem Atli Már Gylfason, sjálfstætt starfandi blaðamaður sést í vafasömum viðskiptum með stolið nautakjöt og tálbeituaðgerð sem endaði á borði lögreglu.Afsagnir og uppsagnir MeToo byltingin sem náði hámarki í lok árs 2017 teygði anga sína inn í árið 2018. Þannig stigu konur af erlendum uppruna fram í byrjun árs og vöktu sögur þeirra mikla athygli. Þá sérstaklega viðtal við Elínu Kristjánsdóttur sem er fædd og uppalin á Íslandi en hefur upplifað fordóma, áreitni og ofbeldi vegna kynþáttar og sagðist ekki hafa fundið sig í MeToo byltingunni þar til hópur kvenna af erlendum uppruna var stofnaður. Jakob Már Ásmundsson hætti í stjórn Arion Banka vegna óviðeigandi hegðunar á skemmtun á vegum bankans. Fjölmiðlamaðurinn Hjörtur Hjartarson hætti störfum hjá Sýn í kjölfar atviks á HM í knattspyrnu í Rússlandi og í yfirlýsingu sem hópur fjölmiðlakvenna sendi frá sér vegna málsins var skorað á yfirmenn Sýnar og annarra fjölmiðla að „fylgja eftir fögrum fyrirheitum #MeToo.“ Orri Páll Dýrason var sakaður um nauðgun af bandarísku listakonunni Megan Boyd og hætti hann sem trommari Sigur Rósar í kjölfarið. Bréf sem María Lilja þrastardóttir, eiginkona Orra Páls, skrifaði Meagan vakti mikla athygli lesenda. Þá var Bjarna Má Júlíussyni vikið úr starfi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar eftir óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna. Björn Bragi Arnarsson hætti sem spyrill í Gettu Betur eftir að myndband af honum að káfa á unglingsstúlku fór í dreifingu á netinu og Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnra fór í tveggja mánaða leyfi frá þingstörfum eftir að hafa áreitt blaðakonu Kjarnans kynferðislega í sumar.Frá Sogni til Amsterdam Sindri Þór Stefánsson varð frægasti fangi Íslands eftir að hann strauk frá fangelsinu að Sogni aðfararnótt 17. apríl. Sindri skellti sér til Keflavíkur og þaðan í flug til Svíþjóðar þar sem forsætisráðherra var einnig stödd. Sindri var að endingu handtekinn í miðborg Amsterdam þann 22. apríl. Sindri hafði setið í gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði í Bitcoin málinu svokallaða. Á endanum voru sjö ákærðir í málinu fyrir innbrot í þrjú gagnaver. Þegar í dómsal var komið settu mótsagnir og minnisleysi svip sinn á framburð margra sakborninganna og fór saksóknari fram á fimm ára fangelsi yfir Sindra Þór.Sem fyrr segir er þessi listi alls ekki tæmandi en fyrrnefndar fréttir eru á meðal helstu frétta ársins. Hér fyrir neðan í tengdum fréttum má sjá fleiri fréttir sem vöktu athygli.
Fréttir ársins 2018 Tengdar fréttir Stór spurning sem erfitt er að svara Óhætt er að segja að sjö sekúndna myndband sem fór í afar mikla dreifingu í netheimum á mánudagskvöld hafi dregið dilk á eftir sér. 31. október 2018 09:00 Tekjulaus en með milljón undir rúminu og hálfa í rassvasanum Hafþór Logi Hlynsson neitar sök í máli héraðssaksóknara á hendur sér fyrir peningaþvætti. 1. nóvember 2018 09:15 Hjúkrunarfræðingar bálreiðir vegna barnabókar Birgittu „Við erum ekki lyfjasjálfsalar, koddahristarar, dúllur eða aðstoðarkonur merkilegra karla.“ 17. nóvember 2018 12:42 „Meiri niðurlæging en nokkur manneskja á að upplifa“ Helga Sigrún Hermannsdóttir varð fyrir stafrænu kynferðisofbeldi í formi myndar sem fór í dreifingu á netinu og dúkkaði reglulega upp yfir fimm ára tímabil. Erfitt var fyrir Helgu að aðhafast nokkuð í málinu þar eð myndin var ekki af henni, en nafn hennar var þó ávallt samofið dreifingunni. 8. júlí 2018 09:00 Börn Vigdísar Hauksdóttur draga hana fyrir dómstóla Vigdís segir málið, sem snýst að öllum líkindum um arf, ekki eiga erindi við almenning. 16. október 2018 13:07 Kallaður „kaktuspungur“ og „perri“ á Facebook: „Þetta MeToo er bara komið í algjört rugl“ Sveinbjörn Guðjohnsen situr sjálfur fyrir á hinni umdeildu mynd birtist á músarmottu sem Bílabúðin H. Jónsson & Co. hefur gefið viðskiptavinum sínum. Hann segist styðja MeToo herferðina. 27. janúar 2018 21:30 Finnst sokkafjöldi landsliðshópsins vera hámark neysluhyggjunnar 2.900 sokkapör fylgja landsliðshópnum en forsvarsmaður samtakanna Vakandi segir það hina mestu óhæfu. 9. júní 2018 20:18 „Ég held að ökumaðurinn kunni einfaldlega ekki mannasiði“ Bíll, sem lagður var ólöglega á bílaplani Arion banka í Borgartúni olli miklu umferðaröngþveiti í hádeginu í dag. 29. október 2018 21:17 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Stór spurning sem erfitt er að svara Óhætt er að segja að sjö sekúndna myndband sem fór í afar mikla dreifingu í netheimum á mánudagskvöld hafi dregið dilk á eftir sér. 31. október 2018 09:00
Tekjulaus en með milljón undir rúminu og hálfa í rassvasanum Hafþór Logi Hlynsson neitar sök í máli héraðssaksóknara á hendur sér fyrir peningaþvætti. 1. nóvember 2018 09:15
Hjúkrunarfræðingar bálreiðir vegna barnabókar Birgittu „Við erum ekki lyfjasjálfsalar, koddahristarar, dúllur eða aðstoðarkonur merkilegra karla.“ 17. nóvember 2018 12:42
„Meiri niðurlæging en nokkur manneskja á að upplifa“ Helga Sigrún Hermannsdóttir varð fyrir stafrænu kynferðisofbeldi í formi myndar sem fór í dreifingu á netinu og dúkkaði reglulega upp yfir fimm ára tímabil. Erfitt var fyrir Helgu að aðhafast nokkuð í málinu þar eð myndin var ekki af henni, en nafn hennar var þó ávallt samofið dreifingunni. 8. júlí 2018 09:00
Börn Vigdísar Hauksdóttur draga hana fyrir dómstóla Vigdís segir málið, sem snýst að öllum líkindum um arf, ekki eiga erindi við almenning. 16. október 2018 13:07
Kallaður „kaktuspungur“ og „perri“ á Facebook: „Þetta MeToo er bara komið í algjört rugl“ Sveinbjörn Guðjohnsen situr sjálfur fyrir á hinni umdeildu mynd birtist á músarmottu sem Bílabúðin H. Jónsson & Co. hefur gefið viðskiptavinum sínum. Hann segist styðja MeToo herferðina. 27. janúar 2018 21:30
Finnst sokkafjöldi landsliðshópsins vera hámark neysluhyggjunnar 2.900 sokkapör fylgja landsliðshópnum en forsvarsmaður samtakanna Vakandi segir það hina mestu óhæfu. 9. júní 2018 20:18
„Ég held að ökumaðurinn kunni einfaldlega ekki mannasiði“ Bíll, sem lagður var ólöglega á bílaplani Arion banka í Borgartúni olli miklu umferðaröngþveiti í hádeginu í dag. 29. október 2018 21:17